Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 97-98 | KR stal sigrinum í sinni síðustu sókn Gunnar Gunnarsson skrifar 18. mars 2021 21:00 Matthías Orri átti frábæran leik í liði KR í kvöld en hann skoraði 24 stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Vísir/Vilhelm Tyler Sabin var hetja KR-inga þegar þeir unnu Hött með einu stigi á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. KR-ingar voru skrefinu á eftir allan leikinn en stálu sigrinum í sinni síðustu sókn. Að vissu leyti má segja að leikurinn hafi verið stórtíðindalaus, þar til svo að segja í blálokin. Höttur tók forskotið með fyrstu körfu og hafði forustu svo að segja allan leikinn. Mestur varð munurinn tólf stig, 50-38, rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. KR-ingar kröfsuðu sig til baka og minnkuðu muninn í 52-46 áður en hann var úti. Himininn yfir Egilsstöðum var heiður og sólríkur í dag en þó mátti greina nokkur óveðursský. Í fyrsta lagi hrönnuðust upp villur á liðið. Í öðru lagi fóru dauðafæri forgörðum, nokkrum sinnum þurftu Hattarmenn ekki að gera annað en leggja boltann ofan í en brást þá bogalistinn. Slíkar körfur hefðu dauðrotað KR-liðið, sem virtist vankað af sólsting. Í þriðja lagi virtist Tyler alltaf eiga körfu í pokahorninu þegar Höttur ætlaði að rífa sig frá. KR-ingum gekk heldur betur í seinni hálfleik og náðu að komast yfir, 64-68 eftir að hafa skorað átta stig í röð þegar leið á þriðja leikhluta. Á þessum kafla var Bandaríkjamaðurinn Michael Mallory, sem átti frábæran leik fyrir Hött, kominn á bekkinn með fjórar villur og liðsfélagar hans voru ringlaðir án hans um stund. En það leystist og frábær þriggja stiga karfa Matej Karlovic af löngu færi á síðustu sekúndum leikhlutans komu Hetti í 77-75. Síðustu 90 sekúndurnar Höttur hélt áfram forustunni í fjórða leikhluta og sigurinn virtist í augsýn þegar Mallory kom heimamönnum 95-88 yfir með þriggja stiga körfu þegar ein og hálf mínúta lifði af leiknum. KR-ingar tóku leikhlé og minnkuðu muninn strax. Hattarmenn fóru í sókn og voru ljónheppnir að tapa boltanum ekki í tvígang, áður en hann barst til David Guardia sem fékk víti. Hann nýtti hins vegar aðeins annað skotið, KR-ingar fóru í sókn og Brynjar Þór Björnsson setti niður þriggja stiga körfu. Þar með var staðan orðin 96-93 og 44 sekúndur eftir. Næsta sókn Hattar geigaði og eftir barning fengu KR-ingar eitt af fjölmörgum vítum sínum í leikhlutanum, enda voru þeir komnir í bónus eftir aðeins fjórar mínútur, Hattarmenn höfðu þá fengið á sig fimm villur gegn engri. Jakob Örn Sigurðsson skoraði úr báðum skotunum og munurinn orðinn eitt stig með 17 sekúndur eftir. Hattarmenn tóku langt innkast á Bryan Alberts sem KR-ingar þrengdu vel að. Honum tókst að fá villu en nýtti bara annað skotið. Gestirnir náðu frákastinu og boltinn fór upp á Tyler sem vék sér til vinstri og smellti niður þriggja stiga skoti með 4,5 sekúndur eftir á klukkunni. Þögn sló á húsið enda Héraðsbúar særðir eftir að hafa haft kverkatak á Stjörnunni í síðasta heimaleik en tapað með einu stigi eftir síðustu sóknirnar. Hattarmenn tóku leikhlé, KR-ingar spiluðu góða vörn og Mallory fór upp í erfitt skot sem geigaði. KR-ingar blökuðu boltanum út af þannig heimaliðið fékk innkast með 0,4 sekúndur eftir á klukkunni. Það reyndi að koma boltanum á Mallory til að láta hann blaka boltanum ofan í, en hann náði ekki til boltans og leiktíminn rann út. Meðan KR-ingar fögnuðust skömmuðust heimamenn í dómurunum, annars vegar því þeir töldu að brotið hefði verið á Mallory, hins vegar út af leiknum almennt. Hattarmenn fengu á sig 32 villur gegn 23, en villur gestanna komu margar í lokin þegar þeir brutu til að hægja á heimaliðinu. Mallory var stigahæstur Hattarmanna með 27 stig. Tyler skoraði 26 stig fyrir KR og Matthías Orri Sigurðsson 24. Tyler Sabin var stigahæstur KR-inga í kvöld.Vísir/Vilhelm Af hverju vann KR? Það er góð spurning. Það er lærðra körfuboltafræðinga að ræða því sigurinn var ekki verðskuldaður. Benda má á hæfileika einstaklinga til að bjarga glataðri stöðu. Kannski er svarið bara heppni? Eins má spyrja: Hvernig vann ekki Höttur? Svörin við henni enda í álíka heimspeki. Hvað gekk vel? Leikur Hattar gekk almennt mjög vel. Eins og villurnar bera með sér var varnarleikurinn afar ákveðinn en 16 stolnir boltar vitna líka um gæði hans. Það má líka tala um 55% skotnýtingu KR, sem átti 20 skotum færra en Höttur. Hvað gekk illa? Leikur KR gekk almennt frekar illa og liðið virkaði andlaust en náði að halda sér inni í leiknum og af einskærri heppni stela sigrinum. Villuvandræði Hattar þvældust fyrir liðinu, um miðjan fjórða leikhluta voru fjórir leikmenn liðsins komnir í fjórar villur og þrír í viðbót með þrjár. Hvað þýða úrslitin? KR heldur áfram í samkeppninni um heimaleikjaréttinn í deildinni, er jafnt Þór Þorlákshöfn og Stjörnunni í 2. – 4. sæti með 20 stig en KR raðast í það þriðja. Liðið fær Þór Akureyri í heimsókn á sunnudag. Höttur er næst neðstur, með 8 stig, tveimur meira en Haukar en tveimur minna en Njarðvík. Allir leikir eru liðinu mikilvægir en leikurinn gegn Tindastóli á Sauðárkróki er lykilleikur því Skagfirðingarnir eru stutt frá. Viðar Örn: Eigum að vinna ef eðlilega er að umgjörð leikja staðið Viðar Örn Hafsteinsson var ekki sáttur í leikslok.Vísir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var afar ósáttur við dómara leiks Hattar og KR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld, sem gestirnir unnu 97-98. Hattarliðið fékk 50% fleiri villur en gestirnir í leiknum. Hattarliðið var í góðri stöðu þegar tæp ein og hálf mínúta var eftir af leiknum með 95-88 forskot. Viðar Örn var ekki til í að fara djúpt í hvað gerðist á þeim kafla. „Þú getur horft á það,“ svaraði hann. Hann lýsti ánægju með frammistöðu Hattarliðsins sem var yfir svo að segja allan leikinn þar sem Tyler Sabin skoraði þriggja stiga körfu þegar þrjár sekúndur voru eftir. „Mér fannst frammistaða okkar mjög góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auðvitað gerum við nokkur mistök og þegar KR keyrði upp hraðann gáfum við þeim stundum full auðvelda leið að körfunni.“ „Óboðlegt að fá svona sendingar“ En Viðar Örn var virkilega ósáttur við frammistöðu dómara leiksins. Hattarliðið var í bullandi villuvandræðum þegar leið að lokum og þegar yfir lauk hafði liðið fengið 32 villur gegn 21. Flestar villur KR-ingar komu í restina, en þegar fjórar mínútur voru liðnar af síðasta leikhlutanum hafði Höttur fengið á sig fimm villur en KR enga. „Ætli villufjöldinn hafi ekki verið 30-15 á tímabili. Þarna erum við komnir með fimm villur en þeir enga eftir fjórar mínútur. Þeir geta síðan farið að stoppa okkar sóknir með að brjóta viljandi á okkur. Kannski spiluðum við harðari vörn og brutum meira af okkur, en það eru samt alltof mörg mistök sem hafa gríðarleg áhrif á okkur. Lykilmenn eru flautaðir út úr leiknum en við fáum ekkert hinu megin. Þar liggur leikurinn. Mér fannst frammistaða okkar mjög góð og ég vil hrósa mínum mönnum. Það sem er hins vegar vanvirðing við leikinn er frammistaða þriggja manna hér í kvöld. Það er gjörsamlega óboðlegt að fá svona sendingar – gjörsamlega óboðlegt! Ég fullyrði að frammistaðan sem við sýndum hér í kvöld á alltaf að duga til sigurs ef eðlilega er að umgjörð staðið,“ sagði Viðar. Michael Mallory, sem glímt hefur við meiðsli, spilaði allan leikinn í kvöld en Matej Karlovic meiddist eftir skot í lokin. „Mike er góður, hann stjórnar leiknum. Það kemur í ljós á morgun hvernig Matej er.“ Höttur leikur næst gegn Tindastóli á Sauðárkróki á sunnudag. „Við verðum að vera tilbúnir þar. Vonandi veðrur allt eðlilegt á Sauðárkróki og við höldum áfram að skila svona góðri frammistöðu.“ Hörður: Skelfileg frammistaða en sigur er sigur Hörður stýrði KR-liðinu í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hörður Unnsteinsson, aðstoðarþjálfari, stýrði liði KR gegn Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld þar sem Darri Freyr Atlason, aðalþjálfari, tók út leikbann. Hörður viðurkenndi að KR liðið hefði verið lánsamt að vinna 97-98. „Þetta var ansi tæpur sigur en sætur. Ég held við höfum ekki leitt nema nokkrar mínútur í leiknum,“ sagði Hörður eftir leikinn. KR var undir þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum en tókst að vinna með þriggja stiga skoti Tyler Sabin þegar fimm sekúndur voru eftir. „Við tókum þarna leikhlé til að reyna að vinna okkur til baka. Við settum upp kerfi til að fá fljóta körfu úr innkasti. Það gekk eftir og við komumst á bragðið. Síðan stöðvum við þá og fáum aðra körfu. Síðan brenna þeir af nokkrum vítum sem skilur eftir tækifæri fyrir Tyler. Hann var heppinn því ég ætlaði að taka hann út af þegar tvær mínútur voru eftir því hann var búinn að vera svo lélegur í leikhlutanum. En hann gerir það sem hann er góður í, hann er frábær skorari og skytta.“ En heilt yfir var frammistaða KR ekki góð í kvöld. „Hún var skelfileg, alls ekki góð. Við vorum andlausir. Við vorum sammála um það í hálfleik og ef eitthvað var þá hefðum við átt að vera meira undir. En sigur er sigur. Þetta er eitthvað sem KR hefur gert síðustu 6-7 ár að klára svona leiki þegar hlutirnir ganga ekki upp.“ Dominos-deild karla Höttur KR Íslenski körfuboltinn Körfubolti
Tyler Sabin var hetja KR-inga þegar þeir unnu Hött með einu stigi á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. KR-ingar voru skrefinu á eftir allan leikinn en stálu sigrinum í sinni síðustu sókn. Að vissu leyti má segja að leikurinn hafi verið stórtíðindalaus, þar til svo að segja í blálokin. Höttur tók forskotið með fyrstu körfu og hafði forustu svo að segja allan leikinn. Mestur varð munurinn tólf stig, 50-38, rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. KR-ingar kröfsuðu sig til baka og minnkuðu muninn í 52-46 áður en hann var úti. Himininn yfir Egilsstöðum var heiður og sólríkur í dag en þó mátti greina nokkur óveðursský. Í fyrsta lagi hrönnuðust upp villur á liðið. Í öðru lagi fóru dauðafæri forgörðum, nokkrum sinnum þurftu Hattarmenn ekki að gera annað en leggja boltann ofan í en brást þá bogalistinn. Slíkar körfur hefðu dauðrotað KR-liðið, sem virtist vankað af sólsting. Í þriðja lagi virtist Tyler alltaf eiga körfu í pokahorninu þegar Höttur ætlaði að rífa sig frá. KR-ingum gekk heldur betur í seinni hálfleik og náðu að komast yfir, 64-68 eftir að hafa skorað átta stig í röð þegar leið á þriðja leikhluta. Á þessum kafla var Bandaríkjamaðurinn Michael Mallory, sem átti frábæran leik fyrir Hött, kominn á bekkinn með fjórar villur og liðsfélagar hans voru ringlaðir án hans um stund. En það leystist og frábær þriggja stiga karfa Matej Karlovic af löngu færi á síðustu sekúndum leikhlutans komu Hetti í 77-75. Síðustu 90 sekúndurnar Höttur hélt áfram forustunni í fjórða leikhluta og sigurinn virtist í augsýn þegar Mallory kom heimamönnum 95-88 yfir með þriggja stiga körfu þegar ein og hálf mínúta lifði af leiknum. KR-ingar tóku leikhlé og minnkuðu muninn strax. Hattarmenn fóru í sókn og voru ljónheppnir að tapa boltanum ekki í tvígang, áður en hann barst til David Guardia sem fékk víti. Hann nýtti hins vegar aðeins annað skotið, KR-ingar fóru í sókn og Brynjar Þór Björnsson setti niður þriggja stiga körfu. Þar með var staðan orðin 96-93 og 44 sekúndur eftir. Næsta sókn Hattar geigaði og eftir barning fengu KR-ingar eitt af fjölmörgum vítum sínum í leikhlutanum, enda voru þeir komnir í bónus eftir aðeins fjórar mínútur, Hattarmenn höfðu þá fengið á sig fimm villur gegn engri. Jakob Örn Sigurðsson skoraði úr báðum skotunum og munurinn orðinn eitt stig með 17 sekúndur eftir. Hattarmenn tóku langt innkast á Bryan Alberts sem KR-ingar þrengdu vel að. Honum tókst að fá villu en nýtti bara annað skotið. Gestirnir náðu frákastinu og boltinn fór upp á Tyler sem vék sér til vinstri og smellti niður þriggja stiga skoti með 4,5 sekúndur eftir á klukkunni. Þögn sló á húsið enda Héraðsbúar særðir eftir að hafa haft kverkatak á Stjörnunni í síðasta heimaleik en tapað með einu stigi eftir síðustu sóknirnar. Hattarmenn tóku leikhlé, KR-ingar spiluðu góða vörn og Mallory fór upp í erfitt skot sem geigaði. KR-ingar blökuðu boltanum út af þannig heimaliðið fékk innkast með 0,4 sekúndur eftir á klukkunni. Það reyndi að koma boltanum á Mallory til að láta hann blaka boltanum ofan í, en hann náði ekki til boltans og leiktíminn rann út. Meðan KR-ingar fögnuðust skömmuðust heimamenn í dómurunum, annars vegar því þeir töldu að brotið hefði verið á Mallory, hins vegar út af leiknum almennt. Hattarmenn fengu á sig 32 villur gegn 23, en villur gestanna komu margar í lokin þegar þeir brutu til að hægja á heimaliðinu. Mallory var stigahæstur Hattarmanna með 27 stig. Tyler skoraði 26 stig fyrir KR og Matthías Orri Sigurðsson 24. Tyler Sabin var stigahæstur KR-inga í kvöld.Vísir/Vilhelm Af hverju vann KR? Það er góð spurning. Það er lærðra körfuboltafræðinga að ræða því sigurinn var ekki verðskuldaður. Benda má á hæfileika einstaklinga til að bjarga glataðri stöðu. Kannski er svarið bara heppni? Eins má spyrja: Hvernig vann ekki Höttur? Svörin við henni enda í álíka heimspeki. Hvað gekk vel? Leikur Hattar gekk almennt mjög vel. Eins og villurnar bera með sér var varnarleikurinn afar ákveðinn en 16 stolnir boltar vitna líka um gæði hans. Það má líka tala um 55% skotnýtingu KR, sem átti 20 skotum færra en Höttur. Hvað gekk illa? Leikur KR gekk almennt frekar illa og liðið virkaði andlaust en náði að halda sér inni í leiknum og af einskærri heppni stela sigrinum. Villuvandræði Hattar þvældust fyrir liðinu, um miðjan fjórða leikhluta voru fjórir leikmenn liðsins komnir í fjórar villur og þrír í viðbót með þrjár. Hvað þýða úrslitin? KR heldur áfram í samkeppninni um heimaleikjaréttinn í deildinni, er jafnt Þór Þorlákshöfn og Stjörnunni í 2. – 4. sæti með 20 stig en KR raðast í það þriðja. Liðið fær Þór Akureyri í heimsókn á sunnudag. Höttur er næst neðstur, með 8 stig, tveimur meira en Haukar en tveimur minna en Njarðvík. Allir leikir eru liðinu mikilvægir en leikurinn gegn Tindastóli á Sauðárkróki er lykilleikur því Skagfirðingarnir eru stutt frá. Viðar Örn: Eigum að vinna ef eðlilega er að umgjörð leikja staðið Viðar Örn Hafsteinsson var ekki sáttur í leikslok.Vísir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var afar ósáttur við dómara leiks Hattar og KR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld, sem gestirnir unnu 97-98. Hattarliðið fékk 50% fleiri villur en gestirnir í leiknum. Hattarliðið var í góðri stöðu þegar tæp ein og hálf mínúta var eftir af leiknum með 95-88 forskot. Viðar Örn var ekki til í að fara djúpt í hvað gerðist á þeim kafla. „Þú getur horft á það,“ svaraði hann. Hann lýsti ánægju með frammistöðu Hattarliðsins sem var yfir svo að segja allan leikinn þar sem Tyler Sabin skoraði þriggja stiga körfu þegar þrjár sekúndur voru eftir. „Mér fannst frammistaða okkar mjög góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auðvitað gerum við nokkur mistök og þegar KR keyrði upp hraðann gáfum við þeim stundum full auðvelda leið að körfunni.“ „Óboðlegt að fá svona sendingar“ En Viðar Örn var virkilega ósáttur við frammistöðu dómara leiksins. Hattarliðið var í bullandi villuvandræðum þegar leið að lokum og þegar yfir lauk hafði liðið fengið 32 villur gegn 21. Flestar villur KR-ingar komu í restina, en þegar fjórar mínútur voru liðnar af síðasta leikhlutanum hafði Höttur fengið á sig fimm villur en KR enga. „Ætli villufjöldinn hafi ekki verið 30-15 á tímabili. Þarna erum við komnir með fimm villur en þeir enga eftir fjórar mínútur. Þeir geta síðan farið að stoppa okkar sóknir með að brjóta viljandi á okkur. Kannski spiluðum við harðari vörn og brutum meira af okkur, en það eru samt alltof mörg mistök sem hafa gríðarleg áhrif á okkur. Lykilmenn eru flautaðir út úr leiknum en við fáum ekkert hinu megin. Þar liggur leikurinn. Mér fannst frammistaða okkar mjög góð og ég vil hrósa mínum mönnum. Það sem er hins vegar vanvirðing við leikinn er frammistaða þriggja manna hér í kvöld. Það er gjörsamlega óboðlegt að fá svona sendingar – gjörsamlega óboðlegt! Ég fullyrði að frammistaðan sem við sýndum hér í kvöld á alltaf að duga til sigurs ef eðlilega er að umgjörð staðið,“ sagði Viðar. Michael Mallory, sem glímt hefur við meiðsli, spilaði allan leikinn í kvöld en Matej Karlovic meiddist eftir skot í lokin. „Mike er góður, hann stjórnar leiknum. Það kemur í ljós á morgun hvernig Matej er.“ Höttur leikur næst gegn Tindastóli á Sauðárkróki á sunnudag. „Við verðum að vera tilbúnir þar. Vonandi veðrur allt eðlilegt á Sauðárkróki og við höldum áfram að skila svona góðri frammistöðu.“ Hörður: Skelfileg frammistaða en sigur er sigur Hörður stýrði KR-liðinu í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hörður Unnsteinsson, aðstoðarþjálfari, stýrði liði KR gegn Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld þar sem Darri Freyr Atlason, aðalþjálfari, tók út leikbann. Hörður viðurkenndi að KR liðið hefði verið lánsamt að vinna 97-98. „Þetta var ansi tæpur sigur en sætur. Ég held við höfum ekki leitt nema nokkrar mínútur í leiknum,“ sagði Hörður eftir leikinn. KR var undir þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum en tókst að vinna með þriggja stiga skoti Tyler Sabin þegar fimm sekúndur voru eftir. „Við tókum þarna leikhlé til að reyna að vinna okkur til baka. Við settum upp kerfi til að fá fljóta körfu úr innkasti. Það gekk eftir og við komumst á bragðið. Síðan stöðvum við þá og fáum aðra körfu. Síðan brenna þeir af nokkrum vítum sem skilur eftir tækifæri fyrir Tyler. Hann var heppinn því ég ætlaði að taka hann út af þegar tvær mínútur voru eftir því hann var búinn að vera svo lélegur í leikhlutanum. En hann gerir það sem hann er góður í, hann er frábær skorari og skytta.“ En heilt yfir var frammistaða KR ekki góð í kvöld. „Hún var skelfileg, alls ekki góð. Við vorum andlausir. Við vorum sammála um það í hálfleik og ef eitthvað var þá hefðum við átt að vera meira undir. En sigur er sigur. Þetta er eitthvað sem KR hefur gert síðustu 6-7 ár að klára svona leiki þegar hlutirnir ganga ekki upp.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti