Sjö mánaða viðbótarrefsing fyrir ofsaakstur með hörmulegum afleiðingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2021 12:35 Klippa þurfti bílinn í sundur til þess að ná Elínborgu úr honum en han var það illa farinn að ekkert annað dugði. Víkurfréttir Karlmaður á þrítugsaldri var í morgun dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa orðið valdur að alvarlegu slysi á Sandgerðisvegi laugardaginn 18. janúar í fyrra. Karlmaðurinn játaði brot sitt en kona á fimmtugsaldri slasaðist lífshættulega í slysinu og er enn að jafna sig á afleiðingunum. Karlmaðurinn hafði stolið bíl í Reykjavík og var á flótta undan lögreglu undir áhrifum vímuefna þegar hann varð valdur að mjög hörðum árekstri. Hann ók framan á annan bíl en í honum voru tvær konur á leið heim frá vinnu sinni í Sandgerði. Elínborg Steinunnardóttir var önnur þeirra. Elín, sem er menntaður sjúkraflutningamaður og förðunarfræðingur, er örkumluð eftir áreksturinn en hún hlaut þar margvíslega innvortis áverka og opin beinbrot. Hún var þó með meðvitund allan tímann og man vel eftir deginum þegar slysið örlagaríka varð. Hún fór yfir atburðarásina í Íslandi í dag í desember. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að karlmaðurinn hafi stolið bíl að kvöldi föstudagsins 17. janúar í Reykjavík og ekið heimildarlaust um götur Reykjaness sviptur ökurétti og ófær um að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna og slævandi lyfja. Hann sinnti ekki fyrirmælum lögreglu um að stöðva bílinn svo eftirför lögreglu hófst. Hálka var á vegum en það stöðvaði ekki manninn í að aka langt yfir hámarkshraða. Mældist hann mestur 131 kílómetrar. Lýsingu á akstrinum má lesa hér: Norðvestur Reykjanesbraut skammt frá Þjóðbraut í Reykjanesbæ á 113 km/klst. á vegarkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst, áfram Reykjanesbraut niður Þjóðbraut, til vinstri inn Iðavelli, þar sem lögreglumenn gáfu honum merki um að stöðva aksturinn en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum og snéri við án þess að stöðva bifreiðina og eftirför lögreglu eftir bifreiðinni hófst, frá Iðavöllum, til hægri vestur Þjóðbraut og til hægri inn á Reykjanesbraut, að Rósaselstorgi og til hægri inn á Garðveg, til hægri inn Heiðarberg, til hægri inn Norðurvelli, um Eyjavelli, Álsvelli, Elliðavelli og Suðurvelli, upp Aðalgötu og til hægri inn á Reykjanesbraut til norðurs í átt að Rósaselstorgi á allt að 131 km/klst á vegarkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst, og úr hringtorginu inn á Sandgerðisveg á ofsahraða, áfram Sandgerðisveg á allt að 138 km/klst, á vegarkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst, og á röngum vegarhelmingi, þar sem hann missti stjórn á bifreiðinni og lenti framan á bifreiðinni [...], sem kom úr gagnstæðri átt. Brot hans vörðuðust fjölmargar greinar almennra hegningarlaga auk þess sem hann var ákærður fyrir fíkniefnabrot en í vörslum hans voru 2,25 grömm af maríjúana. Var krafist fjögurra milljóna króna í miskabætur til Elínborgar vegna slyssins. Margdæmdur glæpamaður Karlmaðurinn játaði undanbragðalaust háttsemi sína fyrir dómi og samþykkti skaðabótakröfuna. Hann hefur undanfarin sex ár endurtekið verður dæmdur í fangelsi fyrir þjófnað, nytjastuld, fíkniefnaakstur, sviptingarakstur, eignaspjöll. Sömuleiðis hefur hann endurtekið verið sviptur ökuréttindum, síðast ævilangt í apríl í fyrra. Brotin sem ákærði var sakfelldur fyrir í dag voru framin fyrir uppsögu síðustu tveggja dóma yfir honum sem kváðu samtals á um sautján mánaða fangelsi. Því bar að dæma honum hegningarauka er samsvara þeirri þyngingu hegningarinnar sem kynni að hafa orðið hefði verið um öll brotin að ræða í sama máli. Héraðsdómur leit til þess að brot karlmannsins hefðu verið alvarleg og ollið stórkostlegu og varanlegu heilsutjóni fyrir brotaþola og samferðakonu hennar í bílnum sem hlaut umtalsverða áverka. Það hafi orðið til refsiþyngingar en um leið horft til játningar og þess að ákærði féllst á greiðslu fullra miskabóta. Formaður AA-deildar sinnar Í umsögn starfsmanns fangelsisins á Hólmsheiði kemur fram að hann hafi verið í góðum samskiptum við aðra fanga og fangaverði, iðinn við vinnu, stundað nám í bataskólnaum og tekið virkan þátt í AA-starfi. Nú sé hann formaður sinnar AA deildar og skili því starfi með sóma. „Af umsögninni má ætla að betrunarvist ákærða hafi skilað árangri og að hann vilji hverfa af fyrri braut,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Þótti sjö mánaða viðbótarrefsing hæfileg en frá henni dragast 107 dagar sem hann sætti gæsluvarðhaldi. Hann greiðir fjórar milljónir króna í miskabætur og 3,5 milljónir í sakarkostnað. Samgönguslys Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Lömuð kona fær ekki þjónustu á næturnar: „Hún er logandi hrædd“ Lömuð kona sem er með samning um sambærilega þjónustu og notendastýrða persónulega aðstoð fær ekki þjónustu á næturnar. Systir hennar segir konuna logandi hrædda. 7. mars 2021 20:01 „Ég var að berjast fyrir því að halda mér á lífi“ Þann 18. janúar síðastliðinn varð mjög harður árekstur á Sandgerðisvegi þegar tveir bílar lentu þar framan á hvor öðrum á miklum hraða. Í öðrum bílnum var próflaus ökumaður undir áhrifum vímuefna en lögreglan var að veita honum eftirför eftir að hann hafi stolið bíl í Hafnarfirði skömmu áður. 8. desember 2020 19:38 Örkumluð eftir bílslys og eiginmaðurinn með heilaæxli Aðstæður Elínborgar Björnsdóttur eru hreint út sagt skelfilegar eftir hroðalegt bílsslys á Sandgerðisvegi í byrjun árs. 11. nóvember 2020 15:12 Segir stjúpmóður sína líklegast aldrei eiga eftir að ná fullum bata eftir árekstur á Sandgerðisvegi Fjölskylda konunnar íhugar að stefna Ríkislögreglustjóra. Áreksturinn varð eftir að lögreglan hafði veitt manni á stolinni bifreið eftirför. 17. maí 2020 18:30 Telja lögreglumenn hafa fylgt reglum við eftirför á Sandgerðisvegi Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn. 16. maí 2020 19:31 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Karlmaðurinn hafði stolið bíl í Reykjavík og var á flótta undan lögreglu undir áhrifum vímuefna þegar hann varð valdur að mjög hörðum árekstri. Hann ók framan á annan bíl en í honum voru tvær konur á leið heim frá vinnu sinni í Sandgerði. Elínborg Steinunnardóttir var önnur þeirra. Elín, sem er menntaður sjúkraflutningamaður og förðunarfræðingur, er örkumluð eftir áreksturinn en hún hlaut þar margvíslega innvortis áverka og opin beinbrot. Hún var þó með meðvitund allan tímann og man vel eftir deginum þegar slysið örlagaríka varð. Hún fór yfir atburðarásina í Íslandi í dag í desember. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að karlmaðurinn hafi stolið bíl að kvöldi föstudagsins 17. janúar í Reykjavík og ekið heimildarlaust um götur Reykjaness sviptur ökurétti og ófær um að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna og slævandi lyfja. Hann sinnti ekki fyrirmælum lögreglu um að stöðva bílinn svo eftirför lögreglu hófst. Hálka var á vegum en það stöðvaði ekki manninn í að aka langt yfir hámarkshraða. Mældist hann mestur 131 kílómetrar. Lýsingu á akstrinum má lesa hér: Norðvestur Reykjanesbraut skammt frá Þjóðbraut í Reykjanesbæ á 113 km/klst. á vegarkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst, áfram Reykjanesbraut niður Þjóðbraut, til vinstri inn Iðavelli, þar sem lögreglumenn gáfu honum merki um að stöðva aksturinn en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum og snéri við án þess að stöðva bifreiðina og eftirför lögreglu eftir bifreiðinni hófst, frá Iðavöllum, til hægri vestur Þjóðbraut og til hægri inn á Reykjanesbraut, að Rósaselstorgi og til hægri inn á Garðveg, til hægri inn Heiðarberg, til hægri inn Norðurvelli, um Eyjavelli, Álsvelli, Elliðavelli og Suðurvelli, upp Aðalgötu og til hægri inn á Reykjanesbraut til norðurs í átt að Rósaselstorgi á allt að 131 km/klst á vegarkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst, og úr hringtorginu inn á Sandgerðisveg á ofsahraða, áfram Sandgerðisveg á allt að 138 km/klst, á vegarkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst, og á röngum vegarhelmingi, þar sem hann missti stjórn á bifreiðinni og lenti framan á bifreiðinni [...], sem kom úr gagnstæðri átt. Brot hans vörðuðust fjölmargar greinar almennra hegningarlaga auk þess sem hann var ákærður fyrir fíkniefnabrot en í vörslum hans voru 2,25 grömm af maríjúana. Var krafist fjögurra milljóna króna í miskabætur til Elínborgar vegna slyssins. Margdæmdur glæpamaður Karlmaðurinn játaði undanbragðalaust háttsemi sína fyrir dómi og samþykkti skaðabótakröfuna. Hann hefur undanfarin sex ár endurtekið verður dæmdur í fangelsi fyrir þjófnað, nytjastuld, fíkniefnaakstur, sviptingarakstur, eignaspjöll. Sömuleiðis hefur hann endurtekið verið sviptur ökuréttindum, síðast ævilangt í apríl í fyrra. Brotin sem ákærði var sakfelldur fyrir í dag voru framin fyrir uppsögu síðustu tveggja dóma yfir honum sem kváðu samtals á um sautján mánaða fangelsi. Því bar að dæma honum hegningarauka er samsvara þeirri þyngingu hegningarinnar sem kynni að hafa orðið hefði verið um öll brotin að ræða í sama máli. Héraðsdómur leit til þess að brot karlmannsins hefðu verið alvarleg og ollið stórkostlegu og varanlegu heilsutjóni fyrir brotaþola og samferðakonu hennar í bílnum sem hlaut umtalsverða áverka. Það hafi orðið til refsiþyngingar en um leið horft til játningar og þess að ákærði féllst á greiðslu fullra miskabóta. Formaður AA-deildar sinnar Í umsögn starfsmanns fangelsisins á Hólmsheiði kemur fram að hann hafi verið í góðum samskiptum við aðra fanga og fangaverði, iðinn við vinnu, stundað nám í bataskólnaum og tekið virkan þátt í AA-starfi. Nú sé hann formaður sinnar AA deildar og skili því starfi með sóma. „Af umsögninni má ætla að betrunarvist ákærða hafi skilað árangri og að hann vilji hverfa af fyrri braut,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Þótti sjö mánaða viðbótarrefsing hæfileg en frá henni dragast 107 dagar sem hann sætti gæsluvarðhaldi. Hann greiðir fjórar milljónir króna í miskabætur og 3,5 milljónir í sakarkostnað.
Norðvestur Reykjanesbraut skammt frá Þjóðbraut í Reykjanesbæ á 113 km/klst. á vegarkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst, áfram Reykjanesbraut niður Þjóðbraut, til vinstri inn Iðavelli, þar sem lögreglumenn gáfu honum merki um að stöðva aksturinn en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum og snéri við án þess að stöðva bifreiðina og eftirför lögreglu eftir bifreiðinni hófst, frá Iðavöllum, til hægri vestur Þjóðbraut og til hægri inn á Reykjanesbraut, að Rósaselstorgi og til hægri inn á Garðveg, til hægri inn Heiðarberg, til hægri inn Norðurvelli, um Eyjavelli, Álsvelli, Elliðavelli og Suðurvelli, upp Aðalgötu og til hægri inn á Reykjanesbraut til norðurs í átt að Rósaselstorgi á allt að 131 km/klst á vegarkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst, og úr hringtorginu inn á Sandgerðisveg á ofsahraða, áfram Sandgerðisveg á allt að 138 km/klst, á vegarkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst, og á röngum vegarhelmingi, þar sem hann missti stjórn á bifreiðinni og lenti framan á bifreiðinni [...], sem kom úr gagnstæðri átt.
Samgönguslys Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Lömuð kona fær ekki þjónustu á næturnar: „Hún er logandi hrædd“ Lömuð kona sem er með samning um sambærilega þjónustu og notendastýrða persónulega aðstoð fær ekki þjónustu á næturnar. Systir hennar segir konuna logandi hrædda. 7. mars 2021 20:01 „Ég var að berjast fyrir því að halda mér á lífi“ Þann 18. janúar síðastliðinn varð mjög harður árekstur á Sandgerðisvegi þegar tveir bílar lentu þar framan á hvor öðrum á miklum hraða. Í öðrum bílnum var próflaus ökumaður undir áhrifum vímuefna en lögreglan var að veita honum eftirför eftir að hann hafi stolið bíl í Hafnarfirði skömmu áður. 8. desember 2020 19:38 Örkumluð eftir bílslys og eiginmaðurinn með heilaæxli Aðstæður Elínborgar Björnsdóttur eru hreint út sagt skelfilegar eftir hroðalegt bílsslys á Sandgerðisvegi í byrjun árs. 11. nóvember 2020 15:12 Segir stjúpmóður sína líklegast aldrei eiga eftir að ná fullum bata eftir árekstur á Sandgerðisvegi Fjölskylda konunnar íhugar að stefna Ríkislögreglustjóra. Áreksturinn varð eftir að lögreglan hafði veitt manni á stolinni bifreið eftirför. 17. maí 2020 18:30 Telja lögreglumenn hafa fylgt reglum við eftirför á Sandgerðisvegi Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn. 16. maí 2020 19:31 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Lömuð kona fær ekki þjónustu á næturnar: „Hún er logandi hrædd“ Lömuð kona sem er með samning um sambærilega þjónustu og notendastýrða persónulega aðstoð fær ekki þjónustu á næturnar. Systir hennar segir konuna logandi hrædda. 7. mars 2021 20:01
„Ég var að berjast fyrir því að halda mér á lífi“ Þann 18. janúar síðastliðinn varð mjög harður árekstur á Sandgerðisvegi þegar tveir bílar lentu þar framan á hvor öðrum á miklum hraða. Í öðrum bílnum var próflaus ökumaður undir áhrifum vímuefna en lögreglan var að veita honum eftirför eftir að hann hafi stolið bíl í Hafnarfirði skömmu áður. 8. desember 2020 19:38
Örkumluð eftir bílslys og eiginmaðurinn með heilaæxli Aðstæður Elínborgar Björnsdóttur eru hreint út sagt skelfilegar eftir hroðalegt bílsslys á Sandgerðisvegi í byrjun árs. 11. nóvember 2020 15:12
Segir stjúpmóður sína líklegast aldrei eiga eftir að ná fullum bata eftir árekstur á Sandgerðisvegi Fjölskylda konunnar íhugar að stefna Ríkislögreglustjóra. Áreksturinn varð eftir að lögreglan hafði veitt manni á stolinni bifreið eftirför. 17. maí 2020 18:30
Telja lögreglumenn hafa fylgt reglum við eftirför á Sandgerðisvegi Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn. 16. maí 2020 19:31