Guðbjörg Jóna og Kolbeinn Höður unnu stærstu afrekin á Íslandsmótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 15:30 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Kolbeinn Höður Gunnarson með verðlaun sín fyrir að hafa unnið stæstu afrekin á Meistaramótinu í frjálsum um helgina. FRÍ ÍR-ingar urðu Íslandsmeistarar á Meistaramóti Íslands innanhúss sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. ÍR-ingar unnu stigakeppni félaganna. ÍR fékk 58 stig en FH varð í öðru sæti með 48 stig. Liðin höfðu mikla yfirburði en í þriðja sæti var Breiðablik með 20 stig. ÍR fékk fimm stigum meira en FH í kvennakeppninni og fimm stigum meira en FH í karlakeppninni. UMSS varð í þriðja sæti hjá körlunum en Breiðablik hjá konunum. Spretthlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Kolbeinn Höður Gunnarson unnu stærstu afrekin á mótinu samkvæmt stigatöflu Alþjóða Frjálsíþróttasambandsins. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Guðbjörg hlaut 1065 stig fyrir 200 metra hlaup og Kolbeinn 1049 stig fyrir sömu grein. Guðbjörg hljóp á 24,23 sekúndum en Kolbeinn Höður á 21,57 sekúndum. Þau unnu bæði líka 60 metra hlaupin og settu þar bæði mótsmet. Guðbjörg Jóna kom þá í mark þa 7,49 sekúndum en Kolbeinn Höður á 6,86 sekúndum. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason, ÍR, varpaði kúlunni 18,40 metra og var með besta afrekið á fyrri deginum en Kolbeinn Höður bætti það síðan daginn eftir þegar hann hljóp 200 metra hlaup. Andrea Kolbeinsdóttir vann bæði 1500 og 3000 metra hlaup og setti mótsmet í 3000 metra hlaupinu með því að hlaupa á 9:53,47 mín. María Rún Gunnlaugsdóttir setti mótsmet í 60 metra grindahlaupi. Samtals voru fjögur mótsmet sett og voru tíu afrek sem náðu yfir þúsund stig en þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins þar sem mátti einnig sjá samantektina hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir fór á kostum um helgina en hún varð Íslandsmeistari í hástökki, kúluvarpi og grindahlaupi. Á fyrri deginum keppti hún í hástökki og stökk hæst 1,73 metra og var hársbreidd frá 1,77 metra sem væri nýtt persónulegt met. Á seinni deginum þurfti hún að hlaupa á milli greina þar sem kúluvarpið og langstökkið var á sama tíma. Það hindraði hana þó ekki frá því að bæta sinn persónulega árangur í báðum greinum. Hún varpaði kúlunni 13,20 metra sem er bæting um 32 sentímetra og stökk 5,94 metra í langstökki. Hún fékk ekki mikla hvíld eftir þessar tvær greinar þar sem hún þurfti og hlaupa beint í grindina en hún var aldeilis ekki hætt að toppa sig og kom í mark á 8,59 sekúndum sem er einnig nýtt persónulegt met. Ármenningurinn ungi Kristján Viggó Sigfinnsson var í stuði í hástökkinu í dag en hann stökk hæst 2,12 metra sem er hans besti árangur á árinu. Hann átti frábærar tilraunir við 2,16 sem hefði tryggt honum þáttökuréttindi á HM U20. Kristján er aðeins 17 ára gamall og verður spennandi að sjá hvort honum takist að ná HM U20 lágmarkinu en hann er nú þegar búin að ná lágmarki á EM U20. Mikil spenna var í langstökki kvenna en það var ÍR-ingurinn Hildigunnur Þórarinsdóttir sem bar sigur úr býtum. Eftir þrjár umferðir var það María Rún sem leiddi keppnina með stökk upp á 5,94 metra. Í fimmtu umferð var staðan sú að Birna og Hildigunnur voru með jafn langt stökk, 5,99 metra, Birna var þó með lengra annað stökk sem setti hana í fyrsta sæti. Í síðasta stökki hitti Hildigunnur vel á það og náði lengsta stökk keppninar, 6,02 metra. Blikinn Irma Gunnarsdóttir fór á kostum í þrístökki kvenna og sigraði með glæsilegri bætingu og stökk 12,66 metra. Það er aðeins einum sentimetra frá mótsmeti Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur síðan 1996 en hún á einnig Íslandsmetið í greininni sem er 12,83 metrar. Irma bætti sig einnig um ellefu brot í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 7,80 sekúndur og hafnaði í þriðja sæti í greininni. Ísak Óli Traustason sigraði stangarstökk karla með frábæra bætingu, fór yfir 4,42 metra. Hann var annar í 60 metra hlaupi á langþráðri bætingu 6,96 sekúndum en þetta er í fyrsta sinn sem hann fer undir sjö sekúndur og því stór persónulegur sigur að ná þessum árangri. Hann var svo við sitt besta í kúluvarpi og varpaði henni 14,07 metra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Sjá meira
ÍR-ingar unnu stigakeppni félaganna. ÍR fékk 58 stig en FH varð í öðru sæti með 48 stig. Liðin höfðu mikla yfirburði en í þriðja sæti var Breiðablik með 20 stig. ÍR fékk fimm stigum meira en FH í kvennakeppninni og fimm stigum meira en FH í karlakeppninni. UMSS varð í þriðja sæti hjá körlunum en Breiðablik hjá konunum. Spretthlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Kolbeinn Höður Gunnarson unnu stærstu afrekin á mótinu samkvæmt stigatöflu Alþjóða Frjálsíþróttasambandsins. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Guðbjörg hlaut 1065 stig fyrir 200 metra hlaup og Kolbeinn 1049 stig fyrir sömu grein. Guðbjörg hljóp á 24,23 sekúndum en Kolbeinn Höður á 21,57 sekúndum. Þau unnu bæði líka 60 metra hlaupin og settu þar bæði mótsmet. Guðbjörg Jóna kom þá í mark þa 7,49 sekúndum en Kolbeinn Höður á 6,86 sekúndum. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason, ÍR, varpaði kúlunni 18,40 metra og var með besta afrekið á fyrri deginum en Kolbeinn Höður bætti það síðan daginn eftir þegar hann hljóp 200 metra hlaup. Andrea Kolbeinsdóttir vann bæði 1500 og 3000 metra hlaup og setti mótsmet í 3000 metra hlaupinu með því að hlaupa á 9:53,47 mín. María Rún Gunnlaugsdóttir setti mótsmet í 60 metra grindahlaupi. Samtals voru fjögur mótsmet sett og voru tíu afrek sem náðu yfir þúsund stig en þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins þar sem mátti einnig sjá samantektina hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir fór á kostum um helgina en hún varð Íslandsmeistari í hástökki, kúluvarpi og grindahlaupi. Á fyrri deginum keppti hún í hástökki og stökk hæst 1,73 metra og var hársbreidd frá 1,77 metra sem væri nýtt persónulegt met. Á seinni deginum þurfti hún að hlaupa á milli greina þar sem kúluvarpið og langstökkið var á sama tíma. Það hindraði hana þó ekki frá því að bæta sinn persónulega árangur í báðum greinum. Hún varpaði kúlunni 13,20 metra sem er bæting um 32 sentímetra og stökk 5,94 metra í langstökki. Hún fékk ekki mikla hvíld eftir þessar tvær greinar þar sem hún þurfti og hlaupa beint í grindina en hún var aldeilis ekki hætt að toppa sig og kom í mark á 8,59 sekúndum sem er einnig nýtt persónulegt met. Ármenningurinn ungi Kristján Viggó Sigfinnsson var í stuði í hástökkinu í dag en hann stökk hæst 2,12 metra sem er hans besti árangur á árinu. Hann átti frábærar tilraunir við 2,16 sem hefði tryggt honum þáttökuréttindi á HM U20. Kristján er aðeins 17 ára gamall og verður spennandi að sjá hvort honum takist að ná HM U20 lágmarkinu en hann er nú þegar búin að ná lágmarki á EM U20. Mikil spenna var í langstökki kvenna en það var ÍR-ingurinn Hildigunnur Þórarinsdóttir sem bar sigur úr býtum. Eftir þrjár umferðir var það María Rún sem leiddi keppnina með stökk upp á 5,94 metra. Í fimmtu umferð var staðan sú að Birna og Hildigunnur voru með jafn langt stökk, 5,99 metra, Birna var þó með lengra annað stökk sem setti hana í fyrsta sæti. Í síðasta stökki hitti Hildigunnur vel á það og náði lengsta stökk keppninar, 6,02 metra. Blikinn Irma Gunnarsdóttir fór á kostum í þrístökki kvenna og sigraði með glæsilegri bætingu og stökk 12,66 metra. Það er aðeins einum sentimetra frá mótsmeti Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur síðan 1996 en hún á einnig Íslandsmetið í greininni sem er 12,83 metrar. Irma bætti sig einnig um ellefu brot í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 7,80 sekúndur og hafnaði í þriðja sæti í greininni. Ísak Óli Traustason sigraði stangarstökk karla með frábæra bætingu, fór yfir 4,42 metra. Hann var annar í 60 metra hlaupi á langþráðri bætingu 6,96 sekúndum en þetta er í fyrsta sinn sem hann fer undir sjö sekúndur og því stór persónulegur sigur að ná þessum árangri. Hann var svo við sitt besta í kúluvarpi og varpaði henni 14,07 metra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Sjá meira