Gömul byssa kom upp með síðustu skóflunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. mars 2021 19:01 Húseigandi á Seltjarnarnesi sem vinnur að endurbótum á húsinu sínu gróf niður á forvitnilegan hlut þegar forláta byssa kom upp með skóflunni. Ljóst er að byssan hefur legið lengi í jörðu en finnandinn hefur á huga á að fá hana til varðveislu. Eigendur hússins tóku við því fyrir tveimur vikum og hófu strax framkvæmdir. Framkvæmdir sem hafa undið upp á sig og á þeim tíma hafa forvitnilegir hlutir komið upp. Einn stendur þó upp úr. „Maður ætlar að opna eitt gólf og þá er einhver raki þar og þá eltir maður það og nú er húsið hreinlega orðið fokhelt. Þetta eru allskonar glaðningar hér og þar,“ segir Guðmundur. Eignin stendur við Miðbraut á Seltjarnarnesi og var byggð á sjöundaáratugnum. Guðmundur Ari Sigurjónsson gróf niður á byssuna þegar hann var í framkvæmdum við heimili sitt. Hann telur líklegt að hún hafi legið þar frá því húsið var byggt á árunum 1960-1965.Vísir/Sigurjón „Er svona hægt og rólega búinn að vera að taka hana í gegn. Hvert sinn sem maður opnar eitthvað lag þá birtist eitthvað þannig að framkvæmdin er aðeins búin að vaxa. Svo vorum við að drena hérna meðfram húsinu og bara í síðustu skóflunni í skurðinum þá birtist skammbyssa í skóflunni,“ segir Guðmundur. Guðmundur taldi í fyrstu að um leikfangabyssu væri að ræða en umgjörð hennar og þyngd benti til annars. Hann segir hana hafa verið lengi undir jarðveginum. „Hún var alveg ryðguð og djúpt í jarðvegi. Jarðvegurinn lítur allur eins út. Þannig að ég ætla gefa mér það að það sé allavega frá því að húsið var byggt ef ekki fyrr,“ segir Guðmundur. Sem var á árunum 1960-1965. Hann áttar sig ekki á tegund eða aldri. Guðmundur Ari Sigurjónsson stendur í miklum framkvæmdum við hús sem hann festi nýlega kaup á.Vísir/Sigurjón Kíki ekki á internetið til að reyna finna sögu byssunnar „Nei, maður er ekki nægilega mikill sérfræðingur í skotvopnum en þetta var svona einhver lítil og nett skammbyssa,“ segir Guðmundur. Guðmundur tilkynnti fundinn til lögreglu sem kom á vettvang í dag tók byssuna til skoðunar. Hann vonast til þess að fá byssuna aftur. „Ég vona að ég fái að eiga byssuna aftur svo maður gæti rammað hana inn í fasteigninni ef hún verður einhvern tímann tilbúin." Vonast eftir að finna peningapoka næst „Ég vona að ég fari að finna einhver verðmæti. Hingað til hefur þetta aðallega verið kostnaður og svo þessi byssa sem ég hélt að væru einhver verðmæti í að þá kemur lögreglan og fjarlægir hana. Vonandi finn ég einhvern peningapoka næst,“ segir Guðmundur. Seltjarnarnes Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira
Eigendur hússins tóku við því fyrir tveimur vikum og hófu strax framkvæmdir. Framkvæmdir sem hafa undið upp á sig og á þeim tíma hafa forvitnilegir hlutir komið upp. Einn stendur þó upp úr. „Maður ætlar að opna eitt gólf og þá er einhver raki þar og þá eltir maður það og nú er húsið hreinlega orðið fokhelt. Þetta eru allskonar glaðningar hér og þar,“ segir Guðmundur. Eignin stendur við Miðbraut á Seltjarnarnesi og var byggð á sjöundaáratugnum. Guðmundur Ari Sigurjónsson gróf niður á byssuna þegar hann var í framkvæmdum við heimili sitt. Hann telur líklegt að hún hafi legið þar frá því húsið var byggt á árunum 1960-1965.Vísir/Sigurjón „Er svona hægt og rólega búinn að vera að taka hana í gegn. Hvert sinn sem maður opnar eitthvað lag þá birtist eitthvað þannig að framkvæmdin er aðeins búin að vaxa. Svo vorum við að drena hérna meðfram húsinu og bara í síðustu skóflunni í skurðinum þá birtist skammbyssa í skóflunni,“ segir Guðmundur. Guðmundur taldi í fyrstu að um leikfangabyssu væri að ræða en umgjörð hennar og þyngd benti til annars. Hann segir hana hafa verið lengi undir jarðveginum. „Hún var alveg ryðguð og djúpt í jarðvegi. Jarðvegurinn lítur allur eins út. Þannig að ég ætla gefa mér það að það sé allavega frá því að húsið var byggt ef ekki fyrr,“ segir Guðmundur. Sem var á árunum 1960-1965. Hann áttar sig ekki á tegund eða aldri. Guðmundur Ari Sigurjónsson stendur í miklum framkvæmdum við hús sem hann festi nýlega kaup á.Vísir/Sigurjón Kíki ekki á internetið til að reyna finna sögu byssunnar „Nei, maður er ekki nægilega mikill sérfræðingur í skotvopnum en þetta var svona einhver lítil og nett skammbyssa,“ segir Guðmundur. Guðmundur tilkynnti fundinn til lögreglu sem kom á vettvang í dag tók byssuna til skoðunar. Hann vonast til þess að fá byssuna aftur. „Ég vona að ég fái að eiga byssuna aftur svo maður gæti rammað hana inn í fasteigninni ef hún verður einhvern tímann tilbúin." Vonast eftir að finna peningapoka næst „Ég vona að ég fari að finna einhver verðmæti. Hingað til hefur þetta aðallega verið kostnaður og svo þessi byssa sem ég hélt að væru einhver verðmæti í að þá kemur lögreglan og fjarlægir hana. Vonandi finn ég einhvern peningapoka næst,“ segir Guðmundur.
Seltjarnarnes Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira