Duttlungar fasismans Magnús D. Norðdahl skrifar 15. mars 2021 14:00 Þann 9. nóvember 2016 vaknaði heimsbyggðin upp við vondar fréttir. Donald Trump hafði verið kosinn forseti í Bandaríkjunum. Ljóst var að óánægja fólks og hræðsla myndi ekki einskorðast við embættistíð og embættisfærslu Trumps sjálfs, heldur ruddi hann brautina fyrir aðra frambjóðendur um veröld alla sem vildu byggja á útlendingahatri, kvenfyrirlitningu, virðingarleysi fyrir minnihlutahópum og almennum borgaralegum réttindum. Pólitískir tækifærissinnar um allan heim sáu nú svart á hvítu að hægt var að vinna kosningar með þessum hætti. Þeir myndu því vígreifir grípa til sömu aðferða. Trump varð mörgum stjórnmálamönnum fyrirmynd og hvatning og mátti sjá orðræðu ýmissa leiðtoga verða grófari eftir valdaskiptin í Bandaríkjunum 2016. Sem dæmi má nefna Rodrigo Duterte forseta Filippseyja, Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, Abdel Fattah Al-Sisi forseta Egyptalands og ekki síst Jair Bolsonaro stjórnmálamann og síðar forseta Brasilíu. Varasamir leiðtogar urðu nú beinlínis hættulegir og sáu kjör Trump sem viðurkenningu og réttlætingu á daðri sínu við þjóðernishyggju og fasisma. Fasísk hugmyndafræði raungerist Aðalpersóna skáldsögunnar Glæpur og refsing eftir Fjodor Dostojefskí nefnist Raskolníkof. Hann er heltekinn af hugmyndum um „ofurmenni“ og að hann sjálfur sé eitt slíkra. Hann gengur svo langt að telja sig hafa heimild til að myrða aðra manneskju. Þessi sígilda bók fjallar öðrum þræði um þær aðstæður þegar gjá verður á milli siðferðilegrar afstöðu og hegðunar og þeirrar hugljómunar sem menn geta orðið fyrir þegar þeir sjá afleiðingar óæskilegra hugsana, orða og siðferðilegrar afstöðu raungerast. Það er ekki fyrr en hugmyndir Raskolníkofs raungerast á endanum, í morði á öldruðum okurlánara, sem hann áttar sig á raunverulegu inntaki afstöðu sinnar og hugsana. Við tekur langt tímabil samviskubits og á endanum hugljómun sem felst í höfnun á fyrri hugmyndum um ofurmenni. Raskolníkof iðrast með einlægum hætti. Þessi saga var mér hugleikin með hliðsjón af tíðindum frá Washington í upphafi þessa árs. Hvernig ætli þeim hafi liðið, sem höfðu stutt lýðskrumarann Donald Trump á síðastliðnum árum og leyft honum leynt og ljóst að ala á hatri, sundrungu og kynþáttahyggju, þegar þeir sáu hina fasísku hugmyndafræði raungerast í árás á þinghús bandarísku þjóðarinnar? Eflaust var ansi mörgum brugðið. Líklega upplifðu sumir hræðslu og óöryggi. Kannski leiddi það suma til snúast gegn hugmyndafræði Trump. Hversu stór sá hópur er og hversu djúpt áhrifin rista er enn óljóst og ræðst líklega ekki fyrr en í forsetakosningum Bandaríkjanna 2024. Repúblikanaflokkurinn virðist enn á valdi Trump og val á næsta forsetaframbjóðanda þeirra á eflaust eftir að taka mið af því. Fasísk ógn í íslensku samhengi Því miður daðra sumir Íslendingar við þjóðernishyggju og fasisma, þótt sumir kunni að fara leynt með það eða reyni að klæða skoðanir sínar í eilítið frambærilegri búning. Fasismi tekur ekki yfir heilt samfélag án aðdraganda og undirbúnings. Kærulaus ummæli sem byggja á útlendingahatri, kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir minnihlutahópum, geta í augum einhverra virst saklaus í upphafi en smátt og smátt grafa þau hins vegar undan sátt og samlyndi í samfélaginu. Óátalin geta þau aukið fylgi stjórnmálamanna sem sífellt sá í jarðveg haturs og sundrungar til að auka fylgi sitt. Stuðningsmenn Donalds Trump réðust á ekki á þinghús Bandaríkjanna í upphafi valdatíðar hans en þeir hlustuðu á neikvæð ummæli um útlendinga, jaðarsetta minnihlutahópa og meinta ósannsögli gagnrýninna fjölmiðla í þau fjögur ár sem valdatíð Donalds Trump stóð. Í orðræðu íslenskra stjórnmála hefur í auknum mæli orðið vart við fasíska duttlunga, andúð á útlendingum, kvenfyrirlitningu og virðingarleysi í garð minnihlutahópa. Um er að ræða fámennan en háværan hóp sem vill sækja sér atkvæði með þessum hætti. Það er ákaflega sorgleg og vafasöm þróun sem getur hæglega eftir því tíminn líður leitt til skelfilegra afleiðinga fyrir íslenskt samfélag. Orðum fylgir ábyrgð. Við erum ekki óhult fyrir ógn fasismans frekar en önnur vestræn lýðræðisríki. Grunnstefna Pírata Í sögulegu samhengi hefur árangur fasískra afla verið í réttu hlutfalli við fáfræði og fordóma. Jarðvegur fasisma er aldrei frjórri en þegar aðgangur almennings að upplýsingum er skertur. Sem dæmi má nefna að auðveldara er að kenna útlendingum um skort á atvinnumöguleikum ef almenningur hefur ekki aðgang að upplýsingum um jákvæð áhrif innflytjenda á vestræn hagkerfi. Í þessu samhengi er grunnstefna Pírata lykillinn að öflugri mótstöðu gegn fasískum duttlungum hverju sinni. Í grunnstefnunni er nefnilega lögð áhersla á upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Þar segir með skýrum hætti að upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi og að aldrei skuli skerða rétt einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir. Þessu til viðbótar byggir grunnstefnan á gagnrýninni hugsun og vandaðri ákvarðanatöku, sem tekur mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu á hverjum tíma með áherslu á beint lýðræði, gagnsæi og ábyrgð. Allt eru þetta atriði sem stuðla að því að almenningur sé upplýstur og láti ekki glepjast af orðræðu þeirra sem gæla við fasisma, útlendingahatur, kvenfyrirlitningu og virðingarleysi í garð minnihlutahópa. Sem þátttakandi í hreyfingu Pírata og væntanlegu framboði til Alþingis næsta haust, fái ég til þess brautargengi í yfirstandandi prófkjöri, mun ég leggja mig allan fram um að framfylgja grunnstefnu Pírata og veita það aðhald sem þörf er á. Höfundur er lögmaður og sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Magnús D. Norðdahl Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þann 9. nóvember 2016 vaknaði heimsbyggðin upp við vondar fréttir. Donald Trump hafði verið kosinn forseti í Bandaríkjunum. Ljóst var að óánægja fólks og hræðsla myndi ekki einskorðast við embættistíð og embættisfærslu Trumps sjálfs, heldur ruddi hann brautina fyrir aðra frambjóðendur um veröld alla sem vildu byggja á útlendingahatri, kvenfyrirlitningu, virðingarleysi fyrir minnihlutahópum og almennum borgaralegum réttindum. Pólitískir tækifærissinnar um allan heim sáu nú svart á hvítu að hægt var að vinna kosningar með þessum hætti. Þeir myndu því vígreifir grípa til sömu aðferða. Trump varð mörgum stjórnmálamönnum fyrirmynd og hvatning og mátti sjá orðræðu ýmissa leiðtoga verða grófari eftir valdaskiptin í Bandaríkjunum 2016. Sem dæmi má nefna Rodrigo Duterte forseta Filippseyja, Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, Abdel Fattah Al-Sisi forseta Egyptalands og ekki síst Jair Bolsonaro stjórnmálamann og síðar forseta Brasilíu. Varasamir leiðtogar urðu nú beinlínis hættulegir og sáu kjör Trump sem viðurkenningu og réttlætingu á daðri sínu við þjóðernishyggju og fasisma. Fasísk hugmyndafræði raungerist Aðalpersóna skáldsögunnar Glæpur og refsing eftir Fjodor Dostojefskí nefnist Raskolníkof. Hann er heltekinn af hugmyndum um „ofurmenni“ og að hann sjálfur sé eitt slíkra. Hann gengur svo langt að telja sig hafa heimild til að myrða aðra manneskju. Þessi sígilda bók fjallar öðrum þræði um þær aðstæður þegar gjá verður á milli siðferðilegrar afstöðu og hegðunar og þeirrar hugljómunar sem menn geta orðið fyrir þegar þeir sjá afleiðingar óæskilegra hugsana, orða og siðferðilegrar afstöðu raungerast. Það er ekki fyrr en hugmyndir Raskolníkofs raungerast á endanum, í morði á öldruðum okurlánara, sem hann áttar sig á raunverulegu inntaki afstöðu sinnar og hugsana. Við tekur langt tímabil samviskubits og á endanum hugljómun sem felst í höfnun á fyrri hugmyndum um ofurmenni. Raskolníkof iðrast með einlægum hætti. Þessi saga var mér hugleikin með hliðsjón af tíðindum frá Washington í upphafi þessa árs. Hvernig ætli þeim hafi liðið, sem höfðu stutt lýðskrumarann Donald Trump á síðastliðnum árum og leyft honum leynt og ljóst að ala á hatri, sundrungu og kynþáttahyggju, þegar þeir sáu hina fasísku hugmyndafræði raungerast í árás á þinghús bandarísku þjóðarinnar? Eflaust var ansi mörgum brugðið. Líklega upplifðu sumir hræðslu og óöryggi. Kannski leiddi það suma til snúast gegn hugmyndafræði Trump. Hversu stór sá hópur er og hversu djúpt áhrifin rista er enn óljóst og ræðst líklega ekki fyrr en í forsetakosningum Bandaríkjanna 2024. Repúblikanaflokkurinn virðist enn á valdi Trump og val á næsta forsetaframbjóðanda þeirra á eflaust eftir að taka mið af því. Fasísk ógn í íslensku samhengi Því miður daðra sumir Íslendingar við þjóðernishyggju og fasisma, þótt sumir kunni að fara leynt með það eða reyni að klæða skoðanir sínar í eilítið frambærilegri búning. Fasismi tekur ekki yfir heilt samfélag án aðdraganda og undirbúnings. Kærulaus ummæli sem byggja á útlendingahatri, kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir minnihlutahópum, geta í augum einhverra virst saklaus í upphafi en smátt og smátt grafa þau hins vegar undan sátt og samlyndi í samfélaginu. Óátalin geta þau aukið fylgi stjórnmálamanna sem sífellt sá í jarðveg haturs og sundrungar til að auka fylgi sitt. Stuðningsmenn Donalds Trump réðust á ekki á þinghús Bandaríkjanna í upphafi valdatíðar hans en þeir hlustuðu á neikvæð ummæli um útlendinga, jaðarsetta minnihlutahópa og meinta ósannsögli gagnrýninna fjölmiðla í þau fjögur ár sem valdatíð Donalds Trump stóð. Í orðræðu íslenskra stjórnmála hefur í auknum mæli orðið vart við fasíska duttlunga, andúð á útlendingum, kvenfyrirlitningu og virðingarleysi í garð minnihlutahópa. Um er að ræða fámennan en háværan hóp sem vill sækja sér atkvæði með þessum hætti. Það er ákaflega sorgleg og vafasöm þróun sem getur hæglega eftir því tíminn líður leitt til skelfilegra afleiðinga fyrir íslenskt samfélag. Orðum fylgir ábyrgð. Við erum ekki óhult fyrir ógn fasismans frekar en önnur vestræn lýðræðisríki. Grunnstefna Pírata Í sögulegu samhengi hefur árangur fasískra afla verið í réttu hlutfalli við fáfræði og fordóma. Jarðvegur fasisma er aldrei frjórri en þegar aðgangur almennings að upplýsingum er skertur. Sem dæmi má nefna að auðveldara er að kenna útlendingum um skort á atvinnumöguleikum ef almenningur hefur ekki aðgang að upplýsingum um jákvæð áhrif innflytjenda á vestræn hagkerfi. Í þessu samhengi er grunnstefna Pírata lykillinn að öflugri mótstöðu gegn fasískum duttlungum hverju sinni. Í grunnstefnunni er nefnilega lögð áhersla á upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Þar segir með skýrum hætti að upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi og að aldrei skuli skerða rétt einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir. Þessu til viðbótar byggir grunnstefnan á gagnrýninni hugsun og vandaðri ákvarðanatöku, sem tekur mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu á hverjum tíma með áherslu á beint lýðræði, gagnsæi og ábyrgð. Allt eru þetta atriði sem stuðla að því að almenningur sé upplýstur og láti ekki glepjast af orðræðu þeirra sem gæla við fasisma, útlendingahatur, kvenfyrirlitningu og virðingarleysi í garð minnihlutahópa. Sem þátttakandi í hreyfingu Pírata og væntanlegu framboði til Alþingis næsta haust, fái ég til þess brautargengi í yfirstandandi prófkjöri, mun ég leggja mig allan fram um að framfylgja grunnstefnu Pírata og veita það aðhald sem þörf er á. Höfundur er lögmaður og sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar