Spánverjar ráðast í tilraunaverkefni um fjögurra daga vinnuviku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2021 14:55 Iñigo Errejón þingmaður vinstri flokksins Maís País segir tilraunina löngu tímabæra. Alvaro Hurtado/NurPhoto/Getty Images Spánn gæti orðið fyrsta landið í heiminum til að prufukeyra tilraunverkefni um fjögurra daga vinnuviku. Spænska ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu vinstri flokksins Más País um að hrinda hinu þriggja ára tilraunaverkefni úr vör. Fyrirtæki sem hafa áhuga á hugmyndinni um styttri vinnuviku geta tekið þátt í verkefninu. Frá þessum fréttum greinir The Guardian. Stjórnmálaflokkurinn Más País lagði fram tillöguna fyrr á þessu ári en viðræður hafa staðið yfir um hana í nokkrar vikur. Íñigo Errejón, þingmaður Más País og formaður flokksins, sagði að með verkefninu um þrjátíu og tveggja stunda vinnuviku væri verið að hefja, með þýðingarmiklum hætti, eina mikilvægustu umræðu samtímans. Hugmyndin sé löngu tímabær. Þau rök sem færð hafa verið með hugmyndinni um styttri vinnuviku eru aukin framleiðni, betri geðheilsa starfsfólks og minna kolefnisfótspor. Hugmynd Más País lýtur að því að fjármagn frá hinu opinbera verði sett í verkefnið til að tryggja minni áhættu fyrir fyrirtækin sem taka þátt í tilrauninni sem mun standa yfir í þrjú ár. Þannig verði fyrirtækjum greitt að fullu það tap sem hugsanlega gæti hlotist af tilrauninni fyrsta heila árið, til helminga seinna árið og því sem nemur þrjátíu og þremur prósentum tapsins þriðja og síðasta árið. Flokknum reiknast til að um tvö hundruð fyrirtæki með á bilinu þrjú til sex þúsund manns í vinnu geti tekið þátt. Ófrávíkjanleg krafa til fyrirtækja verður að vinnuvikan verði stytt í umrædda fjóra daga, að laun starfsfólks muni ekki skerðast við breytinguna og að fólki verði ekki sagt upp. Tillagan hefur einnig hlotið gagnrýni en Ricardo Mur, sem er í fyrirsvari fyrir fjölmennustu samtök atvinnulífsins á Spáni lýsir hugmyndinni sem „brjálæði“. Leiðin úr úr kórónukreppunni sé meiri vinna, ekki minni. Stytting vinnuvikunnar Spánn Vinnumarkaður Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fyrirtæki sem hafa áhuga á hugmyndinni um styttri vinnuviku geta tekið þátt í verkefninu. Frá þessum fréttum greinir The Guardian. Stjórnmálaflokkurinn Más País lagði fram tillöguna fyrr á þessu ári en viðræður hafa staðið yfir um hana í nokkrar vikur. Íñigo Errejón, þingmaður Más País og formaður flokksins, sagði að með verkefninu um þrjátíu og tveggja stunda vinnuviku væri verið að hefja, með þýðingarmiklum hætti, eina mikilvægustu umræðu samtímans. Hugmyndin sé löngu tímabær. Þau rök sem færð hafa verið með hugmyndinni um styttri vinnuviku eru aukin framleiðni, betri geðheilsa starfsfólks og minna kolefnisfótspor. Hugmynd Más País lýtur að því að fjármagn frá hinu opinbera verði sett í verkefnið til að tryggja minni áhættu fyrir fyrirtækin sem taka þátt í tilrauninni sem mun standa yfir í þrjú ár. Þannig verði fyrirtækjum greitt að fullu það tap sem hugsanlega gæti hlotist af tilrauninni fyrsta heila árið, til helminga seinna árið og því sem nemur þrjátíu og þremur prósentum tapsins þriðja og síðasta árið. Flokknum reiknast til að um tvö hundruð fyrirtæki með á bilinu þrjú til sex þúsund manns í vinnu geti tekið þátt. Ófrávíkjanleg krafa til fyrirtækja verður að vinnuvikan verði stytt í umrædda fjóra daga, að laun starfsfólks muni ekki skerðast við breytinguna og að fólki verði ekki sagt upp. Tillagan hefur einnig hlotið gagnrýni en Ricardo Mur, sem er í fyrirsvari fyrir fjölmennustu samtök atvinnulífsins á Spáni lýsir hugmyndinni sem „brjálæði“. Leiðin úr úr kórónukreppunni sé meiri vinna, ekki minni.
Stytting vinnuvikunnar Spánn Vinnumarkaður Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira