Laun minna menntaðra hækkað meira en menntaðra Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2021 11:30 Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á að hækka lægstu laununin við gerð kjarasamninga. Stöð 2/Friðrik Þór Munur á launum þeirra sem einungis eru með grunnmenntun annars vegar og þeirra sem eru annað hvort með starfs- eða framhaldsmenntun eða háskólamenntun hins vegar minnkaði á tíu ára tímabili frá árinu 2009. Aldur ólíkra stétta ræður þó mestu um laun fólks. Í samantekst Hagstofu Íslands yfir launaþróun frá árinu 2009 til 2019 kemur fram að munur á atvinnutekjum einstaklinga á aldrinum 25 til 64 ára eftir menntunarstigi hefur heldur minnkað með árunum. Árið 2009 voru einstaklingar með starfs- og framhaldsmenntun með 19% hærri atvinnutekjur en þeir sem voru eingöngu með grunnmenntun. Árið 2019 var þessi munur kominn niður í 10%. Hér sést þróun launa innan einstakra hópa frá árinu 2009 til 2019.hagstofa íslands Þá fór munur á atvinnutekjum einstaklinga með háskólamenntun og þeirra sem voru með grunnmenntun úr 61% í 39% á tíu árum. Hagstofan segir þó rétt að halda til haga að á þessu tímabili hafi fjölgað hlutfallslega í hópi einstaklinga með háskólamenntun en fækkað í hópi þeirra sem einungis hafi grunnmenntun. Að einhverju leyti má sennilega skýra þessar breytingar með áherslu á hækkun lægstu launa við gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Á umræddu tímabili hafa atvinnutekjur þeirra sem eru með grunnmentun hækkað um 39 prósent, þeirra sem hafa starfs- og framhaldsskólamenntun um 28 prósent og háskólamenntun um 20 prósent. Þegar heildartekjur fólks eftir aldri og menntun eru skoðaðar saman í úttekt Hagstofunnar kemur í ljós að aldur ræður mjög miklu um launamun einstakra menntunarhópa. Í yngsta aldurshópnum, sextán til tuttugu og fjögurra ára er ekki mikill munur á launum þeirra sem eru með starfs- og framhaldsmenntun og háskólamenntun en þeir sem eru einungis með grunnmenntun á þessum aldri eru með mun lægri laun en þessir tveir hópar. Hér sést hvernig grunnskólamenntaðir draga mjög á starfs- og framhaldsskólamenntaða þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára.hagstofa íslands Þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára draga grunnskólamenntaðir mikið á hópinn með starfs- og framhaldsskólamenntun. Þá eru þessir tveir hópar sitt hvoru meginn við fimmhundruð þúsund króna mánaðarlaun en háskólamenntaðir fara í tæpar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar lengra kemur á starfsævina, þegar fólk er fimmtíu og fimm til sjötíu og fjögurra ára, síga mánaðarlaun þeirra sem eru með grunnskólamenntun að meðaltali niður í fjögurhundruð þúsund krónur, starfs- og framhaldsskólamenntaðir hækka örlítið yfir hálfu milljóninni en háskólamenntaðir fara að meðaltali í rúmar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar fólk er síðan orðið sjötíu og fimm ára eða eldra lækka bæði grunnskólamenntaðir og starfs- og framhaldsskólamenntaðir í tæp fjögurhundruð þúsund annars vegar og fjögurhundruð þúsund slétt að jafnaði hins vegar. En háskólamenntaðir eru enn nokkuð yfir hálfri milljón í mánaðrlaunum. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Í samantekst Hagstofu Íslands yfir launaþróun frá árinu 2009 til 2019 kemur fram að munur á atvinnutekjum einstaklinga á aldrinum 25 til 64 ára eftir menntunarstigi hefur heldur minnkað með árunum. Árið 2009 voru einstaklingar með starfs- og framhaldsmenntun með 19% hærri atvinnutekjur en þeir sem voru eingöngu með grunnmenntun. Árið 2019 var þessi munur kominn niður í 10%. Hér sést þróun launa innan einstakra hópa frá árinu 2009 til 2019.hagstofa íslands Þá fór munur á atvinnutekjum einstaklinga með háskólamenntun og þeirra sem voru með grunnmenntun úr 61% í 39% á tíu árum. Hagstofan segir þó rétt að halda til haga að á þessu tímabili hafi fjölgað hlutfallslega í hópi einstaklinga með háskólamenntun en fækkað í hópi þeirra sem einungis hafi grunnmenntun. Að einhverju leyti má sennilega skýra þessar breytingar með áherslu á hækkun lægstu launa við gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Á umræddu tímabili hafa atvinnutekjur þeirra sem eru með grunnmentun hækkað um 39 prósent, þeirra sem hafa starfs- og framhaldsskólamenntun um 28 prósent og háskólamenntun um 20 prósent. Þegar heildartekjur fólks eftir aldri og menntun eru skoðaðar saman í úttekt Hagstofunnar kemur í ljós að aldur ræður mjög miklu um launamun einstakra menntunarhópa. Í yngsta aldurshópnum, sextán til tuttugu og fjögurra ára er ekki mikill munur á launum þeirra sem eru með starfs- og framhaldsmenntun og háskólamenntun en þeir sem eru einungis með grunnmenntun á þessum aldri eru með mun lægri laun en þessir tveir hópar. Hér sést hvernig grunnskólamenntaðir draga mjög á starfs- og framhaldsskólamenntaða þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára.hagstofa íslands Þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára draga grunnskólamenntaðir mikið á hópinn með starfs- og framhaldsskólamenntun. Þá eru þessir tveir hópar sitt hvoru meginn við fimmhundruð þúsund króna mánaðarlaun en háskólamenntaðir fara í tæpar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar lengra kemur á starfsævina, þegar fólk er fimmtíu og fimm til sjötíu og fjögurra ára, síga mánaðarlaun þeirra sem eru með grunnskólamenntun að meðaltali niður í fjögurhundruð þúsund krónur, starfs- og framhaldsskólamenntaðir hækka örlítið yfir hálfu milljóninni en háskólamenntaðir fara að meðaltali í rúmar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar fólk er síðan orðið sjötíu og fimm ára eða eldra lækka bæði grunnskólamenntaðir og starfs- og framhaldsskólamenntaðir í tæp fjögurhundruð þúsund annars vegar og fjögurhundruð þúsund slétt að jafnaði hins vegar. En háskólamenntaðir eru enn nokkuð yfir hálfri milljón í mánaðrlaunum.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira