NBA dagins: Bauluðu á gömlu hetjuna sína en fengu bara skell í andlitið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 15:01 Kawhi Leonard í leiknum á móti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í nótt þar sem Los Angeles Clippers liðið vann öruggan sigur. AP/Darren Abate Kawhi Leonard var aðalmaðurinn þegar San Antonio Spurs varð síðast NBA-meistari í körfubolta en það voru engar hetjumóttökur sem kappinn fékk í San Antonio í nótt. Kawhi Leonard átti flottan leik í nótt á móti sínum gömlu félögum í San Antonio Spurs. Stuðningsmenn Spurs eru enþá fúlir út í Leonard vegna þessa hvernig hann stökk frá borði á sínum tíma en þrátt fyrir mikið baul þá átti Spurs liðið fá svör við Kawhi inn á vellinum. Stuðningsmenn San Anotnoo púuðu og bauluðu mikið á Kawhi Leonard í leikmannakynningunni og svo í hvert skipti sem hann fékk boltann. San Antonio Spurs var hins vegar ekki mikið að hjálpa til. Los Angeles Clippers tók forystuna strax í byrjun og hélt henni allan leikinn. Kawhi Leonard lét móttökurnar ekkert trufla sig og átti mjög góðan leik. Hann endaði með 25 stig, 7 fráköst, 5 stolna bolta og 3 stoðsendingar á 32 mínútum þar sem hann hitti úr 9 af 12 skotum utan af velli og úr öllum fimm vítunum. Klippa: NBA dagsins (frá 24. mars 2021) Kawhi sýndi engin viðbrögð þrátt fyrir lætin. „Ég efa það að þetta hafi einhver áhrif. Ég held að allir leikir séu eins fyrir hann,“ sagði Tyronn Lue, þjálfari Los Angeles Clippers. Þetta var þriðji sigur Clippers liðsins í röð og sá ellefti á tímabilinu með tuttugu stigum eða meira. Leonard vill sjá enn betri leik. Clippers er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar með 29 sigra og 16 töp en Spurs er í áttunda sæti. „Við erum ekki komnir þangað sem við viljum vera ennþá. Það er það eina sem ég er að hugsa um,“ sagði Kawhi Leonard. Liðin mætast aftur á sama stað í kvöld og þá verður fróðlegt að sjá hvaða taktík stuðningsmenn San Antonio Spurs ætla að nota á gömlu hetjuna sína. Kawhi Leonard lék með San Antonio Spurs frá 2011 til 2018 og var kosinn besti leikmaður úrslitanna þegar liðið varð NBA meistari árið 2014. Hann var líka tvisvar kosinn besti varnarmaður tímabilsins sem leikmaður Spurs sem og að vera tivsvar í úrvalsliði ársins. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá þessum leik sem og myndir frá því þegar Milwaukee Bucks vann Boston Celtics, Orlando Magic vann nauman sigur á Phoenix Suns og flottum sigri Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves. Hér fyrir neðan má síðan sjá flottustu tilþrif næturinnar. watch on YouTube NBA Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Kawhi Leonard átti flottan leik í nótt á móti sínum gömlu félögum í San Antonio Spurs. Stuðningsmenn Spurs eru enþá fúlir út í Leonard vegna þessa hvernig hann stökk frá borði á sínum tíma en þrátt fyrir mikið baul þá átti Spurs liðið fá svör við Kawhi inn á vellinum. Stuðningsmenn San Anotnoo púuðu og bauluðu mikið á Kawhi Leonard í leikmannakynningunni og svo í hvert skipti sem hann fékk boltann. San Antonio Spurs var hins vegar ekki mikið að hjálpa til. Los Angeles Clippers tók forystuna strax í byrjun og hélt henni allan leikinn. Kawhi Leonard lét móttökurnar ekkert trufla sig og átti mjög góðan leik. Hann endaði með 25 stig, 7 fráköst, 5 stolna bolta og 3 stoðsendingar á 32 mínútum þar sem hann hitti úr 9 af 12 skotum utan af velli og úr öllum fimm vítunum. Klippa: NBA dagsins (frá 24. mars 2021) Kawhi sýndi engin viðbrögð þrátt fyrir lætin. „Ég efa það að þetta hafi einhver áhrif. Ég held að allir leikir séu eins fyrir hann,“ sagði Tyronn Lue, þjálfari Los Angeles Clippers. Þetta var þriðji sigur Clippers liðsins í röð og sá ellefti á tímabilinu með tuttugu stigum eða meira. Leonard vill sjá enn betri leik. Clippers er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar með 29 sigra og 16 töp en Spurs er í áttunda sæti. „Við erum ekki komnir þangað sem við viljum vera ennþá. Það er það eina sem ég er að hugsa um,“ sagði Kawhi Leonard. Liðin mætast aftur á sama stað í kvöld og þá verður fróðlegt að sjá hvaða taktík stuðningsmenn San Antonio Spurs ætla að nota á gömlu hetjuna sína. Kawhi Leonard lék með San Antonio Spurs frá 2011 til 2018 og var kosinn besti leikmaður úrslitanna þegar liðið varð NBA meistari árið 2014. Hann var líka tvisvar kosinn besti varnarmaður tímabilsins sem leikmaður Spurs sem og að vera tivsvar í úrvalsliði ársins. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá þessum leik sem og myndir frá því þegar Milwaukee Bucks vann Boston Celtics, Orlando Magic vann nauman sigur á Phoenix Suns og flottum sigri Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves. Hér fyrir neðan má síðan sjá flottustu tilþrif næturinnar. watch on YouTube
NBA Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum