Sóttkvíarbrjótar áttu bókað flug heim degi eftir seinni skimun Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2021 18:15 Farþegar sem koma til landsins þurfa að fara í tvöfalda skimun og fimm daga sóttkví á milli. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Lögregla á Norðurlandi vestra sektaði tvo ferðamenn um helgina fyrir brot á sóttkví. Eftir komuna til landsins fóru ferðamennirnir í ferðir á bíl og á skíði. Þá áttu þeir bókað flug heim einum degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi vestra í dag. Þar segir að lögregla hafi um helgina haft afskipti af tveimur erlendum ferðamönnum við almennt eftirlit. Ferðamennirnir, sem áttu að vera í sóttkví, hafi farið í fyrri skimun á landamærum og haldið í sumarbústað í umdæminu. „Höfðu þeir þrátt fyrir að hafa kynnt sér allar reglur hvað varðar sóttkvíar, farið í ferðir út frá bústaðnum á bifreið og meðal annars farið á skíði. Það skal tekið fram að það var þó ekki á meðal almennings,“ segir í tilkynningu lögreglu. Þá hafi ferðamennirnir átt bókað flug til sins heimalands degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. Ferðamennirnir greiddu hvor um sig 200 þúsund krónur í sekt vegna brotsins. Um helgina hafði lögreglan á Norðurlandi vestra, við almennt eftirlit, afskipti af tveim erlendum ferðamönnum sem áttu...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Mánudagur, 22. mars 2021 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsti í dag yfir áhyggjum af stöðunni á landamærum. Hann sagði í viðtali við Reykjavík síðdegisað fleiri hefðu komið smitaðir til landsins upp á síðkastið en áður. „Það hefur breyst aðeins mynstrið að flestir eru að greinast í seinni skimun á landamærunum og það kannski gefur fólki falska öryggistilfinningu um að það sé ekki að smita og það sé þannig ekki að gæta að sér í sóttkví. Þannig höfum við fengið smit inn í samfélagið,“ sagði Þórólfur. Í upphaflegu útgáfu þessarar fréttar stóð að ferðamennirnir hefðu átt bókað flug heim degi fyrir seinni skimun. Hið rétta er, samkvæmt færslu lögreglu á Norðurlandi vestra, að flugið var bókað einum degi eftir að niðurstöður úr seinni skimun áttu að liggja fyrir. Það hefur verið leiðrétt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Fá falska öryggistilfinningu eftir fyrri skimun og gæta ekki að sér í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðstæður á landamærum hafa breyst upp á síðkastið; fleiri greinist nú í seinni landamæraskimun en áður og ljóst að sumir gæti ekki að sér í sóttkví. 22. mars 2021 17:56 Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22. mars 2021 17:15 Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi vestra í dag. Þar segir að lögregla hafi um helgina haft afskipti af tveimur erlendum ferðamönnum við almennt eftirlit. Ferðamennirnir, sem áttu að vera í sóttkví, hafi farið í fyrri skimun á landamærum og haldið í sumarbústað í umdæminu. „Höfðu þeir þrátt fyrir að hafa kynnt sér allar reglur hvað varðar sóttkvíar, farið í ferðir út frá bústaðnum á bifreið og meðal annars farið á skíði. Það skal tekið fram að það var þó ekki á meðal almennings,“ segir í tilkynningu lögreglu. Þá hafi ferðamennirnir átt bókað flug til sins heimalands degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. Ferðamennirnir greiddu hvor um sig 200 þúsund krónur í sekt vegna brotsins. Um helgina hafði lögreglan á Norðurlandi vestra, við almennt eftirlit, afskipti af tveim erlendum ferðamönnum sem áttu...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Mánudagur, 22. mars 2021 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsti í dag yfir áhyggjum af stöðunni á landamærum. Hann sagði í viðtali við Reykjavík síðdegisað fleiri hefðu komið smitaðir til landsins upp á síðkastið en áður. „Það hefur breyst aðeins mynstrið að flestir eru að greinast í seinni skimun á landamærunum og það kannski gefur fólki falska öryggistilfinningu um að það sé ekki að smita og það sé þannig ekki að gæta að sér í sóttkví. Þannig höfum við fengið smit inn í samfélagið,“ sagði Þórólfur. Í upphaflegu útgáfu þessarar fréttar stóð að ferðamennirnir hefðu átt bókað flug heim degi fyrir seinni skimun. Hið rétta er, samkvæmt færslu lögreglu á Norðurlandi vestra, að flugið var bókað einum degi eftir að niðurstöður úr seinni skimun áttu að liggja fyrir. Það hefur verið leiðrétt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Fá falska öryggistilfinningu eftir fyrri skimun og gæta ekki að sér í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðstæður á landamærum hafa breyst upp á síðkastið; fleiri greinist nú í seinni landamæraskimun en áður og ljóst að sumir gæti ekki að sér í sóttkví. 22. mars 2021 17:56 Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22. mars 2021 17:15 Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Fá falska öryggistilfinningu eftir fyrri skimun og gæta ekki að sér í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðstæður á landamærum hafa breyst upp á síðkastið; fleiri greinist nú í seinni landamæraskimun en áður og ljóst að sumir gæti ekki að sér í sóttkví. 22. mars 2021 17:56
Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22. mars 2021 17:15
Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15