Kári vill að stjórnvöld skelli öllu í lás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2021 09:49 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir smittölur gærdagsins ógnvekjandi og brýnir fyrir almenningi að haga sér skynsamlega. Vísir/Vilhelm Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra voru utan sóttkvíar og hinir fjórtán í sóttkví. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill að stjórnvöld skelli öllu í lás. Kári segir smittölur dagsins töluvert ógnvekjandi og segist reikna með því að stjórnvöld komi til með að skella öllu í lás fram yfir páska. Hann vonar að minnsta kosti að þau geri það. Almannavarnir og embætti landlæknis höfðu boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldursins en svo var hætt við fundinn. Ekki kom fram í tilkynningu hvers vegna hætt var við fundinn en síðan var greint frá því að ríkisstjórnin myndi koma saman til aukafundar í dag til að ræða tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um hertar aðgerðir innanlands. Kári segir að sá stofn veirunnar sem sé ríkjandi núna sé breska afbrigði veirunnar. Það sé hins vegar svo varðandi smitin sem greindust um helgina að þau tengdust engum öðrum smitum sem raðgreind hafa verið. Þannig hafi þau ekki tengst neinum landamærasmitum og því veki það þann grunn um að einhver hafi komist fram hjá kerfinu. „Það er ekki gott en þess ber að geta að þessar aðgerðir á landamærum hafa tekist ofsalega vel. Við erum sú þjóð sem hefur haft það best í Evrópu en ég held að við hljótum að hafa lært það núna að þegar það koma upp svona smit þá eigi bara að skella í lás,“ segir Kári. Blaðamaður segir í veikri von að honum heyrist sem fjórða bylgja faraldursins sé ekki endilega byrjuð. Kári segist alls ekki að vera að segja að fjórða bylgjan sé ekki byrjuð heldur að ef hún sé byrjuð þá verði hægt að hefta hana betur ef öllu er skellt í lás. Þá brýnir hann það fyrir fólki að haga sér skynsamlega. Kári segir að Covid-19 sé að mörgu leyti hegðunarsjúkdómur, það er líkurnar á því að smitast markist meira af því hvernig maður hegðar sér heldur en því hversu til dæmis smitandi tiltekið afbrigði er. „Þannig að ef þú hagar þér skynsamlega, ef þú notar grímu, ef þú ert ekki að þvælast innan um of margt fólk þá ertu ekki í neinni hættu,“ segir Kári. Fréttin var uppfærð klukkan 11:09 þegar tölur yfir fjölda smita í gær lágu fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
Kári segir smittölur dagsins töluvert ógnvekjandi og segist reikna með því að stjórnvöld komi til með að skella öllu í lás fram yfir páska. Hann vonar að minnsta kosti að þau geri það. Almannavarnir og embætti landlæknis höfðu boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldursins en svo var hætt við fundinn. Ekki kom fram í tilkynningu hvers vegna hætt var við fundinn en síðan var greint frá því að ríkisstjórnin myndi koma saman til aukafundar í dag til að ræða tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um hertar aðgerðir innanlands. Kári segir að sá stofn veirunnar sem sé ríkjandi núna sé breska afbrigði veirunnar. Það sé hins vegar svo varðandi smitin sem greindust um helgina að þau tengdust engum öðrum smitum sem raðgreind hafa verið. Þannig hafi þau ekki tengst neinum landamærasmitum og því veki það þann grunn um að einhver hafi komist fram hjá kerfinu. „Það er ekki gott en þess ber að geta að þessar aðgerðir á landamærum hafa tekist ofsalega vel. Við erum sú þjóð sem hefur haft það best í Evrópu en ég held að við hljótum að hafa lært það núna að þegar það koma upp svona smit þá eigi bara að skella í lás,“ segir Kári. Blaðamaður segir í veikri von að honum heyrist sem fjórða bylgja faraldursins sé ekki endilega byrjuð. Kári segist alls ekki að vera að segja að fjórða bylgjan sé ekki byrjuð heldur að ef hún sé byrjuð þá verði hægt að hefta hana betur ef öllu er skellt í lás. Þá brýnir hann það fyrir fólki að haga sér skynsamlega. Kári segir að Covid-19 sé að mörgu leyti hegðunarsjúkdómur, það er líkurnar á því að smitast markist meira af því hvernig maður hegðar sér heldur en því hversu til dæmis smitandi tiltekið afbrigði er. „Þannig að ef þú hagar þér skynsamlega, ef þú notar grímu, ef þú ert ekki að þvælast innan um of margt fólk þá ertu ekki í neinni hættu,“ segir Kári. Fréttin var uppfærð klukkan 11:09 þegar tölur yfir fjölda smita í gær lágu fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira