Dramatískt faðmlag í lok æfingarinnar hjá Anníe Mist: Ég. Er. Svo. Stolt. Af. Þér. Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 09:10 Anníe Mist Þórisdóttir hefur hafið keppni í CrossFit á ný en fyrsti hlutinn á The Open kallaði ekki síst á miklar tilfinningar. Instgram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir var létt eftir að hafa lokið keppni í fyrsta hluta The Open en hún hefur með því formlega byrjað aftur í CrossFit íþróttinni eftir barnsburðarleyfi. Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir fór ekki auðveldlega í gegnum fyrsta hluta The Open en sýndi mikinn vilja með að komast í gegnum æfinguna og mikið hugrekki að sýna öllum heiminum hana líka. Anníe Mist gerði æfinguna á sunnudaginn og setti myndband af sér gera hana á Instagram í gær. Þetta voru mikil átök fyrir Anníe enda allt annað en auðveld æfing. „Úff. 21.1 búinn að ég verð að viðurkenna að því fylgir léttir,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. Í lok æfingarinnar má sjá hana faðma manninn sinn Frederik Ægidius eftir að allt er yfirstaðið og það er mjög áhrifamikil og dramatísk stund. „Það var bara tvennt sem ég óskaði mér að kæmi ekki en það voru mörg hopp og það voru tær upp í slá. Þá komu 500 sippuhopp,“ skrifaði Anníe. „Ég veit að ég hefði getað pínt mig meira en markmiðið mitt er að ná mér almennilega svo ég geti verið hundrað prósent þegar ég þarf á því að halda. Ég hélt mig við að gera 10-15 hopp í einu allan tímann. Mér tókst að komast inn í hlutann með 210 hoppum og það þýðir meira sipp í einum rykk en samanlagt á síðustu fimmtán mánuðum. Það sem er þó meira spennandi fyrir mig er að mér líður vel og þessu fylgdi enginn afturkippur hjá mér,“ skrifaði Anníe. „Ég er svo stolt af því sem ég lagði í þetta þó að ég viti að ég endi hvergi nærri toppnum,“ skrifaði Anníe og hélt áfram að hverja fylgjendur sína. „Verið stolt af viðleitninni en ekki útkomunni,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir var ein af þeim sem sendi sinni konu kveðju: „Ég. Er. Svo. Stolt. Af. Þér,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum við færslu Anníe. Það má sjá myndbandið í færslu Anníe hér fyrir neðan en þetta eru þrjú mismunandi en stutt myndbönd sem segja söguna og hægt er að fletta yfir á það næsta. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir fór ekki auðveldlega í gegnum fyrsta hluta The Open en sýndi mikinn vilja með að komast í gegnum æfinguna og mikið hugrekki að sýna öllum heiminum hana líka. Anníe Mist gerði æfinguna á sunnudaginn og setti myndband af sér gera hana á Instagram í gær. Þetta voru mikil átök fyrir Anníe enda allt annað en auðveld æfing. „Úff. 21.1 búinn að ég verð að viðurkenna að því fylgir léttir,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. Í lok æfingarinnar má sjá hana faðma manninn sinn Frederik Ægidius eftir að allt er yfirstaðið og það er mjög áhrifamikil og dramatísk stund. „Það var bara tvennt sem ég óskaði mér að kæmi ekki en það voru mörg hopp og það voru tær upp í slá. Þá komu 500 sippuhopp,“ skrifaði Anníe. „Ég veit að ég hefði getað pínt mig meira en markmiðið mitt er að ná mér almennilega svo ég geti verið hundrað prósent þegar ég þarf á því að halda. Ég hélt mig við að gera 10-15 hopp í einu allan tímann. Mér tókst að komast inn í hlutann með 210 hoppum og það þýðir meira sipp í einum rykk en samanlagt á síðustu fimmtán mánuðum. Það sem er þó meira spennandi fyrir mig er að mér líður vel og þessu fylgdi enginn afturkippur hjá mér,“ skrifaði Anníe. „Ég er svo stolt af því sem ég lagði í þetta þó að ég viti að ég endi hvergi nærri toppnum,“ skrifaði Anníe og hélt áfram að hverja fylgjendur sína. „Verið stolt af viðleitninni en ekki útkomunni,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir var ein af þeim sem sendi sinni konu kveðju: „Ég. Er. Svo. Stolt. Af. Þér,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum við færslu Anníe. Það má sjá myndbandið í færslu Anníe hér fyrir neðan en þetta eru þrjú mismunandi en stutt myndbönd sem segja söguna og hægt er að fletta yfir á það næsta. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira