Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að Aldís þekki vel til safnastarfa sem sjálfstætt starfandi listfræðingur og sýningarstjóri. Hún hafi víðtæka reynslu og þekkingu á listasögu og myndlist.
„Aldís er með MA próf í listfræði frá Háskóla Íslands og BA prófi í listfræði og menningarfræði frá sama skóla. Aldís hefur störf hjá Hafnarborg þann 1. maí nk.“
Hafnarborg var stofnuð árið 1983 og varð um leið aðsetur listaverkasafns Hafnarfjarðarbæjar.