Gerrard: Enska landsliðið henti besta hægri bakverði landsins út úr liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 12:01 Trent Alexander-Arnold hefur átt erfitt tímabil hjá Liverpool og missti fyrir vikið sæti sitt í enska landsliðinu. Getty/John Powell Steven Gerrard var mjög hissa að sjá það að Trent Alexander-Arnold var ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir komandi leiki í undankeppni HM. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate valdi Liverpool bakvörðinn ekki i 26 manna hóp sinn fyrir leiki á móti San Marinó, Albaníu og Póllandi. Hinn 22 ára gamli Trent Alexander-Arnold var valinn hægri bakvörðurinn í heimsliðinu í fyrra og hefur verið fastamaður í enska landsliðinu frá 2018. Southgate sagði að hann væri ekki að spila vel og þess vegna væri hann ekki í liðinu. "He's the best right-back the country has got."Steven Gerrard has spoken about Trent Alexander-Arnold and how he's available for any of the Liverpool squad... pic.twitter.com/y1pb8BmGe3— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 22, 2021 Það vantar ekki samkeppnina í hægri bakvarðarstöðu enska landsliðsins því í staðinn gat Southgate valið þá Kyle Walker hjá Manchester City, Kieran Trippier hjá Atletico Madrid og Reece James hjá Chelsea. Steven Gerrard er nú knattspyrnustjóri Rangers en hann var leikmaður Liverpool í sautján ár. Gerrard segir að nú sé mikilvægt að standa við bakið á Alexander-Arnold og hjálpa honum aftur af stað. „Ég tel að Trent sé besti hægri bakvörðurinn í landinu,“ sagði Steven Gerrard í viðtölum við breska miðla en ESPN segir frá. „Eitt sem ég hef lært frá mínum spiladögum er að þú getur aldrei verið alltaf tíu af tíu mögulegum. Þegar þú dettur aðeins niður þá þarftu að fá stuðning, ást og athygli frá stjóranum þínum umfram allt annað,“ sagði Gerrard. Trent Alexander-Arnold is the 'best English right back in the country', says Steven Gerrard | @DominicKing_DM https://t.co/cWiIfPvwsG— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2021 „Þessi ákvörðun kom mér á óvart en það er bara mín skoðun og hún skiptir ekki máli. Gareth Southgate tekur þessa ákvarðanir. Ég er ekki sammála þessari ákvörðun en ég er ekki enski landsliðsþjálfarinn,“ sagði Gerrard. Trent Alexander-Arnold hefur átti erfitt tímabil eins og margir leikmenn Englandsmeistara Liverpool. Fyrir vikið á liðið ekki lengur möguleika á því að verja titilinn og þarf ótrúlegan endasprett til að ná Meistaradeildarsæti. Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate valdi Liverpool bakvörðinn ekki i 26 manna hóp sinn fyrir leiki á móti San Marinó, Albaníu og Póllandi. Hinn 22 ára gamli Trent Alexander-Arnold var valinn hægri bakvörðurinn í heimsliðinu í fyrra og hefur verið fastamaður í enska landsliðinu frá 2018. Southgate sagði að hann væri ekki að spila vel og þess vegna væri hann ekki í liðinu. "He's the best right-back the country has got."Steven Gerrard has spoken about Trent Alexander-Arnold and how he's available for any of the Liverpool squad... pic.twitter.com/y1pb8BmGe3— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 22, 2021 Það vantar ekki samkeppnina í hægri bakvarðarstöðu enska landsliðsins því í staðinn gat Southgate valið þá Kyle Walker hjá Manchester City, Kieran Trippier hjá Atletico Madrid og Reece James hjá Chelsea. Steven Gerrard er nú knattspyrnustjóri Rangers en hann var leikmaður Liverpool í sautján ár. Gerrard segir að nú sé mikilvægt að standa við bakið á Alexander-Arnold og hjálpa honum aftur af stað. „Ég tel að Trent sé besti hægri bakvörðurinn í landinu,“ sagði Steven Gerrard í viðtölum við breska miðla en ESPN segir frá. „Eitt sem ég hef lært frá mínum spiladögum er að þú getur aldrei verið alltaf tíu af tíu mögulegum. Þegar þú dettur aðeins niður þá þarftu að fá stuðning, ást og athygli frá stjóranum þínum umfram allt annað,“ sagði Gerrard. Trent Alexander-Arnold is the 'best English right back in the country', says Steven Gerrard | @DominicKing_DM https://t.co/cWiIfPvwsG— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2021 „Þessi ákvörðun kom mér á óvart en það er bara mín skoðun og hún skiptir ekki máli. Gareth Southgate tekur þessa ákvarðanir. Ég er ekki sammála þessari ákvörðun en ég er ekki enski landsliðsþjálfarinn,“ sagði Gerrard. Trent Alexander-Arnold hefur átti erfitt tímabil eins og margir leikmenn Englandsmeistara Liverpool. Fyrir vikið á liðið ekki lengur möguleika á því að verja titilinn og þarf ótrúlegan endasprett til að ná Meistaradeildarsæti.
Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Sjá meira