Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til Heimir Már Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 24. mars 2021 18:58 Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar vegna hertra sóttvarnaaðgerða í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Frá og með miðnætti taka gildi hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi frá upphafi kórónuveirufaraldursins fyrir um ári. Almenn fjöldatakmörkun á mannamótum verður tíu manns og ólíkt aðgerðunum fyrir ári hafa þær nú einnig mikil áhrif á börn og ungmenni. Aftur verður byrjað að bólusetja með AstraZeneca bóluefninu sem þýðir að óbreyttu að á næstu tveimur vikum verður búið að bólusetja alla sjötíu ára og eldri en efnið verður einnig gefið heilbrigðisstarfsfólki. Allar aðgerðir til stuðnings rekstraraðilum og einstaklingum sem gripið hefur verið til undanfarið ár verða framlengdar. „Við verðum bara að bregðast við. Þetta er bara svoleiðis,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu þegar hún mætti til aukafundar ríkisstjórnarinnar klukkan eitt í dag og augljóst á henni og öðrum ráðherrum að búast mætti við að stjórnvöld tækju fast og ákveðið í handbremsuna. Það varð síðan raunin á fréttamanna fundi sem hófst í Hörpu klukkan þrjú. Gríðarleg áhrif á skólastarf Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra var einnig á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag, enda hafa aðgerðirnar töluverð áhrif á skólastarf. Nú hefur þessi vetur verið ákaflega erfiður fyrir fólk á öllum námsstigum. Kemur til greina að endurskoða að einhverju leyti prófskyldu, námsmat og annað slíkt hvað varðar nám fólks á þessum vetri sem er að líða? „Brotthvarf hefur verið með minnsta móti. Nemendur hafa sýnt gríðarlega seiglu. Kennarar og allt skólasamfélagið og allir sem hafa tekið þátt í þessu. Við munum halda áfram að sýna sveigjanleika,“ svaraði Lilja. Breska afbrigðið komi harðar niður á ungu fólki Heilbrigðisráðherra segir það auðvitað vonbrigði að þessi staða sé komin upp. „Við máttum eiga von á því að þetta gerðist. Það var það sem við vorum alltaf að búa okkur undir. Við vissum að breska afbrigðið var komið vel á skrið í löndunum í kringum okkur. Það er það sem er að koma núna inn í samfélagið og raunar koma harðar niður hjá ungu fólki. þannig að það eru auðvitað vonbrigði, já,“ sagði Svandís. „Í gegnum þetta allt saman lærum við af reynslunni. Ég held að við séum öll sammála um að í haust hefðum við mátt grípa hraðar inn í. Við vorum svolítið að bíða og sjá hvernig þróunin yrði. Núna vitum við betur og núna vitum við að það er skynsamlegt að reyna að ná utan um þetta með hörðum aðgerðum eins hratt og hægt er,“ bætti hún við. Samstaðan fórsætisráðherra ofarlega í huga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst gera sér grein fyrir að þetta muni valda mörgum vonbrigðum. „Við erum öll búin að sjá fyrir okkur páskana og alls konar sem við ætluðum að gera þá. En ég veit það líka að Íslendingar hafa sýnt öllum þessum aðgerðum hingað til einstakan skilning og samstöðu. Af því að fólk fylgist vel með og tekur upplýsta afstöðu og veit alveg hvernig þessi veira virkar,“ segir Katrín. Fjármálaráðherra greindi frá því að margar þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til hingað til verða framlengdar fram á vorið og jafnvel út árið. Bjarni bindur vonir við bólusetningar „Þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa um að það sé áfram hægt að treysta á þessar aðgerðir. Við erum sömuleiðis að boða það að gjalddagar sem til dæmis hefðu komið vegna frestaðra skattgreiðslna, sem hefðu komið til sögunnar í sumar, að því verði fleytt áfram í allt að tvö ár. Fleiri slíkar aðgerðir erum við að boða til að bregðast við. Svo skulum við bara muna að bæði hér á landi og í helstu viðskiptalöndum okkar eru bólusetningaráætlanir í gangi sem eru að ganga fram,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Þórólfur lagði til að hefja á ný bólusetningar með AstraZeneca Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðgerðir stjórnvalda í takti við hans tillögur og hann sé sáttur við að bólusetningar með AstraZeneca hefjist aftur enda gert af frumkvæði hans og landlæknis. „Ástæðan fyrir því að við vildum stöðva tímabundið notkunina á bóluefninu var að við vildum sjá hvort við gætum séð hvaða hópur það væri sem getur örugglega fengið bóluefnið án aukaverkana. Þar sem aukaverkanir eru í lágmarki. Ég held að við séum búin að sjá það og það er í samræmi við niðurstöður annarra erlendis. Ég tel að með því að nota þetta hjá fólki sjötíu ára og eldra séum við algerlega að lágmarka að svona aukaverkun sjáist. Alla vega hefur þeim ekki verið lýst hjá þessum aldurshópi núna það sem af er,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Aftur verður byrjað að bólusetja með AstraZeneca bóluefninu sem þýðir að óbreyttu að á næstu tveimur vikum verður búið að bólusetja alla sjötíu ára og eldri en efnið verður einnig gefið heilbrigðisstarfsfólki. Allar aðgerðir til stuðnings rekstraraðilum og einstaklingum sem gripið hefur verið til undanfarið ár verða framlengdar. „Við verðum bara að bregðast við. Þetta er bara svoleiðis,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu þegar hún mætti til aukafundar ríkisstjórnarinnar klukkan eitt í dag og augljóst á henni og öðrum ráðherrum að búast mætti við að stjórnvöld tækju fast og ákveðið í handbremsuna. Það varð síðan raunin á fréttamanna fundi sem hófst í Hörpu klukkan þrjú. Gríðarleg áhrif á skólastarf Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra var einnig á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag, enda hafa aðgerðirnar töluverð áhrif á skólastarf. Nú hefur þessi vetur verið ákaflega erfiður fyrir fólk á öllum námsstigum. Kemur til greina að endurskoða að einhverju leyti prófskyldu, námsmat og annað slíkt hvað varðar nám fólks á þessum vetri sem er að líða? „Brotthvarf hefur verið með minnsta móti. Nemendur hafa sýnt gríðarlega seiglu. Kennarar og allt skólasamfélagið og allir sem hafa tekið þátt í þessu. Við munum halda áfram að sýna sveigjanleika,“ svaraði Lilja. Breska afbrigðið komi harðar niður á ungu fólki Heilbrigðisráðherra segir það auðvitað vonbrigði að þessi staða sé komin upp. „Við máttum eiga von á því að þetta gerðist. Það var það sem við vorum alltaf að búa okkur undir. Við vissum að breska afbrigðið var komið vel á skrið í löndunum í kringum okkur. Það er það sem er að koma núna inn í samfélagið og raunar koma harðar niður hjá ungu fólki. þannig að það eru auðvitað vonbrigði, já,“ sagði Svandís. „Í gegnum þetta allt saman lærum við af reynslunni. Ég held að við séum öll sammála um að í haust hefðum við mátt grípa hraðar inn í. Við vorum svolítið að bíða og sjá hvernig þróunin yrði. Núna vitum við betur og núna vitum við að það er skynsamlegt að reyna að ná utan um þetta með hörðum aðgerðum eins hratt og hægt er,“ bætti hún við. Samstaðan fórsætisráðherra ofarlega í huga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst gera sér grein fyrir að þetta muni valda mörgum vonbrigðum. „Við erum öll búin að sjá fyrir okkur páskana og alls konar sem við ætluðum að gera þá. En ég veit það líka að Íslendingar hafa sýnt öllum þessum aðgerðum hingað til einstakan skilning og samstöðu. Af því að fólk fylgist vel með og tekur upplýsta afstöðu og veit alveg hvernig þessi veira virkar,“ segir Katrín. Fjármálaráðherra greindi frá því að margar þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til hingað til verða framlengdar fram á vorið og jafnvel út árið. Bjarni bindur vonir við bólusetningar „Þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa um að það sé áfram hægt að treysta á þessar aðgerðir. Við erum sömuleiðis að boða það að gjalddagar sem til dæmis hefðu komið vegna frestaðra skattgreiðslna, sem hefðu komið til sögunnar í sumar, að því verði fleytt áfram í allt að tvö ár. Fleiri slíkar aðgerðir erum við að boða til að bregðast við. Svo skulum við bara muna að bæði hér á landi og í helstu viðskiptalöndum okkar eru bólusetningaráætlanir í gangi sem eru að ganga fram,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Þórólfur lagði til að hefja á ný bólusetningar með AstraZeneca Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðgerðir stjórnvalda í takti við hans tillögur og hann sé sáttur við að bólusetningar með AstraZeneca hefjist aftur enda gert af frumkvæði hans og landlæknis. „Ástæðan fyrir því að við vildum stöðva tímabundið notkunina á bóluefninu var að við vildum sjá hvort við gætum séð hvaða hópur það væri sem getur örugglega fengið bóluefnið án aukaverkana. Þar sem aukaverkanir eru í lágmarki. Ég held að við séum búin að sjá það og það er í samræmi við niðurstöður annarra erlendis. Ég tel að með því að nota þetta hjá fólki sjötíu ára og eldra séum við algerlega að lágmarka að svona aukaverkun sjáist. Alla vega hefur þeim ekki verið lýst hjá þessum aldurshópi núna það sem af er,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira