Gosið gæti varað í mánuði eða ár Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. mars 2021 19:12 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur hefur unnið að mati á jarðvá á Reykjanesskaga undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Eldgos í Geldingadölum gæti varað í marga mánuði ef ekki nokkur ár, að mati Þorvalds Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði. Hann segir að enn sé nóg í tankinum. „Við erum búin að hafa átta hundruð ár til að safna kviku í tankinn sem er þetta geymsluhólf á sautján til tuttugu kílómetra dýpi og bræðslan sem býr til þetta efni sem fer í tankinn hún er alltaf í gangi og verður í gangi um langan tíma,“ sagði Þorvaldur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þorvaldur sagði að málið snerist ekki um hvort nóg sé til af kviku. Spurningin væri miklu fremur hversu greiða leið hún ætti til yfirborðs. Hann segir erfitt að spá fyrir um hvenær gosið líði undir lok því það sé ólíkt mörgum öðrum gosum sem Íslendingar þekkja, á borð við Heklu og Kötlu, þar sem mikill yfirþrýstingur byggðist upp í geymsluhólfum með þeim afleiðingum að upp úr gaus af gríðarlegu afli. Þar hafi í kjölfarið orðið þrýstifall og gosin hafi dvínað jafnt og þétt með tímanum og að endingu hætt. Það sama sé ekki upp á tengingnum í gosinu Geldingadölum sem hefur haldist fremur stöðugt. „Í þessu tilfelli var ekkert svoleiðis. Það kom upp með þessa framleiðni sem það er með í dag, það er búið að vera nákvæmlega eins. Þetta er eins konar títiprjónsgat á blöðruna og það lekur bara smátt og smátt úr henni en það lekur stöðugt úr henni,“ sagði Þorvaldur. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
„Við erum búin að hafa átta hundruð ár til að safna kviku í tankinn sem er þetta geymsluhólf á sautján til tuttugu kílómetra dýpi og bræðslan sem býr til þetta efni sem fer í tankinn hún er alltaf í gangi og verður í gangi um langan tíma,“ sagði Þorvaldur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þorvaldur sagði að málið snerist ekki um hvort nóg sé til af kviku. Spurningin væri miklu fremur hversu greiða leið hún ætti til yfirborðs. Hann segir erfitt að spá fyrir um hvenær gosið líði undir lok því það sé ólíkt mörgum öðrum gosum sem Íslendingar þekkja, á borð við Heklu og Kötlu, þar sem mikill yfirþrýstingur byggðist upp í geymsluhólfum með þeim afleiðingum að upp úr gaus af gríðarlegu afli. Þar hafi í kjölfarið orðið þrýstifall og gosin hafi dvínað jafnt og þétt með tímanum og að endingu hætt. Það sama sé ekki upp á tengingnum í gosinu Geldingadölum sem hefur haldist fremur stöðugt. „Í þessu tilfelli var ekkert svoleiðis. Það kom upp með þessa framleiðni sem það er með í dag, það er búið að vera nákvæmlega eins. Þetta er eins konar títiprjónsgat á blöðruna og það lekur bara smátt og smátt úr henni en það lekur stöðugt úr henni,“ sagði Þorvaldur.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira