Sóttvarnaaðgerðir ráðist ekki af veðri og vindum Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 08:02 Sumarkomuna á norðurhvelinu ætti ekki að nota til að færa rök fyrir afléttingu sóttvarnaaðgerða í kórónuveirufaraldrinum, að mati skýrsluhöfunda Alþjóðaveðurfræðistofunarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld ættu ekki að nota árstíðarskipti og hlýnandi veðurfar sem ástæðu til að slaka á sóttvarnaaðgerðum sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Sérfræðingar segja að smitvarnir yfirvalda hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu veirunnar en veður eða loftgæði. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort að útbreiðsla nýs afbrigðis kórónuveirunnar drægist saman að sumri til líkt og þekkt er með sumar aðrar veirusýkingar allt frá upphafi heimsfaraldursins í fyrra. Í nýrri skýrslu starfshóps Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) kemur fram að ríki ættu ekki að láta sóttvarnaaðgerðir sínar ráðast af veðri og vindum. Sóttvarnaaðgerðir eins og grímuskylda og ferðatakmarkanir hafi þannig verið stærsti áhrifaþátturinn á útbreiðslu veirunnar og þær vegi mun þyngra en veðurfræðilegir þættir. Útbreiðslan stýrist einnig af hegðun fólks, lýðfræðilegum þáttum auk stökkbreytinga í veirunni sjálfri. Starfshópurinn var skipaður sérfræðingum í jarðvísindum, læknisfræði og lýðheilsu. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að þó að rannsóknir á SARS-CoV-2 veirunni á tilraunastofum hafi gefið einhverjar vísbendingar um að hún lifi lengur í köldu og þurru umhverfi þar sem útfjólublá geislun er lítil hafi ekki verið sýnt fram á að veður hafi merkjanleg áhrif á dreifingu hennar í raunheiminum. Enn sé lítið vitað um hvaða þættir hafi áhrif á árstíðarsveiflur öndunarfærasýkinga. Sambland beinna áhrifa svalara veðurs á veiruna, á varnir manna gegn sýkingu og óbein áhrif veðurs og árstíða á hegðun manna sé líklega á ferðinni. Líkön bendi til þess að nýja afbrigði kórónuveirunnar gæti orðið árstíðarbundið þegar fram líða stundir og þannig geti veður og loftgæði nýst til að fylgjast með og spá fyrir um framgang hennar. Skýrsluhöfundar telja að eins og sakir standa sé ekki hægt að byggja aðgerðir gegn faraldrinum á veðurfræðilegum þáttum eða loftgæðum. Ekki vísbendingar um að mengun hafi áhrif á útbreiðslu veirunnar Þá eru gögn um áhrif loftgæða á dreifingu veirunnar ekki afgerandi enn sem komið er. Einhverjar vísbendingar eru um að dánartíðni af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, aukist þar sem loftmengun er mikil líkt og þekkt er um aðra öndunarfærasjúkdóma. Ekki eru hins vegar vísbendingar um að mengunin hafi bein áhrif á dreifingu veirunnar í lofti. „Á þessu stigi styðja vísbendingar ekki að veðurfræðilegir þættir og loftgæði séu grundvöllur fyrir því að ríkisstjórnir slaki á inngripum sínum sem er ætlað að draga úr smitum,“ segir Ban Zaitchik, varaformaður hópsins frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Þannig hafi veiran breiðst út þar sem hlýtt var í veðri og í hlýjum heimshlutum á fyrsta ári heimsfaraldursins. Ekkert bendi til annars að það sama gæti verið uppi á teningnum í ár. Skýrslan tók aðeins til veðurs og loftgæða utandyra og snerti ekki á hvernig loftflæði innandyra hefur áhrif á dreifingu veirunnar. Talið hefur verið að meiri hætta sé á að veiran berist á milli fólks innandyra en utan. Veður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Vangaveltur hafa verið uppi um hvort að útbreiðsla nýs afbrigðis kórónuveirunnar drægist saman að sumri til líkt og þekkt er með sumar aðrar veirusýkingar allt frá upphafi heimsfaraldursins í fyrra. Í nýrri skýrslu starfshóps Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) kemur fram að ríki ættu ekki að láta sóttvarnaaðgerðir sínar ráðast af veðri og vindum. Sóttvarnaaðgerðir eins og grímuskylda og ferðatakmarkanir hafi þannig verið stærsti áhrifaþátturinn á útbreiðslu veirunnar og þær vegi mun þyngra en veðurfræðilegir þættir. Útbreiðslan stýrist einnig af hegðun fólks, lýðfræðilegum þáttum auk stökkbreytinga í veirunni sjálfri. Starfshópurinn var skipaður sérfræðingum í jarðvísindum, læknisfræði og lýðheilsu. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að þó að rannsóknir á SARS-CoV-2 veirunni á tilraunastofum hafi gefið einhverjar vísbendingar um að hún lifi lengur í köldu og þurru umhverfi þar sem útfjólublá geislun er lítil hafi ekki verið sýnt fram á að veður hafi merkjanleg áhrif á dreifingu hennar í raunheiminum. Enn sé lítið vitað um hvaða þættir hafi áhrif á árstíðarsveiflur öndunarfærasýkinga. Sambland beinna áhrifa svalara veðurs á veiruna, á varnir manna gegn sýkingu og óbein áhrif veðurs og árstíða á hegðun manna sé líklega á ferðinni. Líkön bendi til þess að nýja afbrigði kórónuveirunnar gæti orðið árstíðarbundið þegar fram líða stundir og þannig geti veður og loftgæði nýst til að fylgjast með og spá fyrir um framgang hennar. Skýrsluhöfundar telja að eins og sakir standa sé ekki hægt að byggja aðgerðir gegn faraldrinum á veðurfræðilegum þáttum eða loftgæðum. Ekki vísbendingar um að mengun hafi áhrif á útbreiðslu veirunnar Þá eru gögn um áhrif loftgæða á dreifingu veirunnar ekki afgerandi enn sem komið er. Einhverjar vísbendingar eru um að dánartíðni af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, aukist þar sem loftmengun er mikil líkt og þekkt er um aðra öndunarfærasjúkdóma. Ekki eru hins vegar vísbendingar um að mengunin hafi bein áhrif á dreifingu veirunnar í lofti. „Á þessu stigi styðja vísbendingar ekki að veðurfræðilegir þættir og loftgæði séu grundvöllur fyrir því að ríkisstjórnir slaki á inngripum sínum sem er ætlað að draga úr smitum,“ segir Ban Zaitchik, varaformaður hópsins frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Þannig hafi veiran breiðst út þar sem hlýtt var í veðri og í hlýjum heimshlutum á fyrsta ári heimsfaraldursins. Ekkert bendi til annars að það sama gæti verið uppi á teningnum í ár. Skýrslan tók aðeins til veðurs og loftgæða utandyra og snerti ekki á hvernig loftflæði innandyra hefur áhrif á dreifingu veirunnar. Talið hefur verið að meiri hætta sé á að veiran berist á milli fólks innandyra en utan.
Veður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira