Átta þúsund viðbótarskammtar væntanlegir frá Pfizer Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2021 10:33 Pfizer-bólusetning í fullum gangi í Laugardalshöll um daginn. Vísir/Vilhelm Ísland fær átta þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer á öðrum ársfjórðungi frá því sem áður var gert ráð fyrir, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá viðbótarskömmtunum í morgun. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði frá því á Twitter í gær að Evrópusambandið hefði samið við Pfizer um að flýta afhendingu á tíu milljón skömmtum á öðrum ársfjórðungi. 200 milljónir skammta verði þannig afhentir á fjórðungnum. We agreed with @BioNTech_Group @pfizer on an accelerated delivery of 10 million doses for quarter 2.⁰This will bring the total deliveries of this vaccine to 200 million doses for that quarter.⁰It will give Member States room to manoeuvre and possibly fill gaps in deliveries. pic.twitter.com/abBr3lKUXc— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 16, 2021 Áðurnefndir átta þúsund viðbótarskammtar sem samkomulagið færir Íslendingum duga fyrir fjögur þúsund manns. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum fær Ísland þannig 166 þúsund Pfizer-skammta á öðrum ársfjórðungi, þ.e. apríl til júní, sem duga fyrir 83 þúsund manns. Afhendingaráætlun liggur ekki fyrir. Alls mun Ísland fá um 56 þúsund Pfizer-skammta á fyrsta ársfjórðungi en innifalið í þeirri tölu eru 3.500 viðbótarskammtar sem fást í mars. Þá komu tíu þúsund Pfizer-skammtar til landsins í desember. Ísland hefur í heildina samið um kaup á 410 þúsund Pfizer-skömmtum, sem duga fyrir um 205 þúsund manns. Þá er enn beðið eftir afhendingaráætlun frá Janssen en gert er ráð fyrir að fyrirtækið byrji að afhenda bóluefni sitt um miðjan apríl. Alls hafa tæplega 13 þúsund manns verið fullbólusettir gegn kórónuveirunni hér á landi, samkvæmt tölum á Covid.is í gær. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá viðbótarskömmtunum í morgun. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði frá því á Twitter í gær að Evrópusambandið hefði samið við Pfizer um að flýta afhendingu á tíu milljón skömmtum á öðrum ársfjórðungi. 200 milljónir skammta verði þannig afhentir á fjórðungnum. We agreed with @BioNTech_Group @pfizer on an accelerated delivery of 10 million doses for quarter 2.⁰This will bring the total deliveries of this vaccine to 200 million doses for that quarter.⁰It will give Member States room to manoeuvre and possibly fill gaps in deliveries. pic.twitter.com/abBr3lKUXc— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 16, 2021 Áðurnefndir átta þúsund viðbótarskammtar sem samkomulagið færir Íslendingum duga fyrir fjögur þúsund manns. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum fær Ísland þannig 166 þúsund Pfizer-skammta á öðrum ársfjórðungi, þ.e. apríl til júní, sem duga fyrir 83 þúsund manns. Afhendingaráætlun liggur ekki fyrir. Alls mun Ísland fá um 56 þúsund Pfizer-skammta á fyrsta ársfjórðungi en innifalið í þeirri tölu eru 3.500 viðbótarskammtar sem fást í mars. Þá komu tíu þúsund Pfizer-skammtar til landsins í desember. Ísland hefur í heildina samið um kaup á 410 þúsund Pfizer-skömmtum, sem duga fyrir um 205 þúsund manns. Þá er enn beðið eftir afhendingaráætlun frá Janssen en gert er ráð fyrir að fyrirtækið byrji að afhenda bóluefni sitt um miðjan apríl. Alls hafa tæplega 13 þúsund manns verið fullbólusettir gegn kórónuveirunni hér á landi, samkvæmt tölum á Covid.is í gær.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira