Nokkur innanlandssmit um helgina og ekki allir í sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 07:59 Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að nokkrir hefðu greinst með kórónuveiruna innanlands um helgina en endanleg tala lægi ekki fyrir. Á meðal þeirra sem hafa greinst með veiruna eru kennari í Laugarnesskóla og leikmaður Fylkis í meistaraflokki karla í fótbolta. Þórólfur sagði að ekki hefðu allir sem greindust um helgina verið í sóttkví og smitin tengjast ekki öll. Það sé því greinilegt að það sé eitthvað innanlandssmit í gangi sem sé að koma fram. Þá hafa þrír verið lagðir inn á Landspítala vegna Covid-19. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta sé eitthvað komið út í samfélagið og farið að blossa upp. Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af núna,“ sagði Þórólfur. Hann sagði spurninguna núna vera þá hvernig þessi smit sem greindust um helgina kæmu út og hvernig framhaldið verður næstu daga. Þá væri spurning hvort það þurfi eitthvað að breyta samkomutakmörkunum. Aðspurður hvað almenningur gæti gert til að halda veirunni niðri sagði Þórólfur að við þyrftum að vanda okkur. „Þótt við séum með ákveðin mörk fyrir hópamyndanir þá er ekki þar með sagt að við þurfum að vera í fimmtíu manna hópum eða með 200 manns,“ sagði Þórólfur og lagði áherslu á einstaklingsbundnu sóttvarnirnar eins og grímunotkun og handþvott. „Það er bara þannig að um leið og þetta fer að ganga vel þá bara ósjálfrátt fara hópar að slaka á og maður sér að það þarf ekki mikið til. Það þarf bara einn einstakling sem er með einkenni í einhverja daga og fer ekki í skimun og fer víða, og fólk fer ótrúlega víða.“ Greint var frá því fyrr í morgun að leikmaður meistaraflokks Fylkis í knattspyrnu karla hefði greinst með veiruna um helgina og að leikmannahópurinn væri því kominn í sóttkví. Þórólfur var spurður út í þessar fréttir og sagði að þetta gæti alveg verið í tengslum við smit sem kom upp um helgina. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira
Þórólfur sagði að ekki hefðu allir sem greindust um helgina verið í sóttkví og smitin tengjast ekki öll. Það sé því greinilegt að það sé eitthvað innanlandssmit í gangi sem sé að koma fram. Þá hafa þrír verið lagðir inn á Landspítala vegna Covid-19. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta sé eitthvað komið út í samfélagið og farið að blossa upp. Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af núna,“ sagði Þórólfur. Hann sagði spurninguna núna vera þá hvernig þessi smit sem greindust um helgina kæmu út og hvernig framhaldið verður næstu daga. Þá væri spurning hvort það þurfi eitthvað að breyta samkomutakmörkunum. Aðspurður hvað almenningur gæti gert til að halda veirunni niðri sagði Þórólfur að við þyrftum að vanda okkur. „Þótt við séum með ákveðin mörk fyrir hópamyndanir þá er ekki þar með sagt að við þurfum að vera í fimmtíu manna hópum eða með 200 manns,“ sagði Þórólfur og lagði áherslu á einstaklingsbundnu sóttvarnirnar eins og grímunotkun og handþvott. „Það er bara þannig að um leið og þetta fer að ganga vel þá bara ósjálfrátt fara hópar að slaka á og maður sér að það þarf ekki mikið til. Það þarf bara einn einstakling sem er með einkenni í einhverja daga og fer ekki í skimun og fer víða, og fólk fer ótrúlega víða.“ Greint var frá því fyrr í morgun að leikmaður meistaraflokks Fylkis í knattspyrnu karla hefði greinst með veiruna um helgina og að leikmannahópurinn væri því kominn í sóttkví. Þórólfur var spurður út í þessar fréttir og sagði að þetta gæti alveg verið í tengslum við smit sem kom upp um helgina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira