Liggur enn ekki fyrir hvernig konan smitaðist Sylvía Hall skrifar 19. mars 2021 21:02 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna. Vísir/Egill Enn er ekki ljóst hvernig konan sem greindist með breska afbrigði kórónuveirunnar utan sóttkvíar á miðvikudag smitaðist af veirunni. Yfir hundrað einstaklingar eru í sóttkví vegna smitsins en smitrakningarteymi almannavarna telur sig hafa náð í flestalla þá sem eru útsettir. Þetta sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymisins, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir alltaf áhyggjuefni þegar smit greinist utan sóttkvíar, þá sérstaklega þegar fáir séu að greinast með veiruna. „Við erum náttúrulega vön því þegar bylgjurnar voru sem hæstar að þá voru mörg tilfelli utan sóttkvíar, en þegar svona fá eru fer allt í gang. Það er kortlagning á ferðum og mat á því hverjir teljist útsettir og hvort einhverjir sérstakir staðir eru þar sem þarf að gefa út viðvaranir.“ Þegar bylgjur faraldursins hafa staðið sem hæst hafa nokkrir tugir fólks starfað að smitrakningu, en að sögn Jóhanns hafa um það bil átta unnið að smitrakningu undanfarnar vikur. „Það eru svona fjórir að vinna á hverjum tíma og við höfum ekki farið niður úr því til að tryggja þetta viðbragð. Við erum líka að sinna allskonar eftirliti í kerfinu varðandi þá sem eru í sóttkví eftir komuna til landsins.“ Konan er starfsmaður ION-hótelsins við Nesjavelli.Vísir/Egill Færri útsettir þegar miklar takmarkanir eru í gildi Hann segir tímann leiða í ljós hvort takist að rekja uppruna smitsins en talsvert hafi verið um sýnatökur í kjölfarið. Almennt sé miðað við að þeir sem hafi verið í samskiptum við smitaðan einstakling 48 tímum fyrir einkenni geti verið útsettir. „Við erum að beita [sýnatökum] varðandi sérstaka hópa sem eru kannski fyrir utan þetta sóttkvíartímabil. Þá erum við í rauninni að skima fyrir því hvort einhver veira sé í því nærumhverfi.“ Hann segir verklagið í sífelldri þróun og mikil lærdómur hafi verið dreginn af síðastliðnu ári, en það séu miklar sveiflur eftir tímabilum hversu umfangsmikil smitrakning er. Þegar aðgerðir eru minni innanlands eru fleiri möguleikar fyrir veiruna að dreifa sér. „Þegar það eru takmarkanir í gangi eru færri sem eru útsettir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Reyndist vera með breska afbrigði veirunnar Kona sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudag er með breska afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Rúmlega hundrað einstaklingar voru sendir í sóttkví í gær eftir að konan greindist. 19. mars 2021 11:20 Ingó veðurguð í sóttkví eftir að hafa skemmt í starfsmannagleði Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er á leið í sóttkví. Hann skemmti á starfsmannagleði ION hótela á sunnudag en einn starfsmaður sem sótti samkvæmið greindist með veiruna í gær. 18. mars 2021 18:12 Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymisins, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir alltaf áhyggjuefni þegar smit greinist utan sóttkvíar, þá sérstaklega þegar fáir séu að greinast með veiruna. „Við erum náttúrulega vön því þegar bylgjurnar voru sem hæstar að þá voru mörg tilfelli utan sóttkvíar, en þegar svona fá eru fer allt í gang. Það er kortlagning á ferðum og mat á því hverjir teljist útsettir og hvort einhverjir sérstakir staðir eru þar sem þarf að gefa út viðvaranir.“ Þegar bylgjur faraldursins hafa staðið sem hæst hafa nokkrir tugir fólks starfað að smitrakningu, en að sögn Jóhanns hafa um það bil átta unnið að smitrakningu undanfarnar vikur. „Það eru svona fjórir að vinna á hverjum tíma og við höfum ekki farið niður úr því til að tryggja þetta viðbragð. Við erum líka að sinna allskonar eftirliti í kerfinu varðandi þá sem eru í sóttkví eftir komuna til landsins.“ Konan er starfsmaður ION-hótelsins við Nesjavelli.Vísir/Egill Færri útsettir þegar miklar takmarkanir eru í gildi Hann segir tímann leiða í ljós hvort takist að rekja uppruna smitsins en talsvert hafi verið um sýnatökur í kjölfarið. Almennt sé miðað við að þeir sem hafi verið í samskiptum við smitaðan einstakling 48 tímum fyrir einkenni geti verið útsettir. „Við erum að beita [sýnatökum] varðandi sérstaka hópa sem eru kannski fyrir utan þetta sóttkvíartímabil. Þá erum við í rauninni að skima fyrir því hvort einhver veira sé í því nærumhverfi.“ Hann segir verklagið í sífelldri þróun og mikil lærdómur hafi verið dreginn af síðastliðnu ári, en það séu miklar sveiflur eftir tímabilum hversu umfangsmikil smitrakning er. Þegar aðgerðir eru minni innanlands eru fleiri möguleikar fyrir veiruna að dreifa sér. „Þegar það eru takmarkanir í gangi eru færri sem eru útsettir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Reyndist vera með breska afbrigði veirunnar Kona sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudag er með breska afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Rúmlega hundrað einstaklingar voru sendir í sóttkví í gær eftir að konan greindist. 19. mars 2021 11:20 Ingó veðurguð í sóttkví eftir að hafa skemmt í starfsmannagleði Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er á leið í sóttkví. Hann skemmti á starfsmannagleði ION hótela á sunnudag en einn starfsmaður sem sótti samkvæmið greindist með veiruna í gær. 18. mars 2021 18:12 Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Reyndist vera með breska afbrigði veirunnar Kona sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudag er með breska afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Rúmlega hundrað einstaklingar voru sendir í sóttkví í gær eftir að konan greindist. 19. mars 2021 11:20
Ingó veðurguð í sóttkví eftir að hafa skemmt í starfsmannagleði Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er á leið í sóttkví. Hann skemmti á starfsmannagleði ION hótela á sunnudag en einn starfsmaður sem sótti samkvæmið greindist með veiruna í gær. 18. mars 2021 18:12
Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27