Hættum útvistun þegar í stað Drífa Snædal skrifar 19. mars 2021 15:01 Um þessar mundir stendur yfir hringferð ASÍ um landið þar sem stjórnir aðildarfélaganna eru heimsóttar. Ég vil byrja á að þakka góðar móttökur, skemmtileg og krefjandi samtöl og brýningu til heildarsamtaka vinnandi fólks. Ég hlakka líka til áframhaldandi samtals næstu vikurnar. Það er ljóst eftir þessa fyrstu fundi að atvinnuleysi og vinnumarkaðasúrræði er fólki ofarlega í huga, húsnæðismál, heilbrigðismál og almennt staða vinnandi fólks í samskiptum við atvinnurekendur og samtök þeirra. Úrræði sem stjórnvöld kynntu síðastliðinn föstudag um atvinnuúrræði fyrir langtíma atvinnulausa ber að fagna og er tilefni til að hvetja atvinnuleitendur, stofnanir, sveitarfélög, frjáls félagasamtök og minni fyrirtæki til að taka þátt í verkefninu sem ber yfirskriftina “hefjum störf”. Langtíma atvinnuleysi og afkomuóöryggi hefur skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu eins og könnun Vörðu - rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins ber með sér og því mun skipta gríðarlegu máli á næstunni hvernig aðgengi að heilbriðisþjónustu verður háttað. Víða um landið er aðgengið lélegt og ljóst að alvarlegt misvægi er í ráðstöfun fjármuna á milli landshluta þegar kemur að heilbrigðismálum. Það er ekki í lagi að sérgreinalæknar hafi rúmar heimildir til að ganga í sameiginlega sjóði á meðan ekki er hægt að halda úti lágmarks heilbrigðisþjónustu í stórum byggðakjörnum. Heilbrigðisstofnanir eru svo fjársveltar að þær grípa til þeirra ráða að útvista ræstingum og þvottum, sem þýðir einungis það að kjör lægst launaða starfsfólksins versna og þjónustan sömuleiðis. Ég krefst þess að stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga lýsi því yfir að útvistun verði hætt þegar í stað og kjör þeirra sem vinna hjá hinu opinbera verði varin. Það er raunveruleg hætta á því að við flutning hjúrkunarheimila frá sveitarfélögum til ríkisins lækki laun starfsfólks - fólks sem hefur hlaupið hratt eftir niðurskurð hrunsáranna, tekið á sig skert starfshlutfall og greitt fyrir það með heilsubresti og lægri kjörum. Á sama tíma hóta sérgreinalæknar að beita sjúklingum fyrir sig til að fá áfram nær óheftan aðgang að ríkiskassanum. Svona er hin bitra mynd stéttskiptingarinnar innan heilbrigðisgeirans. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir stendur yfir hringferð ASÍ um landið þar sem stjórnir aðildarfélaganna eru heimsóttar. Ég vil byrja á að þakka góðar móttökur, skemmtileg og krefjandi samtöl og brýningu til heildarsamtaka vinnandi fólks. Ég hlakka líka til áframhaldandi samtals næstu vikurnar. Það er ljóst eftir þessa fyrstu fundi að atvinnuleysi og vinnumarkaðasúrræði er fólki ofarlega í huga, húsnæðismál, heilbrigðismál og almennt staða vinnandi fólks í samskiptum við atvinnurekendur og samtök þeirra. Úrræði sem stjórnvöld kynntu síðastliðinn föstudag um atvinnuúrræði fyrir langtíma atvinnulausa ber að fagna og er tilefni til að hvetja atvinnuleitendur, stofnanir, sveitarfélög, frjáls félagasamtök og minni fyrirtæki til að taka þátt í verkefninu sem ber yfirskriftina “hefjum störf”. Langtíma atvinnuleysi og afkomuóöryggi hefur skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu eins og könnun Vörðu - rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins ber með sér og því mun skipta gríðarlegu máli á næstunni hvernig aðgengi að heilbriðisþjónustu verður háttað. Víða um landið er aðgengið lélegt og ljóst að alvarlegt misvægi er í ráðstöfun fjármuna á milli landshluta þegar kemur að heilbrigðismálum. Það er ekki í lagi að sérgreinalæknar hafi rúmar heimildir til að ganga í sameiginlega sjóði á meðan ekki er hægt að halda úti lágmarks heilbrigðisþjónustu í stórum byggðakjörnum. Heilbrigðisstofnanir eru svo fjársveltar að þær grípa til þeirra ráða að útvista ræstingum og þvottum, sem þýðir einungis það að kjör lægst launaða starfsfólksins versna og þjónustan sömuleiðis. Ég krefst þess að stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga lýsi því yfir að útvistun verði hætt þegar í stað og kjör þeirra sem vinna hjá hinu opinbera verði varin. Það er raunveruleg hætta á því að við flutning hjúrkunarheimila frá sveitarfélögum til ríkisins lækki laun starfsfólks - fólks sem hefur hlaupið hratt eftir niðurskurð hrunsáranna, tekið á sig skert starfshlutfall og greitt fyrir það með heilsubresti og lægri kjörum. Á sama tíma hóta sérgreinalæknar að beita sjúklingum fyrir sig til að fá áfram nær óheftan aðgang að ríkiskassanum. Svona er hin bitra mynd stéttskiptingarinnar innan heilbrigðisgeirans. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun