„Flest erum við meðalmanneskjur og jafnvel aðeins fyrir neðan, og það má“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2021 10:32 Kristín Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna, hefur áhyggjur af vanlíðan barna en einnig fullorðinna sem eiga að vera bestir í öllu, alltaf. Sindri Sindrason ræddi við Kristínu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Píeta samtökin sinna forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfskaða en styðja einnig við aðstandendur. Um er að ræða eitt allra viðkvæmasta málefnið sem tekið er fyrir í fjölmiðlum en Kristín hefur sinnt þessu mikilvæga starfi á undanförnum árum. „Hjá okkur hefur álagið aukist. Á síðasta árið leituðu 436 manns til okkar og það allavega segir okkur eitthvað, að þetta fólk er að íhuga að vera ekki til,“ segir Kristín en þetta er aðeins það fólk sem leitar sér hjálpar og mun fleiri eru þarna úti ein með hugsunum sínum. Píeta samtökin eru aðeins þriggja ára. Eldri kynslóðir fengu að reka sig á „Við erum að sjá tvöföldun, jafnvel þreföldum á milli þessara ára,“ segir Kristín og bætir við að um sé að ræða fólk á öllum aldri, með allskonar bakgrunn og í raun allir þjóðfélagshópar. „Skjólstæðingarnir hjá okkur eru 49 prósent karlmenn, fimmtíu prósent konur og eitt prósent sem skilgreinir sig sem annað kyn.“ Fjölmennasti hópurinn sem fremur sjálfsvíg eru þó karlmenn og fara oftar leiðir sem erfitt er að bjarga þeim út úr. Konur fara leiðir sem auðveldara er að bjarga þeim úr. Þeir karlmenn sem ákveða að leita sé hjálpar hjá samtökunum eru aðallega karlmenn á aldrinum 18-27 ára. „Fyrir einhverjum árum var svolítið talað um unga drengi sem spiluðu mikið tölvuleiki og reyktu kannabisefni, en í dag erum við að horfa á unga drengi sem standa sig vel á okkar mælikvarða, eru með fullt af áhugamálum, eru í íþróttum, eru góðir námsmenn, eru fallegir útlitslega og passa inn í eitthvað form sem við erum búin að skilgreina. Ég held að þetta sé svona með okkur öll. Við höfum breyst svo hratt. Eldri kynslóðir fengu að reka sig á og okkur fékk svo sem að líða, maður mátti vera dapur, og ég var svo heppin að geta leitað til fjölskyldunnar minnar. En ég þurfti að leysa málin svolítið sjálf. Í dag erum við að taka í raun eðlilegt ástand af börnum,“ segir Kristín og bætir við að við setjum börn í bómull og gerum óraunhæfar væntingar til þeirra, gerum þær kröfur að þau séu alltaf glöð og hamingjusöm og geri ekki bara sitt besta, heldur séu alltaf best og setjum þau oft í aðstæður sem þau ráða ekki við og það býr til vanlíðan. Partur af lífinu „Að vera dapur er rosalega leiðinlegt og það er erfitt. Að vera kvíðin er rosalega erfitt og leiðinleg tilfinning. En hún er ekki sjúkdómur og hún er partur af lífinu. Það er partur af lífinu að klúðra og partur af lífinu að vera í allskonar ástandi. Hamingja er tilfinning alveg eins og sorg, alveg eins og depurð. Við erum búin að setja fólk í eitthvað ástand sem þú átt að vera í alla daga, hamingjan og þetta er óeðlilegt.“ Kristín segir að þetta eigi ekki bara við um börnin heldur fullorðna líka. Vert þú alltaf duglegur í vinnunni, vert þú best eða bestur, hafðu alltaf hreint heima hjá þér og stundaði líka líkamsrækt eins og vindurinn. „Fólk sem fer á Esjuna á hverjum degi og fer í vinnu er rosalega duglegt. En ef dóttir þín myndi ákveða að prjóna teppi á hverjum einasta degi áður en hún færi í skólann þá væri hún manísk,“ segir Kristín sem meinar með þessu að við hömpum ekki öllum dugnaði heldur gerum við upp á milli áhugamála. Við gerum upp á milli íþrótta og tómstunda hjá börnum. Gerum ákveðnar öfgar að dyggð meðan við sjáum vandamál á öðrum sviðum. „Við erum búin að ákveða hvaða áhugamál eru í lagi og hvað ekki. Ef barnið okkar er í fjóra tíma á dag í tölvunni þá er það ekki í lagi. Ef barnið okkar er í fjóra tíma á dag á fimleikaæfingu eða fótboltaæfingu þá er það rosalega duglegt barn. Þetta er kannski eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða.“ Kristín segir að metnaður sé auðvitað af hinu góða en það megi ekki verða þannig að barnið geti ekki uppfyllt væntingar foreldra sinna eða samfélagsins. „Flest erum við meðalmanneskjur og jafnvel aðeins fyrir neðan, og það má,“ segir Kristín og bætir við að einnig hafi fólk óraunhæfar væntingar til menntunar barna okkar en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Ísland í dag Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Píeta samtökin sinna forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfskaða en styðja einnig við aðstandendur. Um er að ræða eitt allra viðkvæmasta málefnið sem tekið er fyrir í fjölmiðlum en Kristín hefur sinnt þessu mikilvæga starfi á undanförnum árum. „Hjá okkur hefur álagið aukist. Á síðasta árið leituðu 436 manns til okkar og það allavega segir okkur eitthvað, að þetta fólk er að íhuga að vera ekki til,“ segir Kristín en þetta er aðeins það fólk sem leitar sér hjálpar og mun fleiri eru þarna úti ein með hugsunum sínum. Píeta samtökin eru aðeins þriggja ára. Eldri kynslóðir fengu að reka sig á „Við erum að sjá tvöföldun, jafnvel þreföldum á milli þessara ára,“ segir Kristín og bætir við að um sé að ræða fólk á öllum aldri, með allskonar bakgrunn og í raun allir þjóðfélagshópar. „Skjólstæðingarnir hjá okkur eru 49 prósent karlmenn, fimmtíu prósent konur og eitt prósent sem skilgreinir sig sem annað kyn.“ Fjölmennasti hópurinn sem fremur sjálfsvíg eru þó karlmenn og fara oftar leiðir sem erfitt er að bjarga þeim út úr. Konur fara leiðir sem auðveldara er að bjarga þeim úr. Þeir karlmenn sem ákveða að leita sé hjálpar hjá samtökunum eru aðallega karlmenn á aldrinum 18-27 ára. „Fyrir einhverjum árum var svolítið talað um unga drengi sem spiluðu mikið tölvuleiki og reyktu kannabisefni, en í dag erum við að horfa á unga drengi sem standa sig vel á okkar mælikvarða, eru með fullt af áhugamálum, eru í íþróttum, eru góðir námsmenn, eru fallegir útlitslega og passa inn í eitthvað form sem við erum búin að skilgreina. Ég held að þetta sé svona með okkur öll. Við höfum breyst svo hratt. Eldri kynslóðir fengu að reka sig á og okkur fékk svo sem að líða, maður mátti vera dapur, og ég var svo heppin að geta leitað til fjölskyldunnar minnar. En ég þurfti að leysa málin svolítið sjálf. Í dag erum við að taka í raun eðlilegt ástand af börnum,“ segir Kristín og bætir við að við setjum börn í bómull og gerum óraunhæfar væntingar til þeirra, gerum þær kröfur að þau séu alltaf glöð og hamingjusöm og geri ekki bara sitt besta, heldur séu alltaf best og setjum þau oft í aðstæður sem þau ráða ekki við og það býr til vanlíðan. Partur af lífinu „Að vera dapur er rosalega leiðinlegt og það er erfitt. Að vera kvíðin er rosalega erfitt og leiðinleg tilfinning. En hún er ekki sjúkdómur og hún er partur af lífinu. Það er partur af lífinu að klúðra og partur af lífinu að vera í allskonar ástandi. Hamingja er tilfinning alveg eins og sorg, alveg eins og depurð. Við erum búin að setja fólk í eitthvað ástand sem þú átt að vera í alla daga, hamingjan og þetta er óeðlilegt.“ Kristín segir að þetta eigi ekki bara við um börnin heldur fullorðna líka. Vert þú alltaf duglegur í vinnunni, vert þú best eða bestur, hafðu alltaf hreint heima hjá þér og stundaði líka líkamsrækt eins og vindurinn. „Fólk sem fer á Esjuna á hverjum degi og fer í vinnu er rosalega duglegt. En ef dóttir þín myndi ákveða að prjóna teppi á hverjum einasta degi áður en hún færi í skólann þá væri hún manísk,“ segir Kristín sem meinar með þessu að við hömpum ekki öllum dugnaði heldur gerum við upp á milli áhugamála. Við gerum upp á milli íþrótta og tómstunda hjá börnum. Gerum ákveðnar öfgar að dyggð meðan við sjáum vandamál á öðrum sviðum. „Við erum búin að ákveða hvaða áhugamál eru í lagi og hvað ekki. Ef barnið okkar er í fjóra tíma á dag í tölvunni þá er það ekki í lagi. Ef barnið okkar er í fjóra tíma á dag á fimleikaæfingu eða fótboltaæfingu þá er það rosalega duglegt barn. Þetta er kannski eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða.“ Kristín segir að metnaður sé auðvitað af hinu góða en það megi ekki verða þannig að barnið geti ekki uppfyllt væntingar foreldra sinna eða samfélagsins. „Flest erum við meðalmanneskjur og jafnvel aðeins fyrir neðan, og það má,“ segir Kristín og bætir við að einnig hafi fólk óraunhæfar væntingar til menntunar barna okkar en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Ísland í dag Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“