NBA dagins: Bauluðu á gömlu hetjuna sína en fengu bara skell í andlitið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 15:01 Kawhi Leonard í leiknum á móti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í nótt þar sem Los Angeles Clippers liðið vann öruggan sigur. AP/Darren Abate Kawhi Leonard var aðalmaðurinn þegar San Antonio Spurs varð síðast NBA-meistari í körfubolta en það voru engar hetjumóttökur sem kappinn fékk í San Antonio í nótt. Kawhi Leonard átti flottan leik í nótt á móti sínum gömlu félögum í San Antonio Spurs. Stuðningsmenn Spurs eru enþá fúlir út í Leonard vegna þessa hvernig hann stökk frá borði á sínum tíma en þrátt fyrir mikið baul þá átti Spurs liðið fá svör við Kawhi inn á vellinum. Stuðningsmenn San Anotnoo púuðu og bauluðu mikið á Kawhi Leonard í leikmannakynningunni og svo í hvert skipti sem hann fékk boltann. San Antonio Spurs var hins vegar ekki mikið að hjálpa til. Los Angeles Clippers tók forystuna strax í byrjun og hélt henni allan leikinn. Kawhi Leonard lét móttökurnar ekkert trufla sig og átti mjög góðan leik. Hann endaði með 25 stig, 7 fráköst, 5 stolna bolta og 3 stoðsendingar á 32 mínútum þar sem hann hitti úr 9 af 12 skotum utan af velli og úr öllum fimm vítunum. Klippa: NBA dagsins (frá 24. mars 2021) Kawhi sýndi engin viðbrögð þrátt fyrir lætin. „Ég efa það að þetta hafi einhver áhrif. Ég held að allir leikir séu eins fyrir hann,“ sagði Tyronn Lue, þjálfari Los Angeles Clippers. Þetta var þriðji sigur Clippers liðsins í röð og sá ellefti á tímabilinu með tuttugu stigum eða meira. Leonard vill sjá enn betri leik. Clippers er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar með 29 sigra og 16 töp en Spurs er í áttunda sæti. „Við erum ekki komnir þangað sem við viljum vera ennþá. Það er það eina sem ég er að hugsa um,“ sagði Kawhi Leonard. Liðin mætast aftur á sama stað í kvöld og þá verður fróðlegt að sjá hvaða taktík stuðningsmenn San Antonio Spurs ætla að nota á gömlu hetjuna sína. Kawhi Leonard lék með San Antonio Spurs frá 2011 til 2018 og var kosinn besti leikmaður úrslitanna þegar liðið varð NBA meistari árið 2014. Hann var líka tvisvar kosinn besti varnarmaður tímabilsins sem leikmaður Spurs sem og að vera tivsvar í úrvalsliði ársins. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá þessum leik sem og myndir frá því þegar Milwaukee Bucks vann Boston Celtics, Orlando Magic vann nauman sigur á Phoenix Suns og flottum sigri Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves. Hér fyrir neðan má síðan sjá flottustu tilþrif næturinnar. watch on YouTube NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Kawhi Leonard átti flottan leik í nótt á móti sínum gömlu félögum í San Antonio Spurs. Stuðningsmenn Spurs eru enþá fúlir út í Leonard vegna þessa hvernig hann stökk frá borði á sínum tíma en þrátt fyrir mikið baul þá átti Spurs liðið fá svör við Kawhi inn á vellinum. Stuðningsmenn San Anotnoo púuðu og bauluðu mikið á Kawhi Leonard í leikmannakynningunni og svo í hvert skipti sem hann fékk boltann. San Antonio Spurs var hins vegar ekki mikið að hjálpa til. Los Angeles Clippers tók forystuna strax í byrjun og hélt henni allan leikinn. Kawhi Leonard lét móttökurnar ekkert trufla sig og átti mjög góðan leik. Hann endaði með 25 stig, 7 fráköst, 5 stolna bolta og 3 stoðsendingar á 32 mínútum þar sem hann hitti úr 9 af 12 skotum utan af velli og úr öllum fimm vítunum. Klippa: NBA dagsins (frá 24. mars 2021) Kawhi sýndi engin viðbrögð þrátt fyrir lætin. „Ég efa það að þetta hafi einhver áhrif. Ég held að allir leikir séu eins fyrir hann,“ sagði Tyronn Lue, þjálfari Los Angeles Clippers. Þetta var þriðji sigur Clippers liðsins í röð og sá ellefti á tímabilinu með tuttugu stigum eða meira. Leonard vill sjá enn betri leik. Clippers er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar með 29 sigra og 16 töp en Spurs er í áttunda sæti. „Við erum ekki komnir þangað sem við viljum vera ennþá. Það er það eina sem ég er að hugsa um,“ sagði Kawhi Leonard. Liðin mætast aftur á sama stað í kvöld og þá verður fróðlegt að sjá hvaða taktík stuðningsmenn San Antonio Spurs ætla að nota á gömlu hetjuna sína. Kawhi Leonard lék með San Antonio Spurs frá 2011 til 2018 og var kosinn besti leikmaður úrslitanna þegar liðið varð NBA meistari árið 2014. Hann var líka tvisvar kosinn besti varnarmaður tímabilsins sem leikmaður Spurs sem og að vera tivsvar í úrvalsliði ársins. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá þessum leik sem og myndir frá því þegar Milwaukee Bucks vann Boston Celtics, Orlando Magic vann nauman sigur á Phoenix Suns og flottum sigri Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves. Hér fyrir neðan má síðan sjá flottustu tilþrif næturinnar. watch on YouTube
NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira