Tryggingar gegn náttúruhamförum Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 18. mars 2021 07:02 Náttúruöflin hafa svo sannarlega minnt á sig að undanförnum misserum. Nýliðið ár hófst með snjóflóðum á Flateyri og lauk með aurskriðum á Seyðisfirði. Undanfarnar vikur hafa einkennst af stöðugum jarðskjálftum á Reykjanesskaga sem búa okkur undir frekari jarðhræringar og jafnvel eldgos. Þegar náttúran minnir á sig berst iðulega fjöldi fyrirspurna um vátryggingarrétt fólks. Reynslan hefur sýnt að margir vita ekki á hvaða forsendum vátryggingaverndin byggir og hvert iðgjöld vegna hennar greiðast. NTÍ er opinbert óhagnaðardrifið vátryggingarfélag Náttúrurhamfaratrygging Íslands (NTÍ) er opinber stofnun sem bætir tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Tjón af þessu tagi eru almennt undanskilin bótaskyldu hjá almennu vátryggingarfélögunum. NTÍ byggir á grunni Viðlagatryggingar Íslands sem sett var á fót í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum 1973 og snjóflóðs í Neskaupsstað 1974. NTÍ starfar eftir lögum frá Alþingi og er óhagnaðardrifið opinbert tryggingarfélag sem hefur þann eina tilgang að bæta verulegt tjón vegna náttúruhamfara. Allar húseignir vátryggðar gegn náttúruhamförum Tekjur NTÍ eru í formi iðgjalda sem innheimt eru af almennu vátryggingarfélögunum og skilað til NTÍ. Þannig eru allar húseignir vátryggðar hjá NTÍ, samhliða skyldutryggingu húseigna, sem flestir þekkja sem brunatryggingu. Eigin áhætta í tjónum á húseignum er 400.000 kr. Eigandi ber sjálfur ábyrgð á því að brunabótamat húseigna sé uppfært í samræmi við endurbætur. Óskum um endurmat skal koma á framfæri við Þjóðskrá, sem annast útreikning á brunabótamati. Innbú vátryggt gegnum innbús- og heimilistryggingu Til þess að vátryggja innbú gegn náttúruhamförum þarf eigandi að hafa gilda innbús- eða heimilistryggingu hjá einhverju af almennu tryggingarfélögum. Ólíkt brunatryggingum húseigna, eru slíkar tryggingar eru valkvæðar og því þarf fólk að hafa frumkvæði að því að kaupa slíkar tryggingar. Iðgjöld til NTÍ eru innheimt samhliða iðgjöldum vegna innbús- eða heimilistryggingar. Eigin áhætta í tjóni sem verður á innbúi er 200.000 kr. Til þess að NTÍ geti bætt tjón í kjölfar tjónsatburða þurfa eigendur að vera vakandi um sína ábyrgð varðandi tryggingarnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Tryggingar Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Aurskriður á Seyðisfirði Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Náttúruöflin hafa svo sannarlega minnt á sig að undanförnum misserum. Nýliðið ár hófst með snjóflóðum á Flateyri og lauk með aurskriðum á Seyðisfirði. Undanfarnar vikur hafa einkennst af stöðugum jarðskjálftum á Reykjanesskaga sem búa okkur undir frekari jarðhræringar og jafnvel eldgos. Þegar náttúran minnir á sig berst iðulega fjöldi fyrirspurna um vátryggingarrétt fólks. Reynslan hefur sýnt að margir vita ekki á hvaða forsendum vátryggingaverndin byggir og hvert iðgjöld vegna hennar greiðast. NTÍ er opinbert óhagnaðardrifið vátryggingarfélag Náttúrurhamfaratrygging Íslands (NTÍ) er opinber stofnun sem bætir tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Tjón af þessu tagi eru almennt undanskilin bótaskyldu hjá almennu vátryggingarfélögunum. NTÍ byggir á grunni Viðlagatryggingar Íslands sem sett var á fót í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum 1973 og snjóflóðs í Neskaupsstað 1974. NTÍ starfar eftir lögum frá Alþingi og er óhagnaðardrifið opinbert tryggingarfélag sem hefur þann eina tilgang að bæta verulegt tjón vegna náttúruhamfara. Allar húseignir vátryggðar gegn náttúruhamförum Tekjur NTÍ eru í formi iðgjalda sem innheimt eru af almennu vátryggingarfélögunum og skilað til NTÍ. Þannig eru allar húseignir vátryggðar hjá NTÍ, samhliða skyldutryggingu húseigna, sem flestir þekkja sem brunatryggingu. Eigin áhætta í tjónum á húseignum er 400.000 kr. Eigandi ber sjálfur ábyrgð á því að brunabótamat húseigna sé uppfært í samræmi við endurbætur. Óskum um endurmat skal koma á framfæri við Þjóðskrá, sem annast útreikning á brunabótamati. Innbú vátryggt gegnum innbús- og heimilistryggingu Til þess að vátryggja innbú gegn náttúruhamförum þarf eigandi að hafa gilda innbús- eða heimilistryggingu hjá einhverju af almennu tryggingarfélögum. Ólíkt brunatryggingum húseigna, eru slíkar tryggingar eru valkvæðar og því þarf fólk að hafa frumkvæði að því að kaupa slíkar tryggingar. Iðgjöld til NTÍ eru innheimt samhliða iðgjöldum vegna innbús- eða heimilistryggingar. Eigin áhætta í tjóni sem verður á innbúi er 200.000 kr. Til þess að NTÍ geti bætt tjón í kjölfar tjónsatburða þurfa eigendur að vera vakandi um sína ábyrgð varðandi tryggingarnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun