Áhyggjuefni að sá sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum á gosstöðvarnar Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. mars 2021 11:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur fólk til að bíða með ferðir á gosstöðvarnar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að tengja smitið sem greindist utan sóttkvíar í gær við önnur tilfelli sem hafi komið upp síðustu daga. Tilefni sé til að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran finnist víðar en innan þess hóps sem tengist grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og reynt hefur verið að ná utan um. Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn var utan sóttkvíar. Tengist hópferðum í Geldingadali „Maður hefur kannski áhyggjur af því að þessi aðili sem greindist utan sóttkvíar tengdist svolítið gosstöðvunum og hefur verið í hópferðum þar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. „Þegar maður sér myndir frá gosstöðvunum og af þeim gríðarlega fjölda sem er þar að safnast saman af Íslendingum og útlendingum og fólki sem er að ganga í þéttum hópum, þá er ástæða til að hafa áhyggjur af því að það geti komið upp einhvers konar smit og smithætta við þær aðstæður.“ Þórólfur vildi ekki veita nánari upplýsingar um með hvaða hætti einstaklingurinn tengist ferðunum en eitthvað hefur verið um skipulagðar ferðir í Geldingadali. Hann segir það nú á borði rakningateymis almannavarna og landlæknis að rekja smitið. Nokkur örtröð hefur verið við gosstöðvarnarVísir/Vilhelm Veikleiki í núverandi kerfi „Ég held að það sé rétt að biðla til fólks að fara bara mjög varlega í þessum hópum sem fara að gosstöðvunum og helst bíða með það ef hægt er því að það gæti verið smithætta þarna þar sem þúsundir eða tugir þúsunda eru á ferðinni. Þannig að þetta er svona veikleiki í núverandi kerfi finnst mér.“ Þórólfur segir að öll smitin sem hafi komið upp síðustu daga hafi verið af hinu meira smitandi breska afbrigði kórónuveirunnar en að ekki sé búið að ljúka raðgreiningu á sýnunum sem greindust jákvæð í gær. Um 2500 manns fóru í sýnatöku síðastliðinn sólarhring. Sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um það hvort fjöldinn verði áfram svo hár en hvetur alla, nú sem fyrr, að fara í sýnatöku ef það finnur fyrir minnstu einkennum. Ómögulegt sé fyrir fólk að greina á milli einkenna kórónuveirunnar og annarra öndunarfærasýkinga sem gangi nú manna á milli. Hægt að reikna með fleiri smitum næstu daga Að venju hefur nokkuð borið á gagnrýni á sóttvarnaaðgerðir yfirvalda. Hafa rekstraraðilar skíðasvæða stigið fram og sagt núverandi aðgerðir vera rothögg fyrir rekstur sem reiði sig á páskaháannatímann. „Það hefur alltaf komið gagnrýni frá mörgum aðilum þegar við erum að herða svo það er ekkert nýtt og ég skil það að mörgu leyti. Ástæðan fyrir því að við erum að herða er jú sú að við erum að reyna að minnka samskipti fólks eins mikið og hægt er og hópamyndanir allar. Það þarf ekki nema að það komi einn aðili inn á skíðasvæði þar sem væri mikil nánd til að við séum komin með mikið smit og mjög marga í sóttkví. Við höfum náð árangri fram að þessu með því að fara í svona víðtækar aðgerðir og ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að kæfa þetta eins fljótt og mögulegt er,“ segir Þórólfur. Öllum grunnskólum hefur verið lokað til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/vilhelm Hröð aukning hefur verið í fjölda fólks í sóttkví síðustu daga og kæmi það Þórólfi ekki á óvart ef það héldu áfram að greinast nokkur innanlandsmit næstu daga. „En ég vona að það verði bara helst allir í sóttkví og að við séum búin ná utan um hópinn sem gæti hafa smitast.“ Hann segir að það geti tekið eina til tvær vikur að sjá fyrir endann á þessum hópsmitum og vonar að sem fæstir eigi eftir að bætast í hóp hinna ólánsömu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn utan sóttkvíar. 26. mars 2021 10:52 Starfsfólk hjúkrunarheimila hálfbólusett: Herða reglur til að standa vörð um þjónustuna Ástæða þess að reglur hafa verið hertar á hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðal annars hvað varðar heimsóknir, er sú að starfsmenn hafa almennt ekki fengið nema einn bóluefnaskammt. 26. mars 2021 10:24 Laugarnesskólasmitið komið í Hafnarfjörð Allir 180 nemendur á unglingastigi Öldutúnsskóla og tuttugu kennarar eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að í ljós kom í gærkvöldi að nemandi á unglingastigi væri smitaður af Covid-19. 26. mars 2021 10:40 Ísland áfram grænt Ísland er áfram eina „græna“ landið samkvæmt korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 26. mars 2021 07:45 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn var utan sóttkvíar. Tengist hópferðum í Geldingadali „Maður hefur kannski áhyggjur af því að þessi aðili sem greindist utan sóttkvíar tengdist svolítið gosstöðvunum og hefur verið í hópferðum þar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. „Þegar maður sér myndir frá gosstöðvunum og af þeim gríðarlega fjölda sem er þar að safnast saman af Íslendingum og útlendingum og fólki sem er að ganga í þéttum hópum, þá er ástæða til að hafa áhyggjur af því að það geti komið upp einhvers konar smit og smithætta við þær aðstæður.“ Þórólfur vildi ekki veita nánari upplýsingar um með hvaða hætti einstaklingurinn tengist ferðunum en eitthvað hefur verið um skipulagðar ferðir í Geldingadali. Hann segir það nú á borði rakningateymis almannavarna og landlæknis að rekja smitið. Nokkur örtröð hefur verið við gosstöðvarnarVísir/Vilhelm Veikleiki í núverandi kerfi „Ég held að það sé rétt að biðla til fólks að fara bara mjög varlega í þessum hópum sem fara að gosstöðvunum og helst bíða með það ef hægt er því að það gæti verið smithætta þarna þar sem þúsundir eða tugir þúsunda eru á ferðinni. Þannig að þetta er svona veikleiki í núverandi kerfi finnst mér.“ Þórólfur segir að öll smitin sem hafi komið upp síðustu daga hafi verið af hinu meira smitandi breska afbrigði kórónuveirunnar en að ekki sé búið að ljúka raðgreiningu á sýnunum sem greindust jákvæð í gær. Um 2500 manns fóru í sýnatöku síðastliðinn sólarhring. Sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um það hvort fjöldinn verði áfram svo hár en hvetur alla, nú sem fyrr, að fara í sýnatöku ef það finnur fyrir minnstu einkennum. Ómögulegt sé fyrir fólk að greina á milli einkenna kórónuveirunnar og annarra öndunarfærasýkinga sem gangi nú manna á milli. Hægt að reikna með fleiri smitum næstu daga Að venju hefur nokkuð borið á gagnrýni á sóttvarnaaðgerðir yfirvalda. Hafa rekstraraðilar skíðasvæða stigið fram og sagt núverandi aðgerðir vera rothögg fyrir rekstur sem reiði sig á páskaháannatímann. „Það hefur alltaf komið gagnrýni frá mörgum aðilum þegar við erum að herða svo það er ekkert nýtt og ég skil það að mörgu leyti. Ástæðan fyrir því að við erum að herða er jú sú að við erum að reyna að minnka samskipti fólks eins mikið og hægt er og hópamyndanir allar. Það þarf ekki nema að það komi einn aðili inn á skíðasvæði þar sem væri mikil nánd til að við séum komin með mikið smit og mjög marga í sóttkví. Við höfum náð árangri fram að þessu með því að fara í svona víðtækar aðgerðir og ég held að það sé mjög mikilvægt að við reynum að kæfa þetta eins fljótt og mögulegt er,“ segir Þórólfur. Öllum grunnskólum hefur verið lokað til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/vilhelm Hröð aukning hefur verið í fjölda fólks í sóttkví síðustu daga og kæmi það Þórólfi ekki á óvart ef það héldu áfram að greinast nokkur innanlandsmit næstu daga. „En ég vona að það verði bara helst allir í sóttkví og að við séum búin ná utan um hópinn sem gæti hafa smitast.“ Hann segir að það geti tekið eina til tvær vikur að sjá fyrir endann á þessum hópsmitum og vonar að sem fæstir eigi eftir að bætast í hóp hinna ólánsömu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn utan sóttkvíar. 26. mars 2021 10:52 Starfsfólk hjúkrunarheimila hálfbólusett: Herða reglur til að standa vörð um þjónustuna Ástæða þess að reglur hafa verið hertar á hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðal annars hvað varðar heimsóknir, er sú að starfsmenn hafa almennt ekki fengið nema einn bóluefnaskammt. 26. mars 2021 10:24 Laugarnesskólasmitið komið í Hafnarfjörð Allir 180 nemendur á unglingastigi Öldutúnsskóla og tuttugu kennarar eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að í ljós kom í gærkvöldi að nemandi á unglingastigi væri smitaður af Covid-19. 26. mars 2021 10:40 Ísland áfram grænt Ísland er áfram eina „græna“ landið samkvæmt korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 26. mars 2021 07:45 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn utan sóttkvíar. 26. mars 2021 10:52
Starfsfólk hjúkrunarheimila hálfbólusett: Herða reglur til að standa vörð um þjónustuna Ástæða þess að reglur hafa verið hertar á hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðal annars hvað varðar heimsóknir, er sú að starfsmenn hafa almennt ekki fengið nema einn bóluefnaskammt. 26. mars 2021 10:24
Laugarnesskólasmitið komið í Hafnarfjörð Allir 180 nemendur á unglingastigi Öldutúnsskóla og tuttugu kennarar eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að í ljós kom í gærkvöldi að nemandi á unglingastigi væri smitaður af Covid-19. 26. mars 2021 10:40
Ísland áfram grænt Ísland er áfram eina „græna“ landið samkvæmt korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 26. mars 2021 07:45