Líkleg til að verða einn besti markvörður Íslands á næstu árum Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2021 13:57 Telma Ívarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir hafa báðar æft undir stjórn Þorsteins Halldórssonar hjá Breiðabliki. Telma lék þó með FH í fyrra, að láni frá Blikum. @fotbolti og vísir/bára Hin 18 ára gamla Hafrún Rakel Halldórsdóttir og hin tæplega 22 ára gamla Telma Ívarsdóttir voru í dag valdar í A-landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn. Þær gætu því spilað sinn fyrsta landsleik í næsta mánuði. Ísland mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl og öðru liði, sem skýrist eftir helgi hvert er, á mánudaginn. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni HM sem hefst í haust og jafnframt fyrstu leikir Íslands undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Þorsteinn þekkir þær Telmu og Hafrúnu vel eftir að hafa þjálfað þær báðar á tíma sínum í Breiðabliki. Telma er ein af þremur markvörðum landsliðshópsins nú: „Telma er efnilegur markmaður. Ég tel hana vera á þeim stað að hún sé í góðri framför og líkleg til að vera einn af bestu markvörðum á Íslandi á næstu árum,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Ég vildi því gefa henni séns. Hún stóð sig vel á landsliðsæfingum um daginn. Við munum örugglega gefa fleiri markvörðum tækifæri en ég mat þetta svona eftir æfingarnar í febrúar, en ég er auðvitað búinn að þjálfa hana í mörg ár,“ sagði Þorsteinn. Telma hefur lengi verið leikmaður Breiðabliks en farið að láni til Grindavíkur, Hauka og síðast FH þar sem hún spilaði 13 leiki í efstu deild í fyrra. Hafrún, sem er úr Mosfellsbæ, var ekki í fyrsta æfingahópi landsliðsins sem Þorsteinn valdi, sem skipaður var leikmönnum sem spila hér á landi og æfði saman í febrúar. Það var vegna þess að hún er einnig leikmaður U19-landsliðsins en nú er hún mætt í A-landsliðið. „Ég þekki Hafrúnu líka vel og hún er framtíðarleikmaður fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Þorsteinn en Hafrún lék alla 15 deildarleiki Íslandsmeistaraliðs hans í Breiðabliki í fyrra. Breiðablik Tengdar fréttir Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari. 26. mars 2021 13:13 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Sjá meira
Ísland mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl og öðru liði, sem skýrist eftir helgi hvert er, á mánudaginn. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni HM sem hefst í haust og jafnframt fyrstu leikir Íslands undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Þorsteinn þekkir þær Telmu og Hafrúnu vel eftir að hafa þjálfað þær báðar á tíma sínum í Breiðabliki. Telma er ein af þremur markvörðum landsliðshópsins nú: „Telma er efnilegur markmaður. Ég tel hana vera á þeim stað að hún sé í góðri framför og líkleg til að vera einn af bestu markvörðum á Íslandi á næstu árum,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Ég vildi því gefa henni séns. Hún stóð sig vel á landsliðsæfingum um daginn. Við munum örugglega gefa fleiri markvörðum tækifæri en ég mat þetta svona eftir æfingarnar í febrúar, en ég er auðvitað búinn að þjálfa hana í mörg ár,“ sagði Þorsteinn. Telma hefur lengi verið leikmaður Breiðabliks en farið að láni til Grindavíkur, Hauka og síðast FH þar sem hún spilaði 13 leiki í efstu deild í fyrra. Hafrún, sem er úr Mosfellsbæ, var ekki í fyrsta æfingahópi landsliðsins sem Þorsteinn valdi, sem skipaður var leikmönnum sem spila hér á landi og æfði saman í febrúar. Það var vegna þess að hún er einnig leikmaður U19-landsliðsins en nú er hún mætt í A-landsliðið. „Ég þekki Hafrúnu líka vel og hún er framtíðarleikmaður fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Þorsteinn en Hafrún lék alla 15 deildarleiki Íslandsmeistaraliðs hans í Breiðabliki í fyrra.
Breiðablik Tengdar fréttir Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari. 26. mars 2021 13:13 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Sjá meira
Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari. 26. mars 2021 13:13