Hættum útvistun þegar í stað Drífa Snædal skrifar 19. mars 2021 15:01 Um þessar mundir stendur yfir hringferð ASÍ um landið þar sem stjórnir aðildarfélaganna eru heimsóttar. Ég vil byrja á að þakka góðar móttökur, skemmtileg og krefjandi samtöl og brýningu til heildarsamtaka vinnandi fólks. Ég hlakka líka til áframhaldandi samtals næstu vikurnar. Það er ljóst eftir þessa fyrstu fundi að atvinnuleysi og vinnumarkaðasúrræði er fólki ofarlega í huga, húsnæðismál, heilbrigðismál og almennt staða vinnandi fólks í samskiptum við atvinnurekendur og samtök þeirra. Úrræði sem stjórnvöld kynntu síðastliðinn föstudag um atvinnuúrræði fyrir langtíma atvinnulausa ber að fagna og er tilefni til að hvetja atvinnuleitendur, stofnanir, sveitarfélög, frjáls félagasamtök og minni fyrirtæki til að taka þátt í verkefninu sem ber yfirskriftina “hefjum störf”. Langtíma atvinnuleysi og afkomuóöryggi hefur skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu eins og könnun Vörðu - rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins ber með sér og því mun skipta gríðarlegu máli á næstunni hvernig aðgengi að heilbriðisþjónustu verður háttað. Víða um landið er aðgengið lélegt og ljóst að alvarlegt misvægi er í ráðstöfun fjármuna á milli landshluta þegar kemur að heilbrigðismálum. Það er ekki í lagi að sérgreinalæknar hafi rúmar heimildir til að ganga í sameiginlega sjóði á meðan ekki er hægt að halda úti lágmarks heilbrigðisþjónustu í stórum byggðakjörnum. Heilbrigðisstofnanir eru svo fjársveltar að þær grípa til þeirra ráða að útvista ræstingum og þvottum, sem þýðir einungis það að kjör lægst launaða starfsfólksins versna og þjónustan sömuleiðis. Ég krefst þess að stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga lýsi því yfir að útvistun verði hætt þegar í stað og kjör þeirra sem vinna hjá hinu opinbera verði varin. Það er raunveruleg hætta á því að við flutning hjúrkunarheimila frá sveitarfélögum til ríkisins lækki laun starfsfólks - fólks sem hefur hlaupið hratt eftir niðurskurð hrunsáranna, tekið á sig skert starfshlutfall og greitt fyrir það með heilsubresti og lægri kjörum. Á sama tíma hóta sérgreinalæknar að beita sjúklingum fyrir sig til að fá áfram nær óheftan aðgang að ríkiskassanum. Svona er hin bitra mynd stéttskiptingarinnar innan heilbrigðisgeirans. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir stendur yfir hringferð ASÍ um landið þar sem stjórnir aðildarfélaganna eru heimsóttar. Ég vil byrja á að þakka góðar móttökur, skemmtileg og krefjandi samtöl og brýningu til heildarsamtaka vinnandi fólks. Ég hlakka líka til áframhaldandi samtals næstu vikurnar. Það er ljóst eftir þessa fyrstu fundi að atvinnuleysi og vinnumarkaðasúrræði er fólki ofarlega í huga, húsnæðismál, heilbrigðismál og almennt staða vinnandi fólks í samskiptum við atvinnurekendur og samtök þeirra. Úrræði sem stjórnvöld kynntu síðastliðinn föstudag um atvinnuúrræði fyrir langtíma atvinnulausa ber að fagna og er tilefni til að hvetja atvinnuleitendur, stofnanir, sveitarfélög, frjáls félagasamtök og minni fyrirtæki til að taka þátt í verkefninu sem ber yfirskriftina “hefjum störf”. Langtíma atvinnuleysi og afkomuóöryggi hefur skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu eins og könnun Vörðu - rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins ber með sér og því mun skipta gríðarlegu máli á næstunni hvernig aðgengi að heilbriðisþjónustu verður háttað. Víða um landið er aðgengið lélegt og ljóst að alvarlegt misvægi er í ráðstöfun fjármuna á milli landshluta þegar kemur að heilbrigðismálum. Það er ekki í lagi að sérgreinalæknar hafi rúmar heimildir til að ganga í sameiginlega sjóði á meðan ekki er hægt að halda úti lágmarks heilbrigðisþjónustu í stórum byggðakjörnum. Heilbrigðisstofnanir eru svo fjársveltar að þær grípa til þeirra ráða að útvista ræstingum og þvottum, sem þýðir einungis það að kjör lægst launaða starfsfólksins versna og þjónustan sömuleiðis. Ég krefst þess að stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga lýsi því yfir að útvistun verði hætt þegar í stað og kjör þeirra sem vinna hjá hinu opinbera verði varin. Það er raunveruleg hætta á því að við flutning hjúrkunarheimila frá sveitarfélögum til ríkisins lækki laun starfsfólks - fólks sem hefur hlaupið hratt eftir niðurskurð hrunsáranna, tekið á sig skert starfshlutfall og greitt fyrir það með heilsubresti og lægri kjörum. Á sama tíma hóta sérgreinalæknar að beita sjúklingum fyrir sig til að fá áfram nær óheftan aðgang að ríkiskassanum. Svona er hin bitra mynd stéttskiptingarinnar innan heilbrigðisgeirans. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar