Það þarf að skima alla sem koma til landsins, líka þá sem eru bólusettir Ingileif Jónsdóttir skrifar 30. mars 2021 17:22 Bólusetningar vernda gegn sýkingu af völdum SARS-COVID-19 veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómi og vernd þeirra er almennt betri gegn alvarlegum sjúkdómi, sjúkrahúsinnlögn og dauða. Tveir skammtar af bóluefnum Pfizer og Moderna vernda 94-95% gegn COVID-19 sjúkdómi og bóluefni AstraZeneca veitir 79-80% vernd. Einn skammtur af bóluefni AstraZeneca veitir góða vernd þar til seinni skammtur er gefinn eftir 12 vikur, allt að 80% hjá 80 ára og eldri. Einn skammtur af bóluefni Janssen veitir yfir 63% vernd gegn sjúkdómi í öllum aldurshópum. Bóluefnin vernda 86-100% gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi eða sjúkrahúsinnlögn. Líklegt er að bólusettir verði minna veikir, ef þeir sýkjast á annað borð. Litlar upplýsingar um vernd bóluefnanna gegn einkennalausu COVID-19 Tveir skammtar af bóluefni AstraZeneca veittu aðeins 22,4% vernd gegn einkennalausu COVID-19 í Bretlandi. Einn skammtur veitti enga vernd gegn einkennalausri COVID-19 sýkingu í rannsókn á 18494 þátttakendum í fjórum rannsóknum, þótt verndin væri 76,0% gegn COVID-19 sjúkdómi. Rannsókn á Janssen COVID-19 bóluefninu sýndi 74.2% vernd gegn einkennalausu COVID-19. Það var sýnt með mælingu mótefna gegn kjarnapróteini veirunnar, sem er ekki í bóluefninu, en þau mældust hjá 0.7% bólusettra án COVID-19 einkenna, en hjá 2.8% þeirra sem fengu lyfleysu. Þar sem veiruskimun var ekki gerð var ekki hægt að álykta um hvort þeir bólusettu bæru minna af veiru og smituðu síður en óbólusettir gera. Lítið vitað um vernd bóluefnanna gegn sýkingu, því að bera veiruna og geta smitað aðra Vernd bóluefna gegn sýkingu, að bera veiruna í öndunarvegi og geta því smitað aðra, var ekki könnuð í fasa 3 rannsóknum á bóluefnunum, nema AstraZeneca í Bretlandi. Þar voru 8948 þátttakendur skimaðir vikulega og vernd gegn veirusýkingu (jákvætt PCR próf) var 67% eftir einn skammt en 49.5% eftir tvo skammta. Niðurstöðurnar benda til að bóluefnið geti dregið úr dreifingu veirunnar með því að fækka smituðum. Rannsóknin var gerð áður en breska afbrigði SARS-CoV-2 veirunnar kom fram í desember, en það er minnst 53% meira smitandi en upprunalega veiran. Bólusetning rúmlega hálfrar milljónar Ísraelsmanna með Pfizer bóluefninu samanborið við jafnmarga óbólusetta sýndi að einn skammtur verndaði 46% gegn staðfestri SARS-CoV-2 sýkingu og tveir skammtar veittu 92% vernd gegn staðfestri COVID-sýkingu, en 43% smitaðra voru einkennalausir. Af smitum sem greindust í rannsókninni voru 80% með breska afbrigði veirunnar. Rannsókn frá Ísrael (ekki ritrýnd) sýndi að 1142 einstaklingar, bólusettir með Pfizer bóluefninu, sem smituðust, höfðu fjórum sinnum minna veirumagn en smitaðir, óbólusettir í samanburðarhópi, en enginn munur var á veirumagni 1-11 dögum eftir bólusetningu. Minna veirumagn gæti dregið úr smiti. Faraldsfræðingar í smitsjúkdómum hafa þróað stærðfræðilíkan til að spá fyrir um vernd bólusetninga gegn SARS-CoV-2 smiti. Þeir prófuðu líkanið á gögnum um þátttakendur í fasa 3 rannsókn á bóluefni Moderna, sem voru skimaðir fyrir veirunni áður þeir fengu seinni bóluefnisskammtinn. Niðurstöður þeirra benda til þess að einn skammtur af Moderna bóluefninu fækki smitum um 61% eða meira. Þó er minnt á að rannsókn Moderna var gerð áður en breska, brasilíska og suður-afríska afbrigði veirunnar litu dagsins ljós, en núverandi bóluefni virðast haft skerta vernd gegn sumum þeirra. Samantekið benda þessar rannsóknir til þess að bólusetning með bóluefnum AstraZeneca, Pfizer og Moderna dragi úr sýkingu af völdum SARS-CoV-2 veirunnar, alla vega upprunalega stofnsins, þótt verndin sé mun minni heldur en gegn COVID-19. Upplýsingar vantar um áhrif bólusetninga með tiltækum bóluefnum á sýkingu af völdum meira smitandi afbrigða veirunnar, og eins og því breska, nema fyrir Pfizer bóluefnið. Einnig vantar upplýsingar um vernd gegn smiti af völdum afbrigða, sem eru minna næm fyrir ónæmssvari, sem tiltæk bóluefni vekja, eins og gegn suður-afríska afbrigðinu. Bólusetning dregur úr dreifingu SARS-CoV-2 veirunnar í samfélaginu og smiti milli einstaklinga, þegar 60-80% íbúa hafa verið bólusettir, en áhrifin eru háð afbrigðum veirunnar. Meðan við höfum ekki náð hjarðónæmi með bólusetningu 60-80% þjóðarinnar þurfum við skima alla á landamærunum, líka þá sem eru bólusettir, þar sem við höfum takmarkaðar upplýsingar um hvort og hve mikið bólusetningar vernda gegn því að bera veiruna og smita aðra. Bólusetningavottorð tryggir engan veginn að fólk beri ekki veiruna og geti ekki smitað. Við þurfum að hindra að ný smit berist inn í landið, ekki síst meira smitandi veiruafbrigði, sem sýkja yngra fólk, og afbrigði sem núverandi bóluefni vernda verr gegn. Gleymum því ekki að öll börn undir 18 ára aldri verða væntanlega enn óbólusett og óvarin út árið, en við sjáum nú hve auðveldlega breska afbrigðið sýkir þennan aldurshóp. Við þurfum að raðgreina öll smit á landamærum til að kortleggja þá ógn sem okkur stafar af nýjum afbrigðum SARS-CoV-2 veirunnar, ef henni yrði hleypt óhindrað inn í landið. Höfundur er prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Bólusetningar vernda gegn sýkingu af völdum SARS-COVID-19 veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómi og vernd þeirra er almennt betri gegn alvarlegum sjúkdómi, sjúkrahúsinnlögn og dauða. Tveir skammtar af bóluefnum Pfizer og Moderna vernda 94-95% gegn COVID-19 sjúkdómi og bóluefni AstraZeneca veitir 79-80% vernd. Einn skammtur af bóluefni AstraZeneca veitir góða vernd þar til seinni skammtur er gefinn eftir 12 vikur, allt að 80% hjá 80 ára og eldri. Einn skammtur af bóluefni Janssen veitir yfir 63% vernd gegn sjúkdómi í öllum aldurshópum. Bóluefnin vernda 86-100% gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi eða sjúkrahúsinnlögn. Líklegt er að bólusettir verði minna veikir, ef þeir sýkjast á annað borð. Litlar upplýsingar um vernd bóluefnanna gegn einkennalausu COVID-19 Tveir skammtar af bóluefni AstraZeneca veittu aðeins 22,4% vernd gegn einkennalausu COVID-19 í Bretlandi. Einn skammtur veitti enga vernd gegn einkennalausri COVID-19 sýkingu í rannsókn á 18494 þátttakendum í fjórum rannsóknum, þótt verndin væri 76,0% gegn COVID-19 sjúkdómi. Rannsókn á Janssen COVID-19 bóluefninu sýndi 74.2% vernd gegn einkennalausu COVID-19. Það var sýnt með mælingu mótefna gegn kjarnapróteini veirunnar, sem er ekki í bóluefninu, en þau mældust hjá 0.7% bólusettra án COVID-19 einkenna, en hjá 2.8% þeirra sem fengu lyfleysu. Þar sem veiruskimun var ekki gerð var ekki hægt að álykta um hvort þeir bólusettu bæru minna af veiru og smituðu síður en óbólusettir gera. Lítið vitað um vernd bóluefnanna gegn sýkingu, því að bera veiruna og geta smitað aðra Vernd bóluefna gegn sýkingu, að bera veiruna í öndunarvegi og geta því smitað aðra, var ekki könnuð í fasa 3 rannsóknum á bóluefnunum, nema AstraZeneca í Bretlandi. Þar voru 8948 þátttakendur skimaðir vikulega og vernd gegn veirusýkingu (jákvætt PCR próf) var 67% eftir einn skammt en 49.5% eftir tvo skammta. Niðurstöðurnar benda til að bóluefnið geti dregið úr dreifingu veirunnar með því að fækka smituðum. Rannsóknin var gerð áður en breska afbrigði SARS-CoV-2 veirunnar kom fram í desember, en það er minnst 53% meira smitandi en upprunalega veiran. Bólusetning rúmlega hálfrar milljónar Ísraelsmanna með Pfizer bóluefninu samanborið við jafnmarga óbólusetta sýndi að einn skammtur verndaði 46% gegn staðfestri SARS-CoV-2 sýkingu og tveir skammtar veittu 92% vernd gegn staðfestri COVID-sýkingu, en 43% smitaðra voru einkennalausir. Af smitum sem greindust í rannsókninni voru 80% með breska afbrigði veirunnar. Rannsókn frá Ísrael (ekki ritrýnd) sýndi að 1142 einstaklingar, bólusettir með Pfizer bóluefninu, sem smituðust, höfðu fjórum sinnum minna veirumagn en smitaðir, óbólusettir í samanburðarhópi, en enginn munur var á veirumagni 1-11 dögum eftir bólusetningu. Minna veirumagn gæti dregið úr smiti. Faraldsfræðingar í smitsjúkdómum hafa þróað stærðfræðilíkan til að spá fyrir um vernd bólusetninga gegn SARS-CoV-2 smiti. Þeir prófuðu líkanið á gögnum um þátttakendur í fasa 3 rannsókn á bóluefni Moderna, sem voru skimaðir fyrir veirunni áður þeir fengu seinni bóluefnisskammtinn. Niðurstöður þeirra benda til þess að einn skammtur af Moderna bóluefninu fækki smitum um 61% eða meira. Þó er minnt á að rannsókn Moderna var gerð áður en breska, brasilíska og suður-afríska afbrigði veirunnar litu dagsins ljós, en núverandi bóluefni virðast haft skerta vernd gegn sumum þeirra. Samantekið benda þessar rannsóknir til þess að bólusetning með bóluefnum AstraZeneca, Pfizer og Moderna dragi úr sýkingu af völdum SARS-CoV-2 veirunnar, alla vega upprunalega stofnsins, þótt verndin sé mun minni heldur en gegn COVID-19. Upplýsingar vantar um áhrif bólusetninga með tiltækum bóluefnum á sýkingu af völdum meira smitandi afbrigða veirunnar, og eins og því breska, nema fyrir Pfizer bóluefnið. Einnig vantar upplýsingar um vernd gegn smiti af völdum afbrigða, sem eru minna næm fyrir ónæmssvari, sem tiltæk bóluefni vekja, eins og gegn suður-afríska afbrigðinu. Bólusetning dregur úr dreifingu SARS-CoV-2 veirunnar í samfélaginu og smiti milli einstaklinga, þegar 60-80% íbúa hafa verið bólusettir, en áhrifin eru háð afbrigðum veirunnar. Meðan við höfum ekki náð hjarðónæmi með bólusetningu 60-80% þjóðarinnar þurfum við skima alla á landamærunum, líka þá sem eru bólusettir, þar sem við höfum takmarkaðar upplýsingar um hvort og hve mikið bólusetningar vernda gegn því að bera veiruna og smita aðra. Bólusetningavottorð tryggir engan veginn að fólk beri ekki veiruna og geti ekki smitað. Við þurfum að hindra að ný smit berist inn í landið, ekki síst meira smitandi veiruafbrigði, sem sýkja yngra fólk, og afbrigði sem núverandi bóluefni vernda verr gegn. Gleymum því ekki að öll börn undir 18 ára aldri verða væntanlega enn óbólusett og óvarin út árið, en við sjáum nú hve auðveldlega breska afbrigðið sýkir þennan aldurshóp. Við þurfum að raðgreina öll smit á landamærum til að kortleggja þá ógn sem okkur stafar af nýjum afbrigðum SARS-CoV-2 veirunnar, ef henni yrði hleypt óhindrað inn í landið. Höfundur er prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun