Dramatískt faðmlag í lok æfingarinnar hjá Anníe Mist: Ég. Er. Svo. Stolt. Af. Þér. Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 09:10 Anníe Mist Þórisdóttir hefur hafið keppni í CrossFit á ný en fyrsti hlutinn á The Open kallaði ekki síst á miklar tilfinningar. Instgram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir var létt eftir að hafa lokið keppni í fyrsta hluta The Open en hún hefur með því formlega byrjað aftur í CrossFit íþróttinni eftir barnsburðarleyfi. Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir fór ekki auðveldlega í gegnum fyrsta hluta The Open en sýndi mikinn vilja með að komast í gegnum æfinguna og mikið hugrekki að sýna öllum heiminum hana líka. Anníe Mist gerði æfinguna á sunnudaginn og setti myndband af sér gera hana á Instagram í gær. Þetta voru mikil átök fyrir Anníe enda allt annað en auðveld æfing. „Úff. 21.1 búinn að ég verð að viðurkenna að því fylgir léttir,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. Í lok æfingarinnar má sjá hana faðma manninn sinn Frederik Ægidius eftir að allt er yfirstaðið og það er mjög áhrifamikil og dramatísk stund. „Það var bara tvennt sem ég óskaði mér að kæmi ekki en það voru mörg hopp og það voru tær upp í slá. Þá komu 500 sippuhopp,“ skrifaði Anníe. „Ég veit að ég hefði getað pínt mig meira en markmiðið mitt er að ná mér almennilega svo ég geti verið hundrað prósent þegar ég þarf á því að halda. Ég hélt mig við að gera 10-15 hopp í einu allan tímann. Mér tókst að komast inn í hlutann með 210 hoppum og það þýðir meira sipp í einum rykk en samanlagt á síðustu fimmtán mánuðum. Það sem er þó meira spennandi fyrir mig er að mér líður vel og þessu fylgdi enginn afturkippur hjá mér,“ skrifaði Anníe. „Ég er svo stolt af því sem ég lagði í þetta þó að ég viti að ég endi hvergi nærri toppnum,“ skrifaði Anníe og hélt áfram að hverja fylgjendur sína. „Verið stolt af viðleitninni en ekki útkomunni,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir var ein af þeim sem sendi sinni konu kveðju: „Ég. Er. Svo. Stolt. Af. Þér,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum við færslu Anníe. Það má sjá myndbandið í færslu Anníe hér fyrir neðan en þetta eru þrjú mismunandi en stutt myndbönd sem segja söguna og hægt er að fletta yfir á það næsta. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir fór ekki auðveldlega í gegnum fyrsta hluta The Open en sýndi mikinn vilja með að komast í gegnum æfinguna og mikið hugrekki að sýna öllum heiminum hana líka. Anníe Mist gerði æfinguna á sunnudaginn og setti myndband af sér gera hana á Instagram í gær. Þetta voru mikil átök fyrir Anníe enda allt annað en auðveld æfing. „Úff. 21.1 búinn að ég verð að viðurkenna að því fylgir léttir,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. Í lok æfingarinnar má sjá hana faðma manninn sinn Frederik Ægidius eftir að allt er yfirstaðið og það er mjög áhrifamikil og dramatísk stund. „Það var bara tvennt sem ég óskaði mér að kæmi ekki en það voru mörg hopp og það voru tær upp í slá. Þá komu 500 sippuhopp,“ skrifaði Anníe. „Ég veit að ég hefði getað pínt mig meira en markmiðið mitt er að ná mér almennilega svo ég geti verið hundrað prósent þegar ég þarf á því að halda. Ég hélt mig við að gera 10-15 hopp í einu allan tímann. Mér tókst að komast inn í hlutann með 210 hoppum og það þýðir meira sipp í einum rykk en samanlagt á síðustu fimmtán mánuðum. Það sem er þó meira spennandi fyrir mig er að mér líður vel og þessu fylgdi enginn afturkippur hjá mér,“ skrifaði Anníe. „Ég er svo stolt af því sem ég lagði í þetta þó að ég viti að ég endi hvergi nærri toppnum,“ skrifaði Anníe og hélt áfram að hverja fylgjendur sína. „Verið stolt af viðleitninni en ekki útkomunni,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir var ein af þeim sem sendi sinni konu kveðju: „Ég. Er. Svo. Stolt. Af. Þér,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum við færslu Anníe. Það má sjá myndbandið í færslu Anníe hér fyrir neðan en þetta eru þrjú mismunandi en stutt myndbönd sem segja söguna og hægt er að fletta yfir á það næsta. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira