NBA dagins: Bauluðu á gömlu hetjuna sína en fengu bara skell í andlitið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 15:01 Kawhi Leonard í leiknum á móti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í nótt þar sem Los Angeles Clippers liðið vann öruggan sigur. AP/Darren Abate Kawhi Leonard var aðalmaðurinn þegar San Antonio Spurs varð síðast NBA-meistari í körfubolta en það voru engar hetjumóttökur sem kappinn fékk í San Antonio í nótt. Kawhi Leonard átti flottan leik í nótt á móti sínum gömlu félögum í San Antonio Spurs. Stuðningsmenn Spurs eru enþá fúlir út í Leonard vegna þessa hvernig hann stökk frá borði á sínum tíma en þrátt fyrir mikið baul þá átti Spurs liðið fá svör við Kawhi inn á vellinum. Stuðningsmenn San Anotnoo púuðu og bauluðu mikið á Kawhi Leonard í leikmannakynningunni og svo í hvert skipti sem hann fékk boltann. San Antonio Spurs var hins vegar ekki mikið að hjálpa til. Los Angeles Clippers tók forystuna strax í byrjun og hélt henni allan leikinn. Kawhi Leonard lét móttökurnar ekkert trufla sig og átti mjög góðan leik. Hann endaði með 25 stig, 7 fráköst, 5 stolna bolta og 3 stoðsendingar á 32 mínútum þar sem hann hitti úr 9 af 12 skotum utan af velli og úr öllum fimm vítunum. Klippa: NBA dagsins (frá 24. mars 2021) Kawhi sýndi engin viðbrögð þrátt fyrir lætin. „Ég efa það að þetta hafi einhver áhrif. Ég held að allir leikir séu eins fyrir hann,“ sagði Tyronn Lue, þjálfari Los Angeles Clippers. Þetta var þriðji sigur Clippers liðsins í röð og sá ellefti á tímabilinu með tuttugu stigum eða meira. Leonard vill sjá enn betri leik. Clippers er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar með 29 sigra og 16 töp en Spurs er í áttunda sæti. „Við erum ekki komnir þangað sem við viljum vera ennþá. Það er það eina sem ég er að hugsa um,“ sagði Kawhi Leonard. Liðin mætast aftur á sama stað í kvöld og þá verður fróðlegt að sjá hvaða taktík stuðningsmenn San Antonio Spurs ætla að nota á gömlu hetjuna sína. Kawhi Leonard lék með San Antonio Spurs frá 2011 til 2018 og var kosinn besti leikmaður úrslitanna þegar liðið varð NBA meistari árið 2014. Hann var líka tvisvar kosinn besti varnarmaður tímabilsins sem leikmaður Spurs sem og að vera tivsvar í úrvalsliði ársins. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá þessum leik sem og myndir frá því þegar Milwaukee Bucks vann Boston Celtics, Orlando Magic vann nauman sigur á Phoenix Suns og flottum sigri Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves. Hér fyrir neðan má síðan sjá flottustu tilþrif næturinnar. watch on YouTube NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Kawhi Leonard átti flottan leik í nótt á móti sínum gömlu félögum í San Antonio Spurs. Stuðningsmenn Spurs eru enþá fúlir út í Leonard vegna þessa hvernig hann stökk frá borði á sínum tíma en þrátt fyrir mikið baul þá átti Spurs liðið fá svör við Kawhi inn á vellinum. Stuðningsmenn San Anotnoo púuðu og bauluðu mikið á Kawhi Leonard í leikmannakynningunni og svo í hvert skipti sem hann fékk boltann. San Antonio Spurs var hins vegar ekki mikið að hjálpa til. Los Angeles Clippers tók forystuna strax í byrjun og hélt henni allan leikinn. Kawhi Leonard lét móttökurnar ekkert trufla sig og átti mjög góðan leik. Hann endaði með 25 stig, 7 fráköst, 5 stolna bolta og 3 stoðsendingar á 32 mínútum þar sem hann hitti úr 9 af 12 skotum utan af velli og úr öllum fimm vítunum. Klippa: NBA dagsins (frá 24. mars 2021) Kawhi sýndi engin viðbrögð þrátt fyrir lætin. „Ég efa það að þetta hafi einhver áhrif. Ég held að allir leikir séu eins fyrir hann,“ sagði Tyronn Lue, þjálfari Los Angeles Clippers. Þetta var þriðji sigur Clippers liðsins í röð og sá ellefti á tímabilinu með tuttugu stigum eða meira. Leonard vill sjá enn betri leik. Clippers er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar með 29 sigra og 16 töp en Spurs er í áttunda sæti. „Við erum ekki komnir þangað sem við viljum vera ennþá. Það er það eina sem ég er að hugsa um,“ sagði Kawhi Leonard. Liðin mætast aftur á sama stað í kvöld og þá verður fróðlegt að sjá hvaða taktík stuðningsmenn San Antonio Spurs ætla að nota á gömlu hetjuna sína. Kawhi Leonard lék með San Antonio Spurs frá 2011 til 2018 og var kosinn besti leikmaður úrslitanna þegar liðið varð NBA meistari árið 2014. Hann var líka tvisvar kosinn besti varnarmaður tímabilsins sem leikmaður Spurs sem og að vera tivsvar í úrvalsliði ársins. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá þessum leik sem og myndir frá því þegar Milwaukee Bucks vann Boston Celtics, Orlando Magic vann nauman sigur á Phoenix Suns og flottum sigri Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves. Hér fyrir neðan má síðan sjá flottustu tilþrif næturinnar. watch on YouTube
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira