Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. mars 2021 18:31 Jón Örvar Bjarnason sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Vísir/Sigurjón Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. Frá því jarðskjalftahrinan hófst á Reykjanesi hafa orðið þar næstum fimmtíuþúsund jarðskjálftar. Sex á bilinu fimm til fimm komma sjö, 53 á bilinu fjórir til tæplega fimm og 524 þrír til tæplega fjórir að stærð. Skjálftar á Reykjanesi frá 24. febrúar 2021.Vísir/Sigurjón Jón Örvar Bjarnason sérfræðingur í tjóna-og áhættumati hjá Náttúruhamfaratryggingu segir að hús hér á landi standi af sér slíkt álag. „Það er í undantekningatilfellum að það verða skemmdir á burðavirkjum húsa í skjálftum sem eru undir sex. Á meðan skjálfti er ekki stærri en það getur húsið þolað mjög marga skjálfta. Þó það komi kannski minniháttar sprungur eða örfínar skemmdir þá er það ekki til að hafa áhyggjur af,“ segir Jón Örvar. Þyrftum marga skjálfta yfir sex til að þurfa að hafa áhyggjur Aðspurður um hvað þurfi þá til svo það verði mögulegar skemmdir á burðavirkjum húsa svarar Jón. „Við þyrftum mjög stóra og marga skjálfta til að þurfa að hafa áhyggjur. Það gæti haft þau áhrif að burðarþol húsa myndi smám saman minnka en það er ekki sú atburðarrás sem við erum að horfa uppá núna,“ segir Jón Örvar. Hann bendir á að ekkert hús hafi til dæmis hrunið í stóru Suðurlandsskjálftunum árin 2000 og 2008. „Þá varð tjón á burðavirkjum en ekkert hús hrundi hins vegar í þeim atburðum,“ segir hann. Hann segir að jafnvel þó það yrði skjálfti uppá 6,5 þá yrði hann það fjarri byggð að ólíklegt væri að hann hefði mikil áhrif á burðavirki húsa. „Flestir byggingar eru mjög langt frá upptökum slíks skjálfta þess vegna við höfum við mjög litlar áhyggjur af því að það yrðu meiriháttar skemmdir á húsnæði, hins vegar gæti orðið minniháttar tjón á mjög mörgum eignum því fjöldi þeirra er svo mikill á svæðinu. Náttúruhamfaratrygging hefur fengið alls 54 tjónatilkynningar frá því hrinan hófst. Langflestar eru í Reykjavík og Hafnarfirði átta úr Grindavík og ein frá Árborg og Akranesi. Langflestar tilkynningarnar eru minniháttar. Tjónatilkynningar eftir svæðum frá því jarðskjálftahrinan hófst í febrúar.Vísir/Sigurjón Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Húsnæðismál Tengdar fréttir Um 50 tjónatilkynningar frá ellefu sveitarfélögum frá upphafi jarðskjálftahrinu Framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir íslensk hús þola vel það stöðuga jarðskjálftaálag sem hefur verið undanfarið. Verði stórir skjálftar yfir sex geti skálftar eftir það haft áhrif á álagsþol húsa. Tæplega 50 tjónatilkynningar hafa orðið frá 24. febrúar. 15. mars 2021 12:12 Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. 15. mars 2021 13:40 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sjá meira
Frá því jarðskjalftahrinan hófst á Reykjanesi hafa orðið þar næstum fimmtíuþúsund jarðskjálftar. Sex á bilinu fimm til fimm komma sjö, 53 á bilinu fjórir til tæplega fimm og 524 þrír til tæplega fjórir að stærð. Skjálftar á Reykjanesi frá 24. febrúar 2021.Vísir/Sigurjón Jón Örvar Bjarnason sérfræðingur í tjóna-og áhættumati hjá Náttúruhamfaratryggingu segir að hús hér á landi standi af sér slíkt álag. „Það er í undantekningatilfellum að það verða skemmdir á burðavirkjum húsa í skjálftum sem eru undir sex. Á meðan skjálfti er ekki stærri en það getur húsið þolað mjög marga skjálfta. Þó það komi kannski minniháttar sprungur eða örfínar skemmdir þá er það ekki til að hafa áhyggjur af,“ segir Jón Örvar. Þyrftum marga skjálfta yfir sex til að þurfa að hafa áhyggjur Aðspurður um hvað þurfi þá til svo það verði mögulegar skemmdir á burðavirkjum húsa svarar Jón. „Við þyrftum mjög stóra og marga skjálfta til að þurfa að hafa áhyggjur. Það gæti haft þau áhrif að burðarþol húsa myndi smám saman minnka en það er ekki sú atburðarrás sem við erum að horfa uppá núna,“ segir Jón Örvar. Hann bendir á að ekkert hús hafi til dæmis hrunið í stóru Suðurlandsskjálftunum árin 2000 og 2008. „Þá varð tjón á burðavirkjum en ekkert hús hrundi hins vegar í þeim atburðum,“ segir hann. Hann segir að jafnvel þó það yrði skjálfti uppá 6,5 þá yrði hann það fjarri byggð að ólíklegt væri að hann hefði mikil áhrif á burðavirki húsa. „Flestir byggingar eru mjög langt frá upptökum slíks skjálfta þess vegna við höfum við mjög litlar áhyggjur af því að það yrðu meiriháttar skemmdir á húsnæði, hins vegar gæti orðið minniháttar tjón á mjög mörgum eignum því fjöldi þeirra er svo mikill á svæðinu. Náttúruhamfaratrygging hefur fengið alls 54 tjónatilkynningar frá því hrinan hófst. Langflestar eru í Reykjavík og Hafnarfirði átta úr Grindavík og ein frá Árborg og Akranesi. Langflestar tilkynningarnar eru minniháttar. Tjónatilkynningar eftir svæðum frá því jarðskjálftahrinan hófst í febrúar.Vísir/Sigurjón
Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Húsnæðismál Tengdar fréttir Um 50 tjónatilkynningar frá ellefu sveitarfélögum frá upphafi jarðskjálftahrinu Framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir íslensk hús þola vel það stöðuga jarðskjálftaálag sem hefur verið undanfarið. Verði stórir skjálftar yfir sex geti skálftar eftir það haft áhrif á álagsþol húsa. Tæplega 50 tjónatilkynningar hafa orðið frá 24. febrúar. 15. mars 2021 12:12 Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. 15. mars 2021 13:40 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sjá meira
Um 50 tjónatilkynningar frá ellefu sveitarfélögum frá upphafi jarðskjálftahrinu Framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir íslensk hús þola vel það stöðuga jarðskjálftaálag sem hefur verið undanfarið. Verði stórir skjálftar yfir sex geti skálftar eftir það haft áhrif á álagsþol húsa. Tæplega 50 tjónatilkynningar hafa orðið frá 24. febrúar. 15. mars 2021 12:12
Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. 15. mars 2021 13:40