Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. mars 2021 07:02 Ágústa Björg Bjarnadóttir. Vísir/Aðsend „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. Í Atvinnulífinu á Vísi í gær og í dag, er fjallað um það hvernig vinnustaðir geta unnið að forvörnum gegn kulnun starfsfólks. Starfsfólk og stjórnendur fá þjálfun Sjóvá er dæmi um vinnustað sem vinnur markvisst gegn kulnun, en þar hafa verið skilgreindir sérstakir sálfélagslegir áhættuþættir sem vinnustaðurinn vaktar. Þessir áhættuhættir tengjast meðal annars stjórnun, samskiptum, skipulagi vinnu, starfahönnun, álagi, kröfum og andlegri líðan starfsfólks. „Við leggjum mikla áherslu á að fylgjast vel með þáttum í starfsumhverfi okkar sem hafa áhrif á heilsu, vellíðan og ánægju starfsfólks,“ segir Ágústa og bætir við: Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn.“ Ágústa segir mikilvæga forvörn felast í því að starfsmenn og stjórnendur fái reglulega ráðgjöf og fræðslu um helstu einkenni streitu.Vísir/Aðsend Þá segir Ágústa að til viðbótar við samstarf Sjóvá við Streituskólann og Hugarheim, sé reglulega staðið fyrir ýmiss konar heilsutengdum erindum fyrir starfsfólk. Þessi erindi tengjast jafnt andlegri og líkamlegri heilsu. Til þess að tryggja að stjórnendur geti sem best fylgst með líðan starfsfólks er framkvæmt ítarlegt sálfélagslegt áhættumat reglulega. Þá segir Ágústa starfsfólk vel upplýst um það hvert það geti leitað og hvernig á að taka á málum, ef fólk er að upplifa einhver þessara einkenna. „Það skiptir miklu máli að fólk upplifi bæði skilning, stuðning og að það séu úrræði í boði,“ segir Ágústa. Staðan í Covid Nú þegar fjarvinna hefur aukist má ætla að stjórnendur eigi erfiðara með að greina líðan eða einkenni vanlíðunar starfsfólks. Ágústa segir hins vegar að ekkert bendi til þess hjá Sjóvá. Þvert á móti sýni mælingar eftir Covid jákvæða þróun á mörgum þeirra atriða sem mæld eru í sálfélagslega áhættumatinu, jafnvel þó að þær tölur hafi verið góðar fyrir. Þegar bornar eru saman niðurstöður sálfélagslegs áhættumats 2020 við 2018, þá hefur upplifað álag og kröfur minnkað, á sama tíma og starfsánægja, stuðningur stjórnenda og ánægja með samskipti hafa aldrei mælst hærri,“ segir Ágústa. Að hennar mati, er fyrirtækið þar meðal annars að uppskera ávinning þeirrar fyrirtækjamenningar sem Sjóvá hefur byggt upp með starfsfólki sem Ágústa segir einkennast af trausti, samheldni og umhyggju. Á tímum Covid hafi stjórnendur og starfsfólk hreinlega fundið nýjar leiðir til að fylgjast með velferð og vellíðan starfsfólks og þessar leiðir séu að virka vel. „Það skiptir þó eftir sem áður miklu að hafa opna umræðu, reglulega fræðslu og samskipti ásamt öflugum úrræðum.“ Stjórnun Heilsa Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31 Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. 14. október 2020 07:06 Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00 Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í Atvinnulífinu á Vísi í gær og í dag, er fjallað um það hvernig vinnustaðir geta unnið að forvörnum gegn kulnun starfsfólks. Starfsfólk og stjórnendur fá þjálfun Sjóvá er dæmi um vinnustað sem vinnur markvisst gegn kulnun, en þar hafa verið skilgreindir sérstakir sálfélagslegir áhættuþættir sem vinnustaðurinn vaktar. Þessir áhættuhættir tengjast meðal annars stjórnun, samskiptum, skipulagi vinnu, starfahönnun, álagi, kröfum og andlegri líðan starfsfólks. „Við leggjum mikla áherslu á að fylgjast vel með þáttum í starfsumhverfi okkar sem hafa áhrif á heilsu, vellíðan og ánægju starfsfólks,“ segir Ágústa og bætir við: Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn.“ Ágústa segir mikilvæga forvörn felast í því að starfsmenn og stjórnendur fái reglulega ráðgjöf og fræðslu um helstu einkenni streitu.Vísir/Aðsend Þá segir Ágústa að til viðbótar við samstarf Sjóvá við Streituskólann og Hugarheim, sé reglulega staðið fyrir ýmiss konar heilsutengdum erindum fyrir starfsfólk. Þessi erindi tengjast jafnt andlegri og líkamlegri heilsu. Til þess að tryggja að stjórnendur geti sem best fylgst með líðan starfsfólks er framkvæmt ítarlegt sálfélagslegt áhættumat reglulega. Þá segir Ágústa starfsfólk vel upplýst um það hvert það geti leitað og hvernig á að taka á málum, ef fólk er að upplifa einhver þessara einkenna. „Það skiptir miklu máli að fólk upplifi bæði skilning, stuðning og að það séu úrræði í boði,“ segir Ágústa. Staðan í Covid Nú þegar fjarvinna hefur aukist má ætla að stjórnendur eigi erfiðara með að greina líðan eða einkenni vanlíðunar starfsfólks. Ágústa segir hins vegar að ekkert bendi til þess hjá Sjóvá. Þvert á móti sýni mælingar eftir Covid jákvæða þróun á mörgum þeirra atriða sem mæld eru í sálfélagslega áhættumatinu, jafnvel þó að þær tölur hafi verið góðar fyrir. Þegar bornar eru saman niðurstöður sálfélagslegs áhættumats 2020 við 2018, þá hefur upplifað álag og kröfur minnkað, á sama tíma og starfsánægja, stuðningur stjórnenda og ánægja með samskipti hafa aldrei mælst hærri,“ segir Ágústa. Að hennar mati, er fyrirtækið þar meðal annars að uppskera ávinning þeirrar fyrirtækjamenningar sem Sjóvá hefur byggt upp með starfsfólki sem Ágústa segir einkennast af trausti, samheldni og umhyggju. Á tímum Covid hafi stjórnendur og starfsfólk hreinlega fundið nýjar leiðir til að fylgjast með velferð og vellíðan starfsfólks og þessar leiðir séu að virka vel. „Það skiptir þó eftir sem áður miklu að hafa opna umræðu, reglulega fræðslu og samskipti ásamt öflugum úrræðum.“
Stjórnun Heilsa Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31 Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. 14. október 2020 07:06 Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00 Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31
Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. 14. október 2020 07:06
Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00
Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01