Hræsni góða fólksins Páll Steingrímsson skrifar 29. mars 2021 15:30 Fólkið sem sem stundum er nefnt „góða fólkið“ í opinberri umræðu hér á landi er oft á tíðum alls ekki gott eða vel innrætt og oft hreinir hræsnarar upp til hópa. Þetta fólk sér flísina í auga náungans en ef það er gert afturreka með sína gagnrýni, eða þarf að kyngja henni, mætir það niðurstöðunni með þögn, hunsar hana eða telur hana ekki skipta máli fyrir sig. Viðbrögð stjórnenda Ríkisútvarpsins og stuðningsmanna þeirra við nýbirtum úrskurði siðanefndar ríkisfjölmiðilsins eru klassískt dæmi um þetta. Síðastliðinn föstudag kvað siðanefndin upp úrskurð þess efnis að fréttamaður Ríkisútvarpsins hefði gerst brotlegur við siðareglurnar með skrifum sínum á Twitter og Facebook um málefni tengd Samherja. Um er að ræða ákvæði í siðareglum Ríkisútvarpsins sem leggur bann við því að starfsfólk, sem sinnir fréttum og dagskrárgerð, taki opinberlega afstöðu um umdeild eða pólitísk mál á samfélagsmiðlum. Þessu ákvæði er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og tryggja hlutleysi fréttamanna og fréttastofu Ríkisútvarpsins. Í úrskurði siðanefndarinnar segir að með skrifum sínum yfir eins árs tímabil hafi fréttamaðurinn „gerst hlutdrægur“ og „gengið lengra“ en svigrúm hans leyfir. Tilgreind ummæli telur siðanefndin til marks um að fréttamaðurinn hafi tekið „skýra og persónulega afstöðu“ gagnvart Samherja í skrifum sínum. Kemst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að brot hans sé alvarlegt á mælikvarða starfsreglna siðanefndarinnar. „Hér er um að ræða ítrekuð tilvik yfir langan tíma. Í því ljósi telur siðanefndin að brot Helga sé alvarlegt,“ segir í úrskurðinum en starfsreglur siðanefndarinnar gera ráð fyrir að brot sé flokkað sem ámælisvert, alvarlegt eða mjög alvarlegt. Virðist sem svo að fréttamaðurinn hafi notið góðs af því að vera sá fyrsti sem brýtur umrætt ákvæði siðareglnanna og að skýrar leiðbeiningar skorti um hegðun á samfélagsmiðlum. Engu að síður hafi brot hans talist alvarlegt. Hér má geta þess í framhjáhlaupi að umræddur fréttamaður hefur áður verið fundinn sekur um alvarlegt brot gegn siðareglum því siðanefnd Blaðamannafélag Íslands komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði árið 2007 að hann hefði brotið með alvarlegum hætti gegn siðareglum félagsins með umfjöllun í Kastljósi um íslenskan ríkisborgararétt tengdadóttur þáverandi umhverfisráðherra. Áðurnefndar siðareglur Ríkisútvarpsins voru settar af starfsmönnum stofnunarinnar á árinu 2016 eftir um tveggja ára vinnu og undirbúning. Það voru starfsmenn sem völdu nokkra fulltrúa sem útfærðu reglurnar og voru þær síðan bornar til samþykktar meðal starfsmanna. Þannig eiga þessa siðareglur að endurspegla þær faglegu kröfur sem starfsmenn Ríkisútvarpsins gera til sjálfra sín. Í úrskurðinum frá því á föstudag er fjallað um tilgang og þýðingu siðareglna innan þess afmarkaða hóps sem setur sér þær. „Með skráðum siðareglum eru orðuð þau siðferðilegu gildi og viðmið sem tiltekinn afmarkaður hópur fólks hefur að leiðarljósi í störfum sínum og framkomu. Siðareglum er ætlað að fanga sérstöðu þeirra verkefna sem einkenna þennan tiltekna hóp og þýðingu þeirra fyrir samfélagið. (...) Segja má að siðareglur eigi í senn að endurspegla faglega sjálfsmynd ákveðins hóps sem og þær væntingar eða kröfur sem aðrir gera til hans. Gagnsemi þeirra veltur að verulegu leyti á því að einstaklingarnir samsami sig í reynd þeim faglegu og siðferðilegu sjónarmiðum sem reglurnar fela í sér,“ segir í úrskurðinum. Varnarbarátta til að stýra frásögninni Þegar úrskurðurinn lá fyrir sendu stjórnendur Ríkisútvarpsins frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að niðurstaðan hafi ekki áhrif á störf fréttamannsins hjá Ríkisútvarpinu því siðanefndin hafi ekki séð ástæðu til að vekja athygli útvarpsstjóra á úrskurðinum. Þá var sérstaklega vísað til þess að siðanefndin gerði ekki athugasemdir við fréttaflutning Ríkisútvarpsins. Þetta var að sjálfsögðu viðleitni stjórnenda Ríkisútvarpsins til að reyna að stýra frásögninni sér í hag en kæra Samherja snerist ekki um fréttaflutning heldur tjáningu á samfélagsmiðlum. Að auki ræður útvarpsstjóri auðvitað hvort hann beitir agavaldi eða ekki og ekki er þörf á úrskurði frá siðanefnd. Annað eins hefur nú gerst hjá Ríkisútvarpinu og má í því sambandi rifja upp þegar þáverandi umsjónarmaður svæðisútvarps Ríkisútvarpsins á Suðurlandi fékk áminningu árið 2005 og var meinað að vinna við fréttaflutning vegna bloggfærslu um Baugsmálið. Forstöðumaður fréttasviðs og fréttastjóri lýstu því yfir að umsjónarmaðurinn hefði með skrifum sínum „sýnt slíkt dómgreindarleysi að við treystum honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Ríkisútvarpinu.“ Mál umsjónarmannsins er auðvitað keimlíkt því máli sem hér um ræðir enda hafa samfélagsmiðlar eins og Facebook leyst bloggið af hólmi sem vettvangur fyrir skrif þar sem fólk lýsir persónulegri afstöðu í þjóðfélagsumræðunni. Ríkisútvarpið virðist hins vegar taka annan pól í hæðina nú en árið 2005. Og hefur hafist mikil varnarbarátta hjá vinum fréttamannsins, riddurum góða fólksins, þar sem reynt er að gera lítið úr úrskurði siðanefndarinnar frá því á föstudag. Er gengið svo langt að kalla eftir því að nýskipuð nefnd verði leyst upp, siðareglurnar afnumdar og fréttamaðurinn beðinn afsökunar. Í æsingnum virðist hafa gleymst að auk þess sem siðareglurnar sjálfar voru unnar af starfsfólki Ríkisútvarpsins með aðstoð sérfræðinga eru tveir af þremur nefndarmönnum siðanefndarinnar skipaðir í Efstaleiti. Formaðurinn er skipaður af útvarpsstjóra, einn nefndarmaður af Starfsmannasamtökum Ríkisútvarpsins og sá þriðji af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Fyrirfram mátti því reikna með að nefndin væri ekki hlutlaus en svo virðist nefndarmönnum hafa blöskrað framganga fréttamannsins og niðurstaðan var afgerandi um „alvarlegt brot“ hans. Niðurstaða málsins staðfestir að viðkomandi fréttamaður hefur frá öndverðu verið vanhæfur til að fjalla um málefni Samherja vegna persónulegrar afstöðu gegn fyrirtækinu og stjórnendum þess. Hér þarf að hafa hugfast að skrif hans, sem voru talin fela í sér „alvarlegt brot“ birtust yfir árs tímabil. Menn þurfa að vera sérstaklega innréttaðir til þess skrifa svona mikið um eitt fyrirtæki í frítíma sínum. Sérstaklega þegar þeir fjalla mjög reglulega um þetta sama fyrirtæki í starfi sínu sem fréttamenn. Þetta og margt fleira styður þá ályktun að viðkomandi hafi haft Samherja á heilanum og beitt sér sérstaklega gegn fyrirtækinu í starfi sínu. Ámælisverð vinnubrögð afhjúpuð Það virðist hafa farið fyrir brjóstið á fréttamanninum að Samherji rifjaði upp á heimasíðu sinni, þegar úrskurður siðanefndarinnar lá fyrir, að viðkomandi hefur ítrekað viðhaft ámælisverð vinnubrögð í tengslum við umfjöllun um Samherja í miðlum Ríkisútvarpsins undanfarinn áratug. Hefur hann orðið uppvís að því að hagræða gögnum, slíta upplýsingar úr samhengi og laga fréttaflutning að eigin geðþótta. Ríkisútvarpið hefur verið gert afturreka með ýmsar ásakanir í garð Samherja og þá hafa ámælisverð vinnubrögð stofnunarinnar verið afhjúpuð. Í fyrsta lagi stóð ekki steinn yfir steini í ásökun um undirverðlagningu fisks í þætti Kastljóss hinn 27. mars 2012 sem markaði upphaf svokallaðs Seðlabankamáls. Í öðru lagi voru upplýsingar úr frægu skjali Verðlagsstofu skiptaverðs, sem stuðst var við í þættinum, slitnar úr samhengi. Skjalið fannst í ágúst 2020, átta árum eftir að þátturinn var sýndur og eftir að Verðlagsstofa hafði tilkynnt Samherja að skjalið hefði aldrei verið unnið hjá stofnuninni. Í umfjöllun sinni um þetta skjal sleppti fréttamaðurinn heilli efnisgrein sem hefði gjörbreytt efnislegu inntaki viðkomandi Kastljóssþáttar. Þetta virðist hann hafa gert í þeim tilgangi að koma höggi á Samherja en þessi vinnubrögð komu ekki í ljós fyrr en í ágúst síðastliðnum þegar skjalið fannst. Fréttamaðurinn hélt því nefnilega ætíð frá bæði Samherja og almenningi enda hentaði það ekki umfjöllun hans að birta skjalið. Í þriðja lagi var óeðlilegum samskiptum fréttamannsins og fyrrum framkvæmdastjóra hjá Seðlabankanum stungið undir stól í skjóli einhvers konar trúnaðar við starfsmenn og heimildarmenn. Höfðu þau tvö verið í samskiptum í margar vikur í aðdraganda húsleitar hjá Samherja og hafði fréttamaðurinn sent framkvæmdastjóranum uppfærð drög að frétt um húsleitina til yfirlestrar daginn áður en hún fór fram. Í fjórða lagi má hér nefna að Ríkisútvarpið hefur ekki ennþá flutt sjónvarpsfrétt um niðurfellingu sakamálarannsóknar í Noregi á viðskiptum Samherja við norska bankann DBN en áður hafði Ríkisútvarpið varið tugum mínútna af frétta- og dagskrárefni í umfjöllun um þessar sömu ásakanir. Loks má nefna að Ríkisútvarpið hefur þagað um fréttir sem skaða trúverðugleika helsta heimildarmanns Kveiks í umfjöllun um útgerðina í Namibíu. Svona mætti lengi áfram telja. Í hnotskurn má segja að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi í raun aftengt lögbundið hlutleysi RÚV með verkum sínum. Þá hafa þeir varpað heilbrigðum starfsvenjum fyrir róða í því skyni að halda áfram skotgrafarhernaði gegn Samherja. Nýjustu fréttir um viðbrögð við úrskurði siðanefndar Ríkisútvarpsins leiða í ljós að í augum góða fólksins virðast siðareglur vera valkvæðar. Ríkisútvarpið hefur birt margar fréttir og viðtöl við hina ýmsu spekinga um siðferði Samherja en lokaniðurstaða þriggja manna „dómstóls“, skipuðum af Ríkisútvarpinu, um alvarleg og ítrekuð brot á siðareglum stofnunarinnar, virðist ekki skipta neinu máli. Að lokum eru hér spurningar sem lesendur geta velt fyrir sér. Hefur Ríkisútvarpið einhvern tímann birt jákvæða frétt um Samherja? Eða um mistök sín gagnvart Samherja? Þegar fólk hefur velt svörum við þessum spurningum fyrir sér er eðlilegt að spyrja: Hvað segir þetta okkur um fagleg heilindi Ríkisútvarpsins? Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Samherjaskjölin Ríkisútvarpið Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Fólkið sem sem stundum er nefnt „góða fólkið“ í opinberri umræðu hér á landi er oft á tíðum alls ekki gott eða vel innrætt og oft hreinir hræsnarar upp til hópa. Þetta fólk sér flísina í auga náungans en ef það er gert afturreka með sína gagnrýni, eða þarf að kyngja henni, mætir það niðurstöðunni með þögn, hunsar hana eða telur hana ekki skipta máli fyrir sig. Viðbrögð stjórnenda Ríkisútvarpsins og stuðningsmanna þeirra við nýbirtum úrskurði siðanefndar ríkisfjölmiðilsins eru klassískt dæmi um þetta. Síðastliðinn föstudag kvað siðanefndin upp úrskurð þess efnis að fréttamaður Ríkisútvarpsins hefði gerst brotlegur við siðareglurnar með skrifum sínum á Twitter og Facebook um málefni tengd Samherja. Um er að ræða ákvæði í siðareglum Ríkisútvarpsins sem leggur bann við því að starfsfólk, sem sinnir fréttum og dagskrárgerð, taki opinberlega afstöðu um umdeild eða pólitísk mál á samfélagsmiðlum. Þessu ákvæði er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og tryggja hlutleysi fréttamanna og fréttastofu Ríkisútvarpsins. Í úrskurði siðanefndarinnar segir að með skrifum sínum yfir eins árs tímabil hafi fréttamaðurinn „gerst hlutdrægur“ og „gengið lengra“ en svigrúm hans leyfir. Tilgreind ummæli telur siðanefndin til marks um að fréttamaðurinn hafi tekið „skýra og persónulega afstöðu“ gagnvart Samherja í skrifum sínum. Kemst siðanefndin að þeirri niðurstöðu að brot hans sé alvarlegt á mælikvarða starfsreglna siðanefndarinnar. „Hér er um að ræða ítrekuð tilvik yfir langan tíma. Í því ljósi telur siðanefndin að brot Helga sé alvarlegt,“ segir í úrskurðinum en starfsreglur siðanefndarinnar gera ráð fyrir að brot sé flokkað sem ámælisvert, alvarlegt eða mjög alvarlegt. Virðist sem svo að fréttamaðurinn hafi notið góðs af því að vera sá fyrsti sem brýtur umrætt ákvæði siðareglnanna og að skýrar leiðbeiningar skorti um hegðun á samfélagsmiðlum. Engu að síður hafi brot hans talist alvarlegt. Hér má geta þess í framhjáhlaupi að umræddur fréttamaður hefur áður verið fundinn sekur um alvarlegt brot gegn siðareglum því siðanefnd Blaðamannafélag Íslands komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði árið 2007 að hann hefði brotið með alvarlegum hætti gegn siðareglum félagsins með umfjöllun í Kastljósi um íslenskan ríkisborgararétt tengdadóttur þáverandi umhverfisráðherra. Áðurnefndar siðareglur Ríkisútvarpsins voru settar af starfsmönnum stofnunarinnar á árinu 2016 eftir um tveggja ára vinnu og undirbúning. Það voru starfsmenn sem völdu nokkra fulltrúa sem útfærðu reglurnar og voru þær síðan bornar til samþykktar meðal starfsmanna. Þannig eiga þessa siðareglur að endurspegla þær faglegu kröfur sem starfsmenn Ríkisútvarpsins gera til sjálfra sín. Í úrskurðinum frá því á föstudag er fjallað um tilgang og þýðingu siðareglna innan þess afmarkaða hóps sem setur sér þær. „Með skráðum siðareglum eru orðuð þau siðferðilegu gildi og viðmið sem tiltekinn afmarkaður hópur fólks hefur að leiðarljósi í störfum sínum og framkomu. Siðareglum er ætlað að fanga sérstöðu þeirra verkefna sem einkenna þennan tiltekna hóp og þýðingu þeirra fyrir samfélagið. (...) Segja má að siðareglur eigi í senn að endurspegla faglega sjálfsmynd ákveðins hóps sem og þær væntingar eða kröfur sem aðrir gera til hans. Gagnsemi þeirra veltur að verulegu leyti á því að einstaklingarnir samsami sig í reynd þeim faglegu og siðferðilegu sjónarmiðum sem reglurnar fela í sér,“ segir í úrskurðinum. Varnarbarátta til að stýra frásögninni Þegar úrskurðurinn lá fyrir sendu stjórnendur Ríkisútvarpsins frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að niðurstaðan hafi ekki áhrif á störf fréttamannsins hjá Ríkisútvarpinu því siðanefndin hafi ekki séð ástæðu til að vekja athygli útvarpsstjóra á úrskurðinum. Þá var sérstaklega vísað til þess að siðanefndin gerði ekki athugasemdir við fréttaflutning Ríkisútvarpsins. Þetta var að sjálfsögðu viðleitni stjórnenda Ríkisútvarpsins til að reyna að stýra frásögninni sér í hag en kæra Samherja snerist ekki um fréttaflutning heldur tjáningu á samfélagsmiðlum. Að auki ræður útvarpsstjóri auðvitað hvort hann beitir agavaldi eða ekki og ekki er þörf á úrskurði frá siðanefnd. Annað eins hefur nú gerst hjá Ríkisútvarpinu og má í því sambandi rifja upp þegar þáverandi umsjónarmaður svæðisútvarps Ríkisútvarpsins á Suðurlandi fékk áminningu árið 2005 og var meinað að vinna við fréttaflutning vegna bloggfærslu um Baugsmálið. Forstöðumaður fréttasviðs og fréttastjóri lýstu því yfir að umsjónarmaðurinn hefði með skrifum sínum „sýnt slíkt dómgreindarleysi að við treystum honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Ríkisútvarpinu.“ Mál umsjónarmannsins er auðvitað keimlíkt því máli sem hér um ræðir enda hafa samfélagsmiðlar eins og Facebook leyst bloggið af hólmi sem vettvangur fyrir skrif þar sem fólk lýsir persónulegri afstöðu í þjóðfélagsumræðunni. Ríkisútvarpið virðist hins vegar taka annan pól í hæðina nú en árið 2005. Og hefur hafist mikil varnarbarátta hjá vinum fréttamannsins, riddurum góða fólksins, þar sem reynt er að gera lítið úr úrskurði siðanefndarinnar frá því á föstudag. Er gengið svo langt að kalla eftir því að nýskipuð nefnd verði leyst upp, siðareglurnar afnumdar og fréttamaðurinn beðinn afsökunar. Í æsingnum virðist hafa gleymst að auk þess sem siðareglurnar sjálfar voru unnar af starfsfólki Ríkisútvarpsins með aðstoð sérfræðinga eru tveir af þremur nefndarmönnum siðanefndarinnar skipaðir í Efstaleiti. Formaðurinn er skipaður af útvarpsstjóra, einn nefndarmaður af Starfsmannasamtökum Ríkisútvarpsins og sá þriðji af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Fyrirfram mátti því reikna með að nefndin væri ekki hlutlaus en svo virðist nefndarmönnum hafa blöskrað framganga fréttamannsins og niðurstaðan var afgerandi um „alvarlegt brot“ hans. Niðurstaða málsins staðfestir að viðkomandi fréttamaður hefur frá öndverðu verið vanhæfur til að fjalla um málefni Samherja vegna persónulegrar afstöðu gegn fyrirtækinu og stjórnendum þess. Hér þarf að hafa hugfast að skrif hans, sem voru talin fela í sér „alvarlegt brot“ birtust yfir árs tímabil. Menn þurfa að vera sérstaklega innréttaðir til þess skrifa svona mikið um eitt fyrirtæki í frítíma sínum. Sérstaklega þegar þeir fjalla mjög reglulega um þetta sama fyrirtæki í starfi sínu sem fréttamenn. Þetta og margt fleira styður þá ályktun að viðkomandi hafi haft Samherja á heilanum og beitt sér sérstaklega gegn fyrirtækinu í starfi sínu. Ámælisverð vinnubrögð afhjúpuð Það virðist hafa farið fyrir brjóstið á fréttamanninum að Samherji rifjaði upp á heimasíðu sinni, þegar úrskurður siðanefndarinnar lá fyrir, að viðkomandi hefur ítrekað viðhaft ámælisverð vinnubrögð í tengslum við umfjöllun um Samherja í miðlum Ríkisútvarpsins undanfarinn áratug. Hefur hann orðið uppvís að því að hagræða gögnum, slíta upplýsingar úr samhengi og laga fréttaflutning að eigin geðþótta. Ríkisútvarpið hefur verið gert afturreka með ýmsar ásakanir í garð Samherja og þá hafa ámælisverð vinnubrögð stofnunarinnar verið afhjúpuð. Í fyrsta lagi stóð ekki steinn yfir steini í ásökun um undirverðlagningu fisks í þætti Kastljóss hinn 27. mars 2012 sem markaði upphaf svokallaðs Seðlabankamáls. Í öðru lagi voru upplýsingar úr frægu skjali Verðlagsstofu skiptaverðs, sem stuðst var við í þættinum, slitnar úr samhengi. Skjalið fannst í ágúst 2020, átta árum eftir að þátturinn var sýndur og eftir að Verðlagsstofa hafði tilkynnt Samherja að skjalið hefði aldrei verið unnið hjá stofnuninni. Í umfjöllun sinni um þetta skjal sleppti fréttamaðurinn heilli efnisgrein sem hefði gjörbreytt efnislegu inntaki viðkomandi Kastljóssþáttar. Þetta virðist hann hafa gert í þeim tilgangi að koma höggi á Samherja en þessi vinnubrögð komu ekki í ljós fyrr en í ágúst síðastliðnum þegar skjalið fannst. Fréttamaðurinn hélt því nefnilega ætíð frá bæði Samherja og almenningi enda hentaði það ekki umfjöllun hans að birta skjalið. Í þriðja lagi var óeðlilegum samskiptum fréttamannsins og fyrrum framkvæmdastjóra hjá Seðlabankanum stungið undir stól í skjóli einhvers konar trúnaðar við starfsmenn og heimildarmenn. Höfðu þau tvö verið í samskiptum í margar vikur í aðdraganda húsleitar hjá Samherja og hafði fréttamaðurinn sent framkvæmdastjóranum uppfærð drög að frétt um húsleitina til yfirlestrar daginn áður en hún fór fram. Í fjórða lagi má hér nefna að Ríkisútvarpið hefur ekki ennþá flutt sjónvarpsfrétt um niðurfellingu sakamálarannsóknar í Noregi á viðskiptum Samherja við norska bankann DBN en áður hafði Ríkisútvarpið varið tugum mínútna af frétta- og dagskrárefni í umfjöllun um þessar sömu ásakanir. Loks má nefna að Ríkisútvarpið hefur þagað um fréttir sem skaða trúverðugleika helsta heimildarmanns Kveiks í umfjöllun um útgerðina í Namibíu. Svona mætti lengi áfram telja. Í hnotskurn má segja að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi í raun aftengt lögbundið hlutleysi RÚV með verkum sínum. Þá hafa þeir varpað heilbrigðum starfsvenjum fyrir róða í því skyni að halda áfram skotgrafarhernaði gegn Samherja. Nýjustu fréttir um viðbrögð við úrskurði siðanefndar Ríkisútvarpsins leiða í ljós að í augum góða fólksins virðast siðareglur vera valkvæðar. Ríkisútvarpið hefur birt margar fréttir og viðtöl við hina ýmsu spekinga um siðferði Samherja en lokaniðurstaða þriggja manna „dómstóls“, skipuðum af Ríkisútvarpinu, um alvarleg og ítrekuð brot á siðareglum stofnunarinnar, virðist ekki skipta neinu máli. Að lokum eru hér spurningar sem lesendur geta velt fyrir sér. Hefur Ríkisútvarpið einhvern tímann birt jákvæða frétt um Samherja? Eða um mistök sín gagnvart Samherja? Þegar fólk hefur velt svörum við þessum spurningum fyrir sér er eðlilegt að spyrja: Hvað segir þetta okkur um fagleg heilindi Ríkisútvarpsins? Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun