Real Madrid setja pressu á nágranna sína Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. mars 2021 17:11 Karim Benzema skoraði tvö mörk Madrídinga í dag. Diego Souto/Quality Sport Images/Getty Images Benzema kom Real Madrid yfir á 20. mínútu leiksins eftir undirbúining frá Toni Kroos, en það sama var á boðstólnum í öðru marki gestanna, þegar Toni Kroos lagði upp annað mark fyrir Frakkann. Santi Mina minnkaði muninn fyrir heimamenn fimm mínútum fyrir hálfleik. Svo virtist sem þetta yrðu lokatölur, en Marco Asensio gulltryggði sigurinn á 94. mínútu eftir stoðsendingu frá títtnefndum Karim Benzema. Real Madrid situr nú í öðru sæti deildarinna með 60 stig, stigi á undan Barcelona í þriðja sætinu og þrem stigum á eftir nágrönnum sínum í Atletico Madrid. Barcelona og Atletico Madrid hafa bæði spilað einum leik minna en Real, og spila þau bæði á morgun. FT: @RCCeltaEN 1-3 @realmadriden Santi Mina 40'; @Benzema 20', 30', @marcoasensio10 90'+4' #Emirates | #CeltaRealMadrid pic.twitter.com/UmrXn0mIqg— Real Madrid C.F. (@realmadriden) March 20, 2021 Spænski boltinn
Benzema kom Real Madrid yfir á 20. mínútu leiksins eftir undirbúining frá Toni Kroos, en það sama var á boðstólnum í öðru marki gestanna, þegar Toni Kroos lagði upp annað mark fyrir Frakkann. Santi Mina minnkaði muninn fyrir heimamenn fimm mínútum fyrir hálfleik. Svo virtist sem þetta yrðu lokatölur, en Marco Asensio gulltryggði sigurinn á 94. mínútu eftir stoðsendingu frá títtnefndum Karim Benzema. Real Madrid situr nú í öðru sæti deildarinna með 60 stig, stigi á undan Barcelona í þriðja sætinu og þrem stigum á eftir nágrönnum sínum í Atletico Madrid. Barcelona og Atletico Madrid hafa bæði spilað einum leik minna en Real, og spila þau bæði á morgun. FT: @RCCeltaEN 1-3 @realmadriden Santi Mina 40'; @Benzema 20', 30', @marcoasensio10 90'+4' #Emirates | #CeltaRealMadrid pic.twitter.com/UmrXn0mIqg— Real Madrid C.F. (@realmadriden) March 20, 2021
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti