Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2021 10:58 Viðar Örn Kjartansson var ekki valinn í íslenska landsliðið fyrir leikina í undankeppni HM. vísir/vilhelm Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. Í viðtali við RÚV í morgun sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari að hann hefði ekki átt kost á því að velja Viðar í landsliðið að þessu sinni. „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni. Þetta var svipað og með Björn Bergmann hjá Molde nema í tilviki Viðars lokaði Vålerenga bara á dæmið strax,“ sagði Arnar Þór við RÚV. Þetta er rangt að sögn Jörgens Ingibrigtsen, yfirmanns íþróttamála hjá Vålerenga. Hann bendir á að samherji Viðars, Sam Adekugbe, hafi verið valinn í kanadíska landsliðið. „Það er ekki satt. Við vorum til í að reyna að finna lausnir,“ sagði Jörgen við Fótbolta.net í dag. „Við erum með tvo landsliðsmenn. Íslenskan leikmann Viðar Kjartansson og Sam Adekugbe hjá Kanada. Þegar landslið voru að velja stóru hópana í lok febrúar eða byrjun mars þá höfðu bæði landslið samband við okkur. Við létum þau vita af nýju FIFA reglunni að við mættum halda leikmönnum hér ef að sóttkví væri meira en 5 dagar. Eins og staðan er í dag er það sjö dagar. Við létum líka vita að ef eitthvað myndi breytast fyrir landsliðsvalið gætum við rætt saman og verið í sambandi næstu vikurnar.“ Ingibrigtsen sagðist hafa fengið KSÍ hefði svarað honum, sagst skilja stöðuna og þeir myndu hafa samband ef Viðar yrði valinn í hópinn. Vålerenga heyrði hins vegar ekki aftur í KSÍ. Vegna kórónuveirufaraldursins var keppni í norsku úrvalsdeildinni frestað fram í maí. Því missa landsliðsmenn ekki af ekki neinum deildarleikjum eins og hefði líklega gerst ef deildin hefði hafist í byrjun apríl. „Við áttum að spila fyrsta leik mánudaginn 5. apríl en fyrir nokrkum vikum var deildinni frestað og því hefði ekki verið vandamál fyrir landsliðsmenn að fara og taka út sóttkví við eimkomu. Við leyfðum kanadíska leikmanninum að fara en heyrðum aldrei aftur frá íslenska landsliðinu,“ sagði Jörgen við Fótbolta.net. Viðar gekk í raðir Vålerenga í lok ágúst á síðasta ári og skoraði níu mörk í fjórtán deildarleikjum með liðinu. Selfyssingurinn hóf atvinnumannaferil sinn hjá Vålerenga og var markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2014. HM 2022 í Katar Norski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Versta byrjun Íslands í undankeppni í rúm 26 ár Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru bara sextán ára gamlir þegar Ísland byrjaði undankeppni síðasta svona illa og þá var Lars Lagerbäck enn bara þjálfari 21 árs landsliðs Svía. 29. mars 2021 10:01 Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33 Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Í viðtali við RÚV í morgun sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari að hann hefði ekki átt kost á því að velja Viðar í landsliðið að þessu sinni. „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni. Þetta var svipað og með Björn Bergmann hjá Molde nema í tilviki Viðars lokaði Vålerenga bara á dæmið strax,“ sagði Arnar Þór við RÚV. Þetta er rangt að sögn Jörgens Ingibrigtsen, yfirmanns íþróttamála hjá Vålerenga. Hann bendir á að samherji Viðars, Sam Adekugbe, hafi verið valinn í kanadíska landsliðið. „Það er ekki satt. Við vorum til í að reyna að finna lausnir,“ sagði Jörgen við Fótbolta.net í dag. „Við erum með tvo landsliðsmenn. Íslenskan leikmann Viðar Kjartansson og Sam Adekugbe hjá Kanada. Þegar landslið voru að velja stóru hópana í lok febrúar eða byrjun mars þá höfðu bæði landslið samband við okkur. Við létum þau vita af nýju FIFA reglunni að við mættum halda leikmönnum hér ef að sóttkví væri meira en 5 dagar. Eins og staðan er í dag er það sjö dagar. Við létum líka vita að ef eitthvað myndi breytast fyrir landsliðsvalið gætum við rætt saman og verið í sambandi næstu vikurnar.“ Ingibrigtsen sagðist hafa fengið KSÍ hefði svarað honum, sagst skilja stöðuna og þeir myndu hafa samband ef Viðar yrði valinn í hópinn. Vålerenga heyrði hins vegar ekki aftur í KSÍ. Vegna kórónuveirufaraldursins var keppni í norsku úrvalsdeildinni frestað fram í maí. Því missa landsliðsmenn ekki af ekki neinum deildarleikjum eins og hefði líklega gerst ef deildin hefði hafist í byrjun apríl. „Við áttum að spila fyrsta leik mánudaginn 5. apríl en fyrir nokrkum vikum var deildinni frestað og því hefði ekki verið vandamál fyrir landsliðsmenn að fara og taka út sóttkví við eimkomu. Við leyfðum kanadíska leikmanninum að fara en heyrðum aldrei aftur frá íslenska landsliðinu,“ sagði Jörgen við Fótbolta.net. Viðar gekk í raðir Vålerenga í lok ágúst á síðasta ári og skoraði níu mörk í fjórtán deildarleikjum með liðinu. Selfyssingurinn hóf atvinnumannaferil sinn hjá Vålerenga og var markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2014.
HM 2022 í Katar Norski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Versta byrjun Íslands í undankeppni í rúm 26 ár Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru bara sextán ára gamlir þegar Ísland byrjaði undankeppni síðasta svona illa og þá var Lars Lagerbäck enn bara þjálfari 21 árs landsliðs Svía. 29. mars 2021 10:01 Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33 Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Versta byrjun Íslands í undankeppni í rúm 26 ár Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru bara sextán ára gamlir þegar Ísland byrjaði undankeppni síðasta svona illa og þá var Lars Lagerbäck enn bara þjálfari 21 árs landsliðs Svía. 29. mars 2021 10:01
Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33
Arnar Þór kallar fjóra úr U-21 árs landsliðinu inn í A-landsliðið Fjórir leikmenn úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins hafa verið kallaðir upp í A-landsliðið fyrir leik þess gegn Liechtenstein á miðvikudaginn. 29. mars 2021 07:13
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti