Í tilkynningu segir að Björn Ingi hafi áður starfað hjá 365 og Vodafone á sölu og þjónustusviði.
„Hann er með Master í upplýsingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Sigríður Inga starfaði áður sem sem markaðsfulltrúi á sölu og markaðsdeild Reykjavik Excursions. Hún er með menntun í Markaðssetningu og almannatengslum frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.
Fyrirtækið er markaðstorg fyrir rafræn gjafabréf frá fjölda fyrirtækja í gegnum app.