Benzema steig upp á ögurstundu og hélt titilvonum Real á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 17:15 Benzema fagnar fyrra marki sínu í dag. Var þetta fjórði deildarleikurinn í röð sem Frakkinn skorar í fyrir Real Madrid. EPA-EFE/Kiko Huesca Real Madrid vann dramatískan 2-1 sigur gegn Elche í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Enn og aftur var það Karim Benzema sem kom heimamönnum í Real til bjargar. Segja má að hann sé að halda titilvonum liðsins á lífi. Real Madrid bjargaði stigi gegn nágrönnum sínum – og toppliði La Liga – Atlético Madrid í síðustu umferð þökk sé marki Benzema undir lok leiks. Það mark hefði verið hálf tilgangslaust ef liðið hefði ekki landað þremur stigum gegn Elche í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem tóku forystuna þegar rúm klukkustund var liðin. Dani Calvo skallaði þá knöttinn í netið og Elche óvænt komið 1-0 yfir á Alfredo Di Stefano-vellinum á æfingasvæði Real en enn er verið að gera við Santiago Bernabéu, heimavöllur liðsins. Benzema jafnaði metin fyrir heimamenn á 73. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf Luka Modrić. Staðan 1-1 og þannig var hún allt fram á 91. mínútu leiksins. Benzema og Rodrygo áttu þá skemmtilegan þríhyrning við vítateigslínu Elche. Sá síðarnefndi lagði boltann fyrir fætur Benzema með bringunni, Frakkinn smellhitti knöttinn í kjölfarið með vinstri fæti sem söng í netinu og staðan orðin 2-1 Real í vil. Chill, I got this" pic.twitter.com/fNWGYz9WJo— B/R Football (@brfootball) March 13, 2021 Reyndust það lokatölur leiksins og Benzema hetja Real enn á ný. Real er nú 57 stig í 2. sæti La Liga á meðan Atlético er á toppnum með 62 stig ásamt því að eiga leik til góða. Franski sóknarmaðurinn er ein stærsta ástæða þess að liðið er yfir höfuð í titilbaráttu heima fyrir sem og ástæðan fyrir því að Real Madrid komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Real Madrid mætir Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn kemur, 16. mars. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Real Madrid bjargaði stigi gegn nágrönnum sínum – og toppliði La Liga – Atlético Madrid í síðustu umferð þökk sé marki Benzema undir lok leiks. Það mark hefði verið hálf tilgangslaust ef liðið hefði ekki landað þremur stigum gegn Elche í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem tóku forystuna þegar rúm klukkustund var liðin. Dani Calvo skallaði þá knöttinn í netið og Elche óvænt komið 1-0 yfir á Alfredo Di Stefano-vellinum á æfingasvæði Real en enn er verið að gera við Santiago Bernabéu, heimavöllur liðsins. Benzema jafnaði metin fyrir heimamenn á 73. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf Luka Modrić. Staðan 1-1 og þannig var hún allt fram á 91. mínútu leiksins. Benzema og Rodrygo áttu þá skemmtilegan þríhyrning við vítateigslínu Elche. Sá síðarnefndi lagði boltann fyrir fætur Benzema með bringunni, Frakkinn smellhitti knöttinn í kjölfarið með vinstri fæti sem söng í netinu og staðan orðin 2-1 Real í vil. Chill, I got this" pic.twitter.com/fNWGYz9WJo— B/R Football (@brfootball) March 13, 2021 Reyndust það lokatölur leiksins og Benzema hetja Real enn á ný. Real er nú 57 stig í 2. sæti La Liga á meðan Atlético er á toppnum með 62 stig ásamt því að eiga leik til góða. Franski sóknarmaðurinn er ein stærsta ástæða þess að liðið er yfir höfuð í titilbaráttu heima fyrir sem og ástæðan fyrir því að Real Madrid komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Real Madrid mætir Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn kemur, 16. mars. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira