„Það er erfitt að hitta fólkið sitt því maður skammast sín svo mikið“ Atli Arason skrifar 19. mars 2021 23:00 Njarðvíkingar tapa og tapa. vísir/vilhelm Jón Arnór Sverrisson, leikmaður Njarðvíkur, var algjörlega miður sín og hálf orðlaus í viðtali eftir 89-57 tap gegn erkifjendunum í Keflavík. „Ég skammast mín, þetta er það versta sem ég hef á ævinni minni séð. Ég bara veit ekki hvað ég get sagt meira.“ Aðspurður af því hvers vegna Njarðvík tapaði svona stórt í kvöld svaraði Jón, „Það er erfitt að segja, ég eiginlega bara veit það ekki. Við spiluðum ekki vörn í kvöld og vorum lélegir í sókn. Þetta er alls ekki nógu gott. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira.“ Keflavík var betri aðilinn í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar voru þó ekki langt á eftir en í þriðja leikhluta þá gjörsamlega hrundi leikur gestanna og Keflavík valtaði yfir þá. „Við byrjuðum hræðilega í þriðja leikhluta, ég veit ekki hvort við náðum einu sinni að skora eitthvað á fyrstu mínútunum, þeir tóku eitthvað 13 eða 15-0 áhlaup á okkur.“ Jóni er þá bent á að Njarðvíkingar skoruðu bara tvö stig á fyrstu fimm mínútum þriðja leikhlutans. „Einmitt, það segir bara hversu slappir við vorum sóknarlega. Þetta er búið að vera svolítið svona í vetur. Allt of mikið drippl og hnoð. Við vorum að taka allt of mikið af tveggja stiga skotum sem er eiginlega versta skotið í leiknum, svona 'jumper-ar' á dripplinu.“ „Við vorum inn í leiknum í hálfleik en svo bara mættum við ekki til leiks í seinni hálfleik. Við vorum andlausir og andleysið var of mikið, það er eins og við höfum ekki trú á þessu. Við höfum verið að byrja þessa síðustu tapleiki ágætlega en svo fer einhvern veginn allt alltaf í klessu í seinni hálfleik. Það sama gerðist í dag.“ Jón Arnór og Þröstur Leó lentu eitthvað saman í fjórða leikhluta en það er alltaf mikill hiti í mönnum þegar þessi lið mætast á vellinum. Aðspurður að því hvað fór fram þeirra á milli sagði Jón, „Hann er með einhverja stæla þegar þeir eru 30 stigum yfir. Það er tilgangslaust og algjör óþarfi hjá honum. Hann sagðist þurfa að vera leiðinlegur, hann ræður hvernig hann hefur þetta en hann er samt toppmaður.“ Njarðvíkingar eru komnir í bullandi vesen í deildinni og eru farnir að daðra við falldrauginn. Einar Árni þjálfari Njarðvíkur kvartaði yfir því eftir tapið gegn Tindastól í síðasta leik liðsins að ósanngjarnt væri að mótherjar Njarðvíkur fái ítrekað auka dag í hvíld. Það truflar Jón Arnór þó ekki mikið. „Nei mér finnst þetta bara gaman. Færri æfingar og fleiri leikir en það er ógeðslega erfitt að vera tapa endalaust, það tekur á þegar maður þarf að mæta í vinnuna daginn eftir. Það er erfitt að hitta fólkið sitt því maður skammast sín svo mikið og sérstaklega eftir svona leik þar sem við spiluðum eins og aumingjar.“ „Við erum allavega ekkert hættir, langt því frá. Það jákvæða við þetta er að við getum nánast bara farið upp á við eftir þetta,“ sagði Jón Arnór Sverrisson að lokum. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 89-57 | Gestirnir niðurlægðir Njarðvík voru lömb leidd til slátrunar í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Keflavík er því með örugga forystu á toppnum en Njarðvík hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum. 19. mars 2021 21:52 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
„Ég skammast mín, þetta er það versta sem ég hef á ævinni minni séð. Ég bara veit ekki hvað ég get sagt meira.“ Aðspurður af því hvers vegna Njarðvík tapaði svona stórt í kvöld svaraði Jón, „Það er erfitt að segja, ég eiginlega bara veit það ekki. Við spiluðum ekki vörn í kvöld og vorum lélegir í sókn. Þetta er alls ekki nógu gott. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira.“ Keflavík var betri aðilinn í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar voru þó ekki langt á eftir en í þriðja leikhluta þá gjörsamlega hrundi leikur gestanna og Keflavík valtaði yfir þá. „Við byrjuðum hræðilega í þriðja leikhluta, ég veit ekki hvort við náðum einu sinni að skora eitthvað á fyrstu mínútunum, þeir tóku eitthvað 13 eða 15-0 áhlaup á okkur.“ Jóni er þá bent á að Njarðvíkingar skoruðu bara tvö stig á fyrstu fimm mínútum þriðja leikhlutans. „Einmitt, það segir bara hversu slappir við vorum sóknarlega. Þetta er búið að vera svolítið svona í vetur. Allt of mikið drippl og hnoð. Við vorum að taka allt of mikið af tveggja stiga skotum sem er eiginlega versta skotið í leiknum, svona 'jumper-ar' á dripplinu.“ „Við vorum inn í leiknum í hálfleik en svo bara mættum við ekki til leiks í seinni hálfleik. Við vorum andlausir og andleysið var of mikið, það er eins og við höfum ekki trú á þessu. Við höfum verið að byrja þessa síðustu tapleiki ágætlega en svo fer einhvern veginn allt alltaf í klessu í seinni hálfleik. Það sama gerðist í dag.“ Jón Arnór og Þröstur Leó lentu eitthvað saman í fjórða leikhluta en það er alltaf mikill hiti í mönnum þegar þessi lið mætast á vellinum. Aðspurður að því hvað fór fram þeirra á milli sagði Jón, „Hann er með einhverja stæla þegar þeir eru 30 stigum yfir. Það er tilgangslaust og algjör óþarfi hjá honum. Hann sagðist þurfa að vera leiðinlegur, hann ræður hvernig hann hefur þetta en hann er samt toppmaður.“ Njarðvíkingar eru komnir í bullandi vesen í deildinni og eru farnir að daðra við falldrauginn. Einar Árni þjálfari Njarðvíkur kvartaði yfir því eftir tapið gegn Tindastól í síðasta leik liðsins að ósanngjarnt væri að mótherjar Njarðvíkur fái ítrekað auka dag í hvíld. Það truflar Jón Arnór þó ekki mikið. „Nei mér finnst þetta bara gaman. Færri æfingar og fleiri leikir en það er ógeðslega erfitt að vera tapa endalaust, það tekur á þegar maður þarf að mæta í vinnuna daginn eftir. Það er erfitt að hitta fólkið sitt því maður skammast sín svo mikið og sérstaklega eftir svona leik þar sem við spiluðum eins og aumingjar.“ „Við erum allavega ekkert hættir, langt því frá. Það jákvæða við þetta er að við getum nánast bara farið upp á við eftir þetta,“ sagði Jón Arnór Sverrisson að lokum.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 89-57 | Gestirnir niðurlægðir Njarðvík voru lömb leidd til slátrunar í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Keflavík er því með örugga forystu á toppnum en Njarðvík hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum. 19. mars 2021 21:52 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 89-57 | Gestirnir niðurlægðir Njarðvík voru lömb leidd til slátrunar í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Keflavík er því með örugga forystu á toppnum en Njarðvík hefur tapað átta af síðustu níu leikjum sínum. 19. mars 2021 21:52
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti