Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir hvað hefur klikkað hjá Hetti og Haukum í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2021 16:01 Pablo Cesar Bertone á ferðinni með boltann í leik Hauka og Njarðvíkur á dögunum. Vísir/Vilhelm Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var tekið stöðutékk á liðunum í sex neðstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um tvö neðstu liðin í deildinni. Höttur og Haukar eru í 11. og 12. sæti Domino´s deildar karla í körfubolta þegar sextán umferðir eru búnar af þeim 22 sem á að spila. Bæði liðin þurfa að góðum endaspretti að halda til að halda sæti sínu i deildinni. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, ræddi stöðu liðanna tveggja með sérfræðingum sínum Benedikt Guðmundssyni og Hermanni Haukssyni. „Það hlýtur að hafa komið mörgum á óvart að sjá Hauka í botnsætinu á þessum tímapunkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi umfjöllunar um Hauka sem skipa 12. sætið. „Við spáðum þeim neðarlega og höfðum ekki trú á því að þeir væru að fara að gera eitthvað gott. Maður sá það ekki fyrir að þeir væru einir á botninum. Þetta er búið að vera vont tímabil í Hafnarfirðinum og þetta byrjaði í sumar þegar þeir voru að setja þennan hóp saman,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á Haukum og Hetti eftir sextán umferðir „Þeir litu ágætlega út í fyrsta leik á móti Njarðvík. Eftir það hefur þetta allt verið niður á við og eins og Benedikt sagði þá er þetta skrýtin blanda af bakvörðum,“ sagði Hermann Hauksson. Farið var yfir það sem hefur verið að hjá Haukum og hvernig breytingar liðsins í febrúar hafi komið út. „Við erum búnir að ræða það hvað strákarnir á Egilsstöðum eru búnir að vera óheppnir. Michael Mallory, sem er einn allra skemmtilegasti bakvörðurinn í deildinni, er búinn að vera að missa af leikjum. Þeir verða að hafa hann heilann og það er gott fyrir þá að fá smá pásu til að gera að hans meiðslum, bakinu og ökklanum,“ sagði Kjartan Atli um Hattarmenn sem eru í 11. sætinu. „Hann meiðist fyrst í baki og svo kemur hann aftur og þá meiðist hann á ökkla. Þeir mega ekki við því að hann meiðist. Hann er ekki bara kanaígildi þeirra, sem eru svo mikilvægt fyrir lið út á landi, heldur er hann líka leikstjórnandinn sem stýrir þessu öllu saman. Hann drífur þetta áfram og hann er það góður að menn nærast af honum,“ sagði Benedikt. „Hann tekur svakalega mikið til sín og hin liðin þurfa að hafa gríðarlegar áhyggjur af honum. Hann er frábær bakvörður, sér völlinn hrikalega vel og er góður sendingamaður. Þetta er algjör lykilmaður fyrir Hattarmenn að hann sé heill,“ sagði Hermann. Hér fyrir ofan má heyra það sem sérfræðingarnir höfðu að segja um frammistöðu Hauka og Hattarmanna í vetur og hvernig framhaldið lítur út hjá báðum liðum. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Haukar Höttur Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Höttur og Haukar eru í 11. og 12. sæti Domino´s deildar karla í körfubolta þegar sextán umferðir eru búnar af þeim 22 sem á að spila. Bæði liðin þurfa að góðum endaspretti að halda til að halda sæti sínu i deildinni. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, ræddi stöðu liðanna tveggja með sérfræðingum sínum Benedikt Guðmundssyni og Hermanni Haukssyni. „Það hlýtur að hafa komið mörgum á óvart að sjá Hauka í botnsætinu á þessum tímapunkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi umfjöllunar um Hauka sem skipa 12. sætið. „Við spáðum þeim neðarlega og höfðum ekki trú á því að þeir væru að fara að gera eitthvað gott. Maður sá það ekki fyrir að þeir væru einir á botninum. Þetta er búið að vera vont tímabil í Hafnarfirðinum og þetta byrjaði í sumar þegar þeir voru að setja þennan hóp saman,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á Haukum og Hetti eftir sextán umferðir „Þeir litu ágætlega út í fyrsta leik á móti Njarðvík. Eftir það hefur þetta allt verið niður á við og eins og Benedikt sagði þá er þetta skrýtin blanda af bakvörðum,“ sagði Hermann Hauksson. Farið var yfir það sem hefur verið að hjá Haukum og hvernig breytingar liðsins í febrúar hafi komið út. „Við erum búnir að ræða það hvað strákarnir á Egilsstöðum eru búnir að vera óheppnir. Michael Mallory, sem er einn allra skemmtilegasti bakvörðurinn í deildinni, er búinn að vera að missa af leikjum. Þeir verða að hafa hann heilann og það er gott fyrir þá að fá smá pásu til að gera að hans meiðslum, bakinu og ökklanum,“ sagði Kjartan Atli um Hattarmenn sem eru í 11. sætinu. „Hann meiðist fyrst í baki og svo kemur hann aftur og þá meiðist hann á ökkla. Þeir mega ekki við því að hann meiðist. Hann er ekki bara kanaígildi þeirra, sem eru svo mikilvægt fyrir lið út á landi, heldur er hann líka leikstjórnandinn sem stýrir þessu öllu saman. Hann drífur þetta áfram og hann er það góður að menn nærast af honum,“ sagði Benedikt. „Hann tekur svakalega mikið til sín og hin liðin þurfa að hafa gríðarlegar áhyggjur af honum. Hann er frábær bakvörður, sér völlinn hrikalega vel og er góður sendingamaður. Þetta er algjör lykilmaður fyrir Hattarmenn að hann sé heill,“ sagði Hermann. Hér fyrir ofan má heyra það sem sérfræðingarnir höfðu að segja um frammistöðu Hauka og Hattarmanna í vetur og hvernig framhaldið lítur út hjá báðum liðum.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Haukar Höttur Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti