Nokkur innanlandssmit um helgina og ekki allir í sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 07:59 Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að nokkrir hefðu greinst með kórónuveiruna innanlands um helgina en endanleg tala lægi ekki fyrir. Á meðal þeirra sem hafa greinst með veiruna eru kennari í Laugarnesskóla og leikmaður Fylkis í meistaraflokki karla í fótbolta. Þórólfur sagði að ekki hefðu allir sem greindust um helgina verið í sóttkví og smitin tengjast ekki öll. Það sé því greinilegt að það sé eitthvað innanlandssmit í gangi sem sé að koma fram. Þá hafa þrír verið lagðir inn á Landspítala vegna Covid-19. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta sé eitthvað komið út í samfélagið og farið að blossa upp. Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af núna,“ sagði Þórólfur. Hann sagði spurninguna núna vera þá hvernig þessi smit sem greindust um helgina kæmu út og hvernig framhaldið verður næstu daga. Þá væri spurning hvort það þurfi eitthvað að breyta samkomutakmörkunum. Aðspurður hvað almenningur gæti gert til að halda veirunni niðri sagði Þórólfur að við þyrftum að vanda okkur. „Þótt við séum með ákveðin mörk fyrir hópamyndanir þá er ekki þar með sagt að við þurfum að vera í fimmtíu manna hópum eða með 200 manns,“ sagði Þórólfur og lagði áherslu á einstaklingsbundnu sóttvarnirnar eins og grímunotkun og handþvott. „Það er bara þannig að um leið og þetta fer að ganga vel þá bara ósjálfrátt fara hópar að slaka á og maður sér að það þarf ekki mikið til. Það þarf bara einn einstakling sem er með einkenni í einhverja daga og fer ekki í skimun og fer víða, og fólk fer ótrúlega víða.“ Greint var frá því fyrr í morgun að leikmaður meistaraflokks Fylkis í knattspyrnu karla hefði greinst með veiruna um helgina og að leikmannahópurinn væri því kominn í sóttkví. Þórólfur var spurður út í þessar fréttir og sagði að þetta gæti alveg verið í tengslum við smit sem kom upp um helgina. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þórólfur sagði að ekki hefðu allir sem greindust um helgina verið í sóttkví og smitin tengjast ekki öll. Það sé því greinilegt að það sé eitthvað innanlandssmit í gangi sem sé að koma fram. Þá hafa þrír verið lagðir inn á Landspítala vegna Covid-19. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta sé eitthvað komið út í samfélagið og farið að blossa upp. Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af núna,“ sagði Þórólfur. Hann sagði spurninguna núna vera þá hvernig þessi smit sem greindust um helgina kæmu út og hvernig framhaldið verður næstu daga. Þá væri spurning hvort það þurfi eitthvað að breyta samkomutakmörkunum. Aðspurður hvað almenningur gæti gert til að halda veirunni niðri sagði Þórólfur að við þyrftum að vanda okkur. „Þótt við séum með ákveðin mörk fyrir hópamyndanir þá er ekki þar með sagt að við þurfum að vera í fimmtíu manna hópum eða með 200 manns,“ sagði Þórólfur og lagði áherslu á einstaklingsbundnu sóttvarnirnar eins og grímunotkun og handþvott. „Það er bara þannig að um leið og þetta fer að ganga vel þá bara ósjálfrátt fara hópar að slaka á og maður sér að það þarf ekki mikið til. Það þarf bara einn einstakling sem er með einkenni í einhverja daga og fer ekki í skimun og fer víða, og fólk fer ótrúlega víða.“ Greint var frá því fyrr í morgun að leikmaður meistaraflokks Fylkis í knattspyrnu karla hefði greinst með veiruna um helgina og að leikmannahópurinn væri því kominn í sóttkví. Þórólfur var spurður út í þessar fréttir og sagði að þetta gæti alveg verið í tengslum við smit sem kom upp um helgina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira