Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir hvað hefur klikkað hjá Hetti og Haukum í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2021 16:01 Pablo Cesar Bertone á ferðinni með boltann í leik Hauka og Njarðvíkur á dögunum. Vísir/Vilhelm Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var tekið stöðutékk á liðunum í sex neðstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um tvö neðstu liðin í deildinni. Höttur og Haukar eru í 11. og 12. sæti Domino´s deildar karla í körfubolta þegar sextán umferðir eru búnar af þeim 22 sem á að spila. Bæði liðin þurfa að góðum endaspretti að halda til að halda sæti sínu i deildinni. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, ræddi stöðu liðanna tveggja með sérfræðingum sínum Benedikt Guðmundssyni og Hermanni Haukssyni. „Það hlýtur að hafa komið mörgum á óvart að sjá Hauka í botnsætinu á þessum tímapunkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi umfjöllunar um Hauka sem skipa 12. sætið. „Við spáðum þeim neðarlega og höfðum ekki trú á því að þeir væru að fara að gera eitthvað gott. Maður sá það ekki fyrir að þeir væru einir á botninum. Þetta er búið að vera vont tímabil í Hafnarfirðinum og þetta byrjaði í sumar þegar þeir voru að setja þennan hóp saman,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á Haukum og Hetti eftir sextán umferðir „Þeir litu ágætlega út í fyrsta leik á móti Njarðvík. Eftir það hefur þetta allt verið niður á við og eins og Benedikt sagði þá er þetta skrýtin blanda af bakvörðum,“ sagði Hermann Hauksson. Farið var yfir það sem hefur verið að hjá Haukum og hvernig breytingar liðsins í febrúar hafi komið út. „Við erum búnir að ræða það hvað strákarnir á Egilsstöðum eru búnir að vera óheppnir. Michael Mallory, sem er einn allra skemmtilegasti bakvörðurinn í deildinni, er búinn að vera að missa af leikjum. Þeir verða að hafa hann heilann og það er gott fyrir þá að fá smá pásu til að gera að hans meiðslum, bakinu og ökklanum,“ sagði Kjartan Atli um Hattarmenn sem eru í 11. sætinu. „Hann meiðist fyrst í baki og svo kemur hann aftur og þá meiðist hann á ökkla. Þeir mega ekki við því að hann meiðist. Hann er ekki bara kanaígildi þeirra, sem eru svo mikilvægt fyrir lið út á landi, heldur er hann líka leikstjórnandinn sem stýrir þessu öllu saman. Hann drífur þetta áfram og hann er það góður að menn nærast af honum,“ sagði Benedikt. „Hann tekur svakalega mikið til sín og hin liðin þurfa að hafa gríðarlegar áhyggjur af honum. Hann er frábær bakvörður, sér völlinn hrikalega vel og er góður sendingamaður. Þetta er algjör lykilmaður fyrir Hattarmenn að hann sé heill,“ sagði Hermann. Hér fyrir ofan má heyra það sem sérfræðingarnir höfðu að segja um frammistöðu Hauka og Hattarmanna í vetur og hvernig framhaldið lítur út hjá báðum liðum. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Haukar Höttur Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Höttur og Haukar eru í 11. og 12. sæti Domino´s deildar karla í körfubolta þegar sextán umferðir eru búnar af þeim 22 sem á að spila. Bæði liðin þurfa að góðum endaspretti að halda til að halda sæti sínu i deildinni. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, ræddi stöðu liðanna tveggja með sérfræðingum sínum Benedikt Guðmundssyni og Hermanni Haukssyni. „Það hlýtur að hafa komið mörgum á óvart að sjá Hauka í botnsætinu á þessum tímapunkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi umfjöllunar um Hauka sem skipa 12. sætið. „Við spáðum þeim neðarlega og höfðum ekki trú á því að þeir væru að fara að gera eitthvað gott. Maður sá það ekki fyrir að þeir væru einir á botninum. Þetta er búið að vera vont tímabil í Hafnarfirðinum og þetta byrjaði í sumar þegar þeir voru að setja þennan hóp saman,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á Haukum og Hetti eftir sextán umferðir „Þeir litu ágætlega út í fyrsta leik á móti Njarðvík. Eftir það hefur þetta allt verið niður á við og eins og Benedikt sagði þá er þetta skrýtin blanda af bakvörðum,“ sagði Hermann Hauksson. Farið var yfir það sem hefur verið að hjá Haukum og hvernig breytingar liðsins í febrúar hafi komið út. „Við erum búnir að ræða það hvað strákarnir á Egilsstöðum eru búnir að vera óheppnir. Michael Mallory, sem er einn allra skemmtilegasti bakvörðurinn í deildinni, er búinn að vera að missa af leikjum. Þeir verða að hafa hann heilann og það er gott fyrir þá að fá smá pásu til að gera að hans meiðslum, bakinu og ökklanum,“ sagði Kjartan Atli um Hattarmenn sem eru í 11. sætinu. „Hann meiðist fyrst í baki og svo kemur hann aftur og þá meiðist hann á ökkla. Þeir mega ekki við því að hann meiðist. Hann er ekki bara kanaígildi þeirra, sem eru svo mikilvægt fyrir lið út á landi, heldur er hann líka leikstjórnandinn sem stýrir þessu öllu saman. Hann drífur þetta áfram og hann er það góður að menn nærast af honum,“ sagði Benedikt. „Hann tekur svakalega mikið til sín og hin liðin þurfa að hafa gríðarlegar áhyggjur af honum. Hann er frábær bakvörður, sér völlinn hrikalega vel og er góður sendingamaður. Þetta er algjör lykilmaður fyrir Hattarmenn að hann sé heill,“ sagði Hermann. Hér fyrir ofan má heyra það sem sérfræðingarnir höfðu að segja um frammistöðu Hauka og Hattarmanna í vetur og hvernig framhaldið lítur út hjá báðum liðum.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Haukar Höttur Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira