Mikilvægi tjáningarfrelsisins Anna Lúðvíksdóttir skrifar 22. mars 2021 08:31 Almenningi er tamt að nota orðið hatursorðræða þegar viðhöfð eru móðgandi eða særandi ummæli í garð einstaklings en þegar að er gáð er ljóst að skilgreining á hatursorðræðu samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi er mun þrengri. Afstaða Amnesty International til hatursorðræðu byggir á fyrrgreindum samningi. Þar segir að allur málflutningur til stuðnings haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga sem felur í sér hvatningu um mismunun, fjandskap eða ofbeldi skuli bannaður með lögum. Hatursorðræða er því meira en aðeins tjáning á hugmyndum eða skoðunum sem fela í sér hatur í garð einstaklinga innan ákveðins hóps. Hatursorðræða er því málflutningur til stuðnings haturs sem sýnir með skýrum hætti ásetning þar sem aðrir eru hvattir til að mismuna, sýna andúð eða beita tiltekinn hóp ofbeldi. Í Rabat-aðgerðaáætluninni sem samin var á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um hvernig stemma mætti stigu við hvatningu til haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga, er settur fram sex þrepa mælikvarði til að ákvarða hvort tjáning teljist til hatursorðræðu og sé refsiverð. Í þrepunum er horft til þess í hvaða samhengi ummælin eru látin falla, hver tjáir sig, ásetnings, innihalds, umfangs og hverjar líkurnar eru á því að tjáningin leiði til skaða. Rétturinn til tjáningarfrelsis nær til tjáningar sem kemur öðrum úr jafnvægi, móðgar og truflar. Tjáning sem gengur á hlut einhvers en telst ekki sem stuðningur til haturs eða sem hvatning um mismunun, fjandskap eða ofbeldi á ekki að vera refsiverð né takmörkuð nema slíkt byggi á lögum, þjóni lögmætu markmiði og sé nauðsynlegt. Í Rabat-aðgerðaáætluninni er lagt til að refsingar vegna tjáningar sem brjóta í bága við lög teljist til síðustu úrræða sem gripið er til. Það skal undirstrika að afstaða Amnesty International felur ekki í sér að láta tjáningu eins og fordómafull ummæli óátalin. Í því sambandi vísum við til Rabat-aðgerðaáætlunarinnar þar sem ríki eru hvött til þess að stemma stigu við ólögmætum ummælum með öðrum viðurlögum en refsingu.til að koma í veg fyrir ólögmæta tjáningu, svo sem með réttinum til að krefjast bóta, réttinum til leiðréttinga og svara. Ríkjum er ætlað að banna málflutning til stuðnings haturs sem felur í sér fyrrgreinda hvatningu. Mikilvægt er að slík bönn séu sett fram í lögum með nákvæmum hætti þannig að stjórnvöld hafi ekki svigrúm til að misbeita þeim. Amnesty International hefur skrásett fjölda dæma frá löndum eins og Egyptalandi, Nígeríu, Pakistan og Veneseúela þar sem mistækri og óljósri löggjöf er beitt með vísan í víða skilgreiningu á hatursorðræðu til að þagga niður í stjórnarandstæðingum, aðgerðasinnum, fjölmiðlafólki og öðrum þeim sem stjórnvöldum hugnast ekki. Amnesty International krefst þess að vel sé gætt að jafnvægi milli réttarins um bann við mismunun og réttinum til tjáningarfrelsis. Takmarkanir á tjáningu sem byggja ekki á lögum, þjóna ekki lögmætu markmiði eða eru ekki nauðsynlegar standast ekki samning Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Aðgerðir sem takmarka tjáningu með refsingu séu ekki árangursríkar í baráttu gegn mismunun. Ríki eiga heldur að setja sér yfirgripsmikla löggjöf um bann við mismunun og tryggja víðtækar stefnumótunaraðgerðir til að takast á við undirrót umburðarleysis. Skilvirk vernd og félagsleg þátttaka jaðarsettra hópa krefst víðtækra aðgerða ríkisins og samfélagsins alls. Meðal annars með því að stuðlað sé að samræðum milli ólíkra menningarheima, fræðslu um fjölbreytni og fjölhyggju og valdeflingu minnihlutahópa til að nýta sér rétt sinn til tjáningarfrelsis. Í því samhengi er mikilvægt að stjórnmálaleiðtogar tali gegn orðræðu sem felur í sér mismunun, hvar sem hún á sér stað. Amnesty International heldur áfram baráttunni fyrir mannréttindum allra einstaklinga og hópa með það að leiðarljósi að efla jafnrétti meðal fólks og sporna gegn mismunun. Grunnurinn að opnu og sanngjörnu samfélagi byggir á því að fólk geti notið þessara réttinda, óttalaust og án þvingana eða ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. Í slíku samfélagi njóta almennir borgarar réttlætis og mannréttinda. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðis og verndun þess er nauðsynleg í heilbrigðri lýðræðislegri umræðu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Almenningi er tamt að nota orðið hatursorðræða þegar viðhöfð eru móðgandi eða særandi ummæli í garð einstaklings en þegar að er gáð er ljóst að skilgreining á hatursorðræðu samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi er mun þrengri. Afstaða Amnesty International til hatursorðræðu byggir á fyrrgreindum samningi. Þar segir að allur málflutningur til stuðnings haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga sem felur í sér hvatningu um mismunun, fjandskap eða ofbeldi skuli bannaður með lögum. Hatursorðræða er því meira en aðeins tjáning á hugmyndum eða skoðunum sem fela í sér hatur í garð einstaklinga innan ákveðins hóps. Hatursorðræða er því málflutningur til stuðnings haturs sem sýnir með skýrum hætti ásetning þar sem aðrir eru hvattir til að mismuna, sýna andúð eða beita tiltekinn hóp ofbeldi. Í Rabat-aðgerðaáætluninni sem samin var á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um hvernig stemma mætti stigu við hvatningu til haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga, er settur fram sex þrepa mælikvarði til að ákvarða hvort tjáning teljist til hatursorðræðu og sé refsiverð. Í þrepunum er horft til þess í hvaða samhengi ummælin eru látin falla, hver tjáir sig, ásetnings, innihalds, umfangs og hverjar líkurnar eru á því að tjáningin leiði til skaða. Rétturinn til tjáningarfrelsis nær til tjáningar sem kemur öðrum úr jafnvægi, móðgar og truflar. Tjáning sem gengur á hlut einhvers en telst ekki sem stuðningur til haturs eða sem hvatning um mismunun, fjandskap eða ofbeldi á ekki að vera refsiverð né takmörkuð nema slíkt byggi á lögum, þjóni lögmætu markmiði og sé nauðsynlegt. Í Rabat-aðgerðaáætluninni er lagt til að refsingar vegna tjáningar sem brjóta í bága við lög teljist til síðustu úrræða sem gripið er til. Það skal undirstrika að afstaða Amnesty International felur ekki í sér að láta tjáningu eins og fordómafull ummæli óátalin. Í því sambandi vísum við til Rabat-aðgerðaáætlunarinnar þar sem ríki eru hvött til þess að stemma stigu við ólögmætum ummælum með öðrum viðurlögum en refsingu.til að koma í veg fyrir ólögmæta tjáningu, svo sem með réttinum til að krefjast bóta, réttinum til leiðréttinga og svara. Ríkjum er ætlað að banna málflutning til stuðnings haturs sem felur í sér fyrrgreinda hvatningu. Mikilvægt er að slík bönn séu sett fram í lögum með nákvæmum hætti þannig að stjórnvöld hafi ekki svigrúm til að misbeita þeim. Amnesty International hefur skrásett fjölda dæma frá löndum eins og Egyptalandi, Nígeríu, Pakistan og Veneseúela þar sem mistækri og óljósri löggjöf er beitt með vísan í víða skilgreiningu á hatursorðræðu til að þagga niður í stjórnarandstæðingum, aðgerðasinnum, fjölmiðlafólki og öðrum þeim sem stjórnvöldum hugnast ekki. Amnesty International krefst þess að vel sé gætt að jafnvægi milli réttarins um bann við mismunun og réttinum til tjáningarfrelsis. Takmarkanir á tjáningu sem byggja ekki á lögum, þjóna ekki lögmætu markmiði eða eru ekki nauðsynlegar standast ekki samning Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Aðgerðir sem takmarka tjáningu með refsingu séu ekki árangursríkar í baráttu gegn mismunun. Ríki eiga heldur að setja sér yfirgripsmikla löggjöf um bann við mismunun og tryggja víðtækar stefnumótunaraðgerðir til að takast á við undirrót umburðarleysis. Skilvirk vernd og félagsleg þátttaka jaðarsettra hópa krefst víðtækra aðgerða ríkisins og samfélagsins alls. Meðal annars með því að stuðlað sé að samræðum milli ólíkra menningarheima, fræðslu um fjölbreytni og fjölhyggju og valdeflingu minnihlutahópa til að nýta sér rétt sinn til tjáningarfrelsis. Í því samhengi er mikilvægt að stjórnmálaleiðtogar tali gegn orðræðu sem felur í sér mismunun, hvar sem hún á sér stað. Amnesty International heldur áfram baráttunni fyrir mannréttindum allra einstaklinga og hópa með það að leiðarljósi að efla jafnrétti meðal fólks og sporna gegn mismunun. Grunnurinn að opnu og sanngjörnu samfélagi byggir á því að fólk geti notið þessara réttinda, óttalaust og án þvingana eða ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. Í slíku samfélagi njóta almennir borgarar réttlætis og mannréttinda. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðis og verndun þess er nauðsynleg í heilbrigðri lýðræðislegri umræðu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun