Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. mars 2021 11:59 Bílastæði við gosstöðvarnar fylltust í gær og umferð var stýrt inn á svæðið. Notast verður við sama fyrirkomulag í dag. Vísir/Vilhelm Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. Opnað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gosstöðvunum klukkan tíu í morgun. Veginum var lokað í gærkvöldi og Geldingardalir rýmdir af öryggisástæðum en talin var þörf á því að hvíla björgunarlið. Í gærdag var veginum jafnframt lokað tímabundið þegar bílastæðið sem tekur um fimm til sjö hundruð bíla fylltist og Gunnar Schram, hjá lögreglunni á Suðurnesjum, býst við að það verði líka gert í dag til að stýra umferð á svæðið. Hleypt verður inn eftir því sem stæði losna. „Við erum búin að vera læra á hverjum degi hvernig megi bæta umferðarskipulagið. Þetta er svo gríðarlegur fjöldi sem streymir þarna að á hverjum degi. Þúsundir manna á þessi bílastæði sem voru sett þarna með samþykki landareigenda. Þau höfðu mikil jákvæð áhrif í gær og við munum halda þessu skipulagi áfram í dag,“ segir Gunnar. Þúsundir lögðu leið sína í Geldingardali í gær til þess að berja eldgosið augum.vísir/Vilhelm Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær. „Þetta gekk í heildina vel en við erum alltaf með einhver tilvik af gönguhnjaski. Fólk er að snúa sig og togna og kannski aðeins að detta og við þurftum að hjálpa eða aðstoða allnokkra.“ Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur gosið haldið sínu striki og litlar breytingar urðu á gosstöðvunum í nótt. Gönguleiðir er flughálar á köflum. Útlit er fyrir norðanátt og strekking í dag og leggur mengun þá til suðurs og suðvesturs frá gosinu. Steinar Þór Kristinsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni, biður fólk um að vera vel útbúið og með hálkubrodda með sér. „Það eru flestir sem eru mjög vel búnir og klárir í þesar aðstæður en því miður er óþægilega stór hópur sem er ekki með allt á hreinu og gerir sér kannski ekki grein fyrir að það er að fara inn í fjalllendi og í aðrar aðstæður en í byggð,“ segir Steinar. Fjölmenni var á leiðinni upp og niður í brekkunni með kaðlinum í gær.Vísir/Tinni Hann fór sjálfur að gosinu í gær og segir gríðarlegan fjölda hafa verið á svæðinu. „Ef maður hugsar út í covid ástandið að þá var þetta alveg óhugnanlega mikið,“ segir hann. „Í brekkunni var mikil nálægð á fólki og fólk mætti hafa í huga að vera með grímur á sér, þessar covid-grímur. Og vera með spritt með sér til þess að spritta áður en það fer í kaðalinn. Það er mjög erfitt í rauninni að hugsa um smitvarnir þarna en ef fólk getur sprittað sig fyrir og eftir kaðalinn myndi það hjálpa eitthvað,“ segir Steinar. Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Opnað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gosstöðvunum klukkan tíu í morgun. Veginum var lokað í gærkvöldi og Geldingardalir rýmdir af öryggisástæðum en talin var þörf á því að hvíla björgunarlið. Í gærdag var veginum jafnframt lokað tímabundið þegar bílastæðið sem tekur um fimm til sjö hundruð bíla fylltist og Gunnar Schram, hjá lögreglunni á Suðurnesjum, býst við að það verði líka gert í dag til að stýra umferð á svæðið. Hleypt verður inn eftir því sem stæði losna. „Við erum búin að vera læra á hverjum degi hvernig megi bæta umferðarskipulagið. Þetta er svo gríðarlegur fjöldi sem streymir þarna að á hverjum degi. Þúsundir manna á þessi bílastæði sem voru sett þarna með samþykki landareigenda. Þau höfðu mikil jákvæð áhrif í gær og við munum halda þessu skipulagi áfram í dag,“ segir Gunnar. Þúsundir lögðu leið sína í Geldingardali í gær til þess að berja eldgosið augum.vísir/Vilhelm Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær. „Þetta gekk í heildina vel en við erum alltaf með einhver tilvik af gönguhnjaski. Fólk er að snúa sig og togna og kannski aðeins að detta og við þurftum að hjálpa eða aðstoða allnokkra.“ Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur gosið haldið sínu striki og litlar breytingar urðu á gosstöðvunum í nótt. Gönguleiðir er flughálar á köflum. Útlit er fyrir norðanátt og strekking í dag og leggur mengun þá til suðurs og suðvesturs frá gosinu. Steinar Þór Kristinsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni, biður fólk um að vera vel útbúið og með hálkubrodda með sér. „Það eru flestir sem eru mjög vel búnir og klárir í þesar aðstæður en því miður er óþægilega stór hópur sem er ekki með allt á hreinu og gerir sér kannski ekki grein fyrir að það er að fara inn í fjalllendi og í aðrar aðstæður en í byggð,“ segir Steinar. Fjölmenni var á leiðinni upp og niður í brekkunni með kaðlinum í gær.Vísir/Tinni Hann fór sjálfur að gosinu í gær og segir gríðarlegan fjölda hafa verið á svæðinu. „Ef maður hugsar út í covid ástandið að þá var þetta alveg óhugnanlega mikið,“ segir hann. „Í brekkunni var mikil nálægð á fólki og fólk mætti hafa í huga að vera með grímur á sér, þessar covid-grímur. Og vera með spritt með sér til þess að spritta áður en það fer í kaðalinn. Það er mjög erfitt í rauninni að hugsa um smitvarnir þarna en ef fólk getur sprittað sig fyrir og eftir kaðalinn myndi það hjálpa eitthvað,“ segir Steinar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent