Það þarf að skima alla sem koma til landsins, líka þá sem eru bólusettir Ingileif Jónsdóttir skrifar 30. mars 2021 17:22 Bólusetningar vernda gegn sýkingu af völdum SARS-COVID-19 veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómi og vernd þeirra er almennt betri gegn alvarlegum sjúkdómi, sjúkrahúsinnlögn og dauða. Tveir skammtar af bóluefnum Pfizer og Moderna vernda 94-95% gegn COVID-19 sjúkdómi og bóluefni AstraZeneca veitir 79-80% vernd. Einn skammtur af bóluefni AstraZeneca veitir góða vernd þar til seinni skammtur er gefinn eftir 12 vikur, allt að 80% hjá 80 ára og eldri. Einn skammtur af bóluefni Janssen veitir yfir 63% vernd gegn sjúkdómi í öllum aldurshópum. Bóluefnin vernda 86-100% gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi eða sjúkrahúsinnlögn. Líklegt er að bólusettir verði minna veikir, ef þeir sýkjast á annað borð. Litlar upplýsingar um vernd bóluefnanna gegn einkennalausu COVID-19 Tveir skammtar af bóluefni AstraZeneca veittu aðeins 22,4% vernd gegn einkennalausu COVID-19 í Bretlandi. Einn skammtur veitti enga vernd gegn einkennalausri COVID-19 sýkingu í rannsókn á 18494 þátttakendum í fjórum rannsóknum, þótt verndin væri 76,0% gegn COVID-19 sjúkdómi. Rannsókn á Janssen COVID-19 bóluefninu sýndi 74.2% vernd gegn einkennalausu COVID-19. Það var sýnt með mælingu mótefna gegn kjarnapróteini veirunnar, sem er ekki í bóluefninu, en þau mældust hjá 0.7% bólusettra án COVID-19 einkenna, en hjá 2.8% þeirra sem fengu lyfleysu. Þar sem veiruskimun var ekki gerð var ekki hægt að álykta um hvort þeir bólusettu bæru minna af veiru og smituðu síður en óbólusettir gera. Lítið vitað um vernd bóluefnanna gegn sýkingu, því að bera veiruna og geta smitað aðra Vernd bóluefna gegn sýkingu, að bera veiruna í öndunarvegi og geta því smitað aðra, var ekki könnuð í fasa 3 rannsóknum á bóluefnunum, nema AstraZeneca í Bretlandi. Þar voru 8948 þátttakendur skimaðir vikulega og vernd gegn veirusýkingu (jákvætt PCR próf) var 67% eftir einn skammt en 49.5% eftir tvo skammta. Niðurstöðurnar benda til að bóluefnið geti dregið úr dreifingu veirunnar með því að fækka smituðum. Rannsóknin var gerð áður en breska afbrigði SARS-CoV-2 veirunnar kom fram í desember, en það er minnst 53% meira smitandi en upprunalega veiran. Bólusetning rúmlega hálfrar milljónar Ísraelsmanna með Pfizer bóluefninu samanborið við jafnmarga óbólusetta sýndi að einn skammtur verndaði 46% gegn staðfestri SARS-CoV-2 sýkingu og tveir skammtar veittu 92% vernd gegn staðfestri COVID-sýkingu, en 43% smitaðra voru einkennalausir. Af smitum sem greindust í rannsókninni voru 80% með breska afbrigði veirunnar. Rannsókn frá Ísrael (ekki ritrýnd) sýndi að 1142 einstaklingar, bólusettir með Pfizer bóluefninu, sem smituðust, höfðu fjórum sinnum minna veirumagn en smitaðir, óbólusettir í samanburðarhópi, en enginn munur var á veirumagni 1-11 dögum eftir bólusetningu. Minna veirumagn gæti dregið úr smiti. Faraldsfræðingar í smitsjúkdómum hafa þróað stærðfræðilíkan til að spá fyrir um vernd bólusetninga gegn SARS-CoV-2 smiti. Þeir prófuðu líkanið á gögnum um þátttakendur í fasa 3 rannsókn á bóluefni Moderna, sem voru skimaðir fyrir veirunni áður þeir fengu seinni bóluefnisskammtinn. Niðurstöður þeirra benda til þess að einn skammtur af Moderna bóluefninu fækki smitum um 61% eða meira. Þó er minnt á að rannsókn Moderna var gerð áður en breska, brasilíska og suður-afríska afbrigði veirunnar litu dagsins ljós, en núverandi bóluefni virðast haft skerta vernd gegn sumum þeirra. Samantekið benda þessar rannsóknir til þess að bólusetning með bóluefnum AstraZeneca, Pfizer og Moderna dragi úr sýkingu af völdum SARS-CoV-2 veirunnar, alla vega upprunalega stofnsins, þótt verndin sé mun minni heldur en gegn COVID-19. Upplýsingar vantar um áhrif bólusetninga með tiltækum bóluefnum á sýkingu af völdum meira smitandi afbrigða veirunnar, og eins og því breska, nema fyrir Pfizer bóluefnið. Einnig vantar upplýsingar um vernd gegn smiti af völdum afbrigða, sem eru minna næm fyrir ónæmssvari, sem tiltæk bóluefni vekja, eins og gegn suður-afríska afbrigðinu. Bólusetning dregur úr dreifingu SARS-CoV-2 veirunnar í samfélaginu og smiti milli einstaklinga, þegar 60-80% íbúa hafa verið bólusettir, en áhrifin eru háð afbrigðum veirunnar. Meðan við höfum ekki náð hjarðónæmi með bólusetningu 60-80% þjóðarinnar þurfum við skima alla á landamærunum, líka þá sem eru bólusettir, þar sem við höfum takmarkaðar upplýsingar um hvort og hve mikið bólusetningar vernda gegn því að bera veiruna og smita aðra. Bólusetningavottorð tryggir engan veginn að fólk beri ekki veiruna og geti ekki smitað. Við þurfum að hindra að ný smit berist inn í landið, ekki síst meira smitandi veiruafbrigði, sem sýkja yngra fólk, og afbrigði sem núverandi bóluefni vernda verr gegn. Gleymum því ekki að öll börn undir 18 ára aldri verða væntanlega enn óbólusett og óvarin út árið, en við sjáum nú hve auðveldlega breska afbrigðið sýkir þennan aldurshóp. Við þurfum að raðgreina öll smit á landamærum til að kortleggja þá ógn sem okkur stafar af nýjum afbrigðum SARS-CoV-2 veirunnar, ef henni yrði hleypt óhindrað inn í landið. Höfundur er prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Bólusetningar vernda gegn sýkingu af völdum SARS-COVID-19 veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómi og vernd þeirra er almennt betri gegn alvarlegum sjúkdómi, sjúkrahúsinnlögn og dauða. Tveir skammtar af bóluefnum Pfizer og Moderna vernda 94-95% gegn COVID-19 sjúkdómi og bóluefni AstraZeneca veitir 79-80% vernd. Einn skammtur af bóluefni AstraZeneca veitir góða vernd þar til seinni skammtur er gefinn eftir 12 vikur, allt að 80% hjá 80 ára og eldri. Einn skammtur af bóluefni Janssen veitir yfir 63% vernd gegn sjúkdómi í öllum aldurshópum. Bóluefnin vernda 86-100% gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi eða sjúkrahúsinnlögn. Líklegt er að bólusettir verði minna veikir, ef þeir sýkjast á annað borð. Litlar upplýsingar um vernd bóluefnanna gegn einkennalausu COVID-19 Tveir skammtar af bóluefni AstraZeneca veittu aðeins 22,4% vernd gegn einkennalausu COVID-19 í Bretlandi. Einn skammtur veitti enga vernd gegn einkennalausri COVID-19 sýkingu í rannsókn á 18494 þátttakendum í fjórum rannsóknum, þótt verndin væri 76,0% gegn COVID-19 sjúkdómi. Rannsókn á Janssen COVID-19 bóluefninu sýndi 74.2% vernd gegn einkennalausu COVID-19. Það var sýnt með mælingu mótefna gegn kjarnapróteini veirunnar, sem er ekki í bóluefninu, en þau mældust hjá 0.7% bólusettra án COVID-19 einkenna, en hjá 2.8% þeirra sem fengu lyfleysu. Þar sem veiruskimun var ekki gerð var ekki hægt að álykta um hvort þeir bólusettu bæru minna af veiru og smituðu síður en óbólusettir gera. Lítið vitað um vernd bóluefnanna gegn sýkingu, því að bera veiruna og geta smitað aðra Vernd bóluefna gegn sýkingu, að bera veiruna í öndunarvegi og geta því smitað aðra, var ekki könnuð í fasa 3 rannsóknum á bóluefnunum, nema AstraZeneca í Bretlandi. Þar voru 8948 þátttakendur skimaðir vikulega og vernd gegn veirusýkingu (jákvætt PCR próf) var 67% eftir einn skammt en 49.5% eftir tvo skammta. Niðurstöðurnar benda til að bóluefnið geti dregið úr dreifingu veirunnar með því að fækka smituðum. Rannsóknin var gerð áður en breska afbrigði SARS-CoV-2 veirunnar kom fram í desember, en það er minnst 53% meira smitandi en upprunalega veiran. Bólusetning rúmlega hálfrar milljónar Ísraelsmanna með Pfizer bóluefninu samanborið við jafnmarga óbólusetta sýndi að einn skammtur verndaði 46% gegn staðfestri SARS-CoV-2 sýkingu og tveir skammtar veittu 92% vernd gegn staðfestri COVID-sýkingu, en 43% smitaðra voru einkennalausir. Af smitum sem greindust í rannsókninni voru 80% með breska afbrigði veirunnar. Rannsókn frá Ísrael (ekki ritrýnd) sýndi að 1142 einstaklingar, bólusettir með Pfizer bóluefninu, sem smituðust, höfðu fjórum sinnum minna veirumagn en smitaðir, óbólusettir í samanburðarhópi, en enginn munur var á veirumagni 1-11 dögum eftir bólusetningu. Minna veirumagn gæti dregið úr smiti. Faraldsfræðingar í smitsjúkdómum hafa þróað stærðfræðilíkan til að spá fyrir um vernd bólusetninga gegn SARS-CoV-2 smiti. Þeir prófuðu líkanið á gögnum um þátttakendur í fasa 3 rannsókn á bóluefni Moderna, sem voru skimaðir fyrir veirunni áður þeir fengu seinni bóluefnisskammtinn. Niðurstöður þeirra benda til þess að einn skammtur af Moderna bóluefninu fækki smitum um 61% eða meira. Þó er minnt á að rannsókn Moderna var gerð áður en breska, brasilíska og suður-afríska afbrigði veirunnar litu dagsins ljós, en núverandi bóluefni virðast haft skerta vernd gegn sumum þeirra. Samantekið benda þessar rannsóknir til þess að bólusetning með bóluefnum AstraZeneca, Pfizer og Moderna dragi úr sýkingu af völdum SARS-CoV-2 veirunnar, alla vega upprunalega stofnsins, þótt verndin sé mun minni heldur en gegn COVID-19. Upplýsingar vantar um áhrif bólusetninga með tiltækum bóluefnum á sýkingu af völdum meira smitandi afbrigða veirunnar, og eins og því breska, nema fyrir Pfizer bóluefnið. Einnig vantar upplýsingar um vernd gegn smiti af völdum afbrigða, sem eru minna næm fyrir ónæmssvari, sem tiltæk bóluefni vekja, eins og gegn suður-afríska afbrigðinu. Bólusetning dregur úr dreifingu SARS-CoV-2 veirunnar í samfélaginu og smiti milli einstaklinga, þegar 60-80% íbúa hafa verið bólusettir, en áhrifin eru háð afbrigðum veirunnar. Meðan við höfum ekki náð hjarðónæmi með bólusetningu 60-80% þjóðarinnar þurfum við skima alla á landamærunum, líka þá sem eru bólusettir, þar sem við höfum takmarkaðar upplýsingar um hvort og hve mikið bólusetningar vernda gegn því að bera veiruna og smita aðra. Bólusetningavottorð tryggir engan veginn að fólk beri ekki veiruna og geti ekki smitað. Við þurfum að hindra að ný smit berist inn í landið, ekki síst meira smitandi veiruafbrigði, sem sýkja yngra fólk, og afbrigði sem núverandi bóluefni vernda verr gegn. Gleymum því ekki að öll börn undir 18 ára aldri verða væntanlega enn óbólusett og óvarin út árið, en við sjáum nú hve auðveldlega breska afbrigðið sýkir þennan aldurshóp. Við þurfum að raðgreina öll smit á landamærum til að kortleggja þá ógn sem okkur stafar af nýjum afbrigðum SARS-CoV-2 veirunnar, ef henni yrði hleypt óhindrað inn í landið. Höfundur er prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar