Skúrkar og hetjur vísindanna Hrannar Smári Hilmarsson skrifar 25. mars 2021 13:01 Senn líður að því að framhaldskólanemendur þurfa að ákveða framtíð sína innan menntakerfisins að lokinni útskrift. Það er mín einlæga vona að sem flestir sjái framtíðina í raungreinum og beri ástríðu í brjósti til þess að tileinka líf sitt vísindunum. Þegar minnst er á brjálaða vísindamanninn þá leitar hugurinn ósjálfrátt hjá flestum til brjálæðings í hvítum slopp sem smíðað hefur einhverja útgáfa af tortímingartæki eða dómsdagsvél. Í fæstum tilfellum er þó um vísindamann að ræða, heldur verkfræðing. Vísindamenn framkvæma tilraunir en sjaldnast smíða þeir dómsdagstæki þó svo að uppgötvanir þeirra geti nýst til slíkra verka. Nærtækasta dæmið er kjarnorkusprengjan, en leitin að sjálfbærri orku fyrir mannkynið leiddi til smíði gereyðingarvopna sem eytt gátu mannkyninu tvisvar sinnum heilt yfir, ef því var að skipta. Sé mælistikan fjöldi dauðsfalla notuð á helstu skúrka vísindanna, þá var það ekki Oppenheimer, sem leiddi Manhattan-verkefnið, né Nóbel sem fann upp dýnamítið, né heldur Kalísjníkov sem þróaði sjálfvirkan hríðskotariffil fyrir sovéska herinn sem var mesti skúrkurinn, heldur voru mestu skúrkarnir búvísindamamenn. Helstan ber að nefna Trófím Lýsenkó sem starfaði sem forstöðumaður erfðafræðistofnunar Sovíetríkjanna, fyrir tilstilli Jósefs Stalíns. Með iðju sinni, sem byggði á illa upp settum tilraunum og að öllum líkindum fölsuðum niðurstöðum má rekja sjö milljón dauðsföll sovéskra borgara hið minnsta vegna algjörs uppskerubrests og tilheyrandi hungursneyðar. Það þarf að leggja saman framlag fjöldamargra uppgötvana, margra vísindamanna til þess að ná Lýsenkó í fjölda dauðsfalla. Lýsenkó var vissulega brjálaður vísindamaður sem sveifst einskis til þess að ná til frekari metorða í sovéska kommúnistaflokknum. Illa menntaður og ólæs fram að 13 ára, aldri úr sárafátækt varð hann eftirlæti Stalíns og nefndur berfætti vísindamaðurinn. Klikkun sem þessa verður þó að rekja til stjórnanda sovétríkjanna á þessum tíma, Stalíns sjálfs. Að hafa sett Lýsenkó í þetta áhrifamikla embætti til þess að leika sér að lífi fólks sem svalt til dauða í sveitum Rússlands og Úkraínu mætti flokka sem glæp gegn mannkyninu. Merki um gereyðingarmátt Lýsenkós má finna víðar m.a. í Kína. Stærstu hetjur vísindanna, sé mælt í fjölda mannslífa sem uppgötvanir þeirra hafa bjargað, voru ekki læknar eða heilbrigðisvísindamenn sem eyddu ævi sinni í rannsóknir á hræðilegum sjúkdómum á borð við krabbamein eða Alzheimers, heldur búvísindamenn. Helsta hetja vísindanna er efalaust Norman Borlaug, en nafn hans er ekki þekkt meðal almennings þó svo að uppruna daglegrar matvöru heimsbyggðarinnar megi í mörgum tilfellum rekja til hans. Líklega má rekja uppgötvanir hans til þess að einn og hálfur milljarður manna svalt ekki til bana, og fjöldi fólks líður ekki matvælaskort. Enn fremur má þess geta að stríð og ófriðarástand má oft rekja til matvælaskorts. Eins og Borlaug sagði sjálfur: “þú býrð ekki til friðsæma veröld á tóma maga og mannlegri eymd”. Fyrir störf sín fékk hann friðarverðlaun Nóbels, enda eru slík verðlaun ekki veitt í flokki búvísinda. Alltof sjaldan er nafni Normans Borlaugs haldið á lofti þegar veita á ungum vísindamönnum innblástur til þess að gera heiminn okkar betri. Rannsóknir í búvísindum er ekki einkamál sveitanna. Það er nauðsynlegt að allir verðandi vísindamenn hugi að öllum möguleikum til náms, hvar þörf er á kröftum þeirra og hvar þeir kraftar geta helst orðið til mikilla áhrifa. Það er svo undir hverjum og einum komið, hvort þau áhrif séu til góðs eða ills. Nám í búvísindum á BS stigi er hægt að stunda við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Höfundur er búvísindamaður að mennt og starfar sem tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Senn líður að því að framhaldskólanemendur þurfa að ákveða framtíð sína innan menntakerfisins að lokinni útskrift. Það er mín einlæga vona að sem flestir sjái framtíðina í raungreinum og beri ástríðu í brjósti til þess að tileinka líf sitt vísindunum. Þegar minnst er á brjálaða vísindamanninn þá leitar hugurinn ósjálfrátt hjá flestum til brjálæðings í hvítum slopp sem smíðað hefur einhverja útgáfa af tortímingartæki eða dómsdagsvél. Í fæstum tilfellum er þó um vísindamann að ræða, heldur verkfræðing. Vísindamenn framkvæma tilraunir en sjaldnast smíða þeir dómsdagstæki þó svo að uppgötvanir þeirra geti nýst til slíkra verka. Nærtækasta dæmið er kjarnorkusprengjan, en leitin að sjálfbærri orku fyrir mannkynið leiddi til smíði gereyðingarvopna sem eytt gátu mannkyninu tvisvar sinnum heilt yfir, ef því var að skipta. Sé mælistikan fjöldi dauðsfalla notuð á helstu skúrka vísindanna, þá var það ekki Oppenheimer, sem leiddi Manhattan-verkefnið, né Nóbel sem fann upp dýnamítið, né heldur Kalísjníkov sem þróaði sjálfvirkan hríðskotariffil fyrir sovéska herinn sem var mesti skúrkurinn, heldur voru mestu skúrkarnir búvísindamamenn. Helstan ber að nefna Trófím Lýsenkó sem starfaði sem forstöðumaður erfðafræðistofnunar Sovíetríkjanna, fyrir tilstilli Jósefs Stalíns. Með iðju sinni, sem byggði á illa upp settum tilraunum og að öllum líkindum fölsuðum niðurstöðum má rekja sjö milljón dauðsföll sovéskra borgara hið minnsta vegna algjörs uppskerubrests og tilheyrandi hungursneyðar. Það þarf að leggja saman framlag fjöldamargra uppgötvana, margra vísindamanna til þess að ná Lýsenkó í fjölda dauðsfalla. Lýsenkó var vissulega brjálaður vísindamaður sem sveifst einskis til þess að ná til frekari metorða í sovéska kommúnistaflokknum. Illa menntaður og ólæs fram að 13 ára, aldri úr sárafátækt varð hann eftirlæti Stalíns og nefndur berfætti vísindamaðurinn. Klikkun sem þessa verður þó að rekja til stjórnanda sovétríkjanna á þessum tíma, Stalíns sjálfs. Að hafa sett Lýsenkó í þetta áhrifamikla embætti til þess að leika sér að lífi fólks sem svalt til dauða í sveitum Rússlands og Úkraínu mætti flokka sem glæp gegn mannkyninu. Merki um gereyðingarmátt Lýsenkós má finna víðar m.a. í Kína. Stærstu hetjur vísindanna, sé mælt í fjölda mannslífa sem uppgötvanir þeirra hafa bjargað, voru ekki læknar eða heilbrigðisvísindamenn sem eyddu ævi sinni í rannsóknir á hræðilegum sjúkdómum á borð við krabbamein eða Alzheimers, heldur búvísindamenn. Helsta hetja vísindanna er efalaust Norman Borlaug, en nafn hans er ekki þekkt meðal almennings þó svo að uppruna daglegrar matvöru heimsbyggðarinnar megi í mörgum tilfellum rekja til hans. Líklega má rekja uppgötvanir hans til þess að einn og hálfur milljarður manna svalt ekki til bana, og fjöldi fólks líður ekki matvælaskort. Enn fremur má þess geta að stríð og ófriðarástand má oft rekja til matvælaskorts. Eins og Borlaug sagði sjálfur: “þú býrð ekki til friðsæma veröld á tóma maga og mannlegri eymd”. Fyrir störf sín fékk hann friðarverðlaun Nóbels, enda eru slík verðlaun ekki veitt í flokki búvísinda. Alltof sjaldan er nafni Normans Borlaugs haldið á lofti þegar veita á ungum vísindamönnum innblástur til þess að gera heiminn okkar betri. Rannsóknir í búvísindum er ekki einkamál sveitanna. Það er nauðsynlegt að allir verðandi vísindamenn hugi að öllum möguleikum til náms, hvar þörf er á kröftum þeirra og hvar þeir kraftar geta helst orðið til mikilla áhrifa. Það er svo undir hverjum og einum komið, hvort þau áhrif séu til góðs eða ills. Nám í búvísindum á BS stigi er hægt að stunda við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Höfundur er búvísindamaður að mennt og starfar sem tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun