Skatturinn: „Það þarf enginn að fara á límingunum“ Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2021 17:07 Ekki stendur til boða sækja um sérstakan viðbótarfrest að þessu sinni líkt og síðustu ár. Vísir Skilafrestur fyrir skattframtöl einstaklinga rennur út klukkan 23:59 í kvöld og hefur Skatturinn móttekið um 70% af þeim framtölum sem stofnunin á von á. „Það þarf enginn að fara á límingunum þó hann nái þessu ekki í dag einhverja hluta vegna, en það er aðalatriði að ganga frá þessu sem fyrst,“ segir Elín Alma Arthursdóttir, vararíkisskattstjóri og sviðsstjóri álagningarsviðs, í samtali við Vísi. Þá sé í góðu lagi að bíða með skilin fram yfir helgi ef þörf er á. Ekki er hægt að sækja um sérstakan viðbótarfrest þetta árið. „Við tökum auðvitað á móti framtölum eins lengi og þau berast, fresturinn er vissulega út daginn í dag en sumir lenda kannski í einhverjum vandræðum og við erum hætt að veita aðstoð um helgar. Ef þú klárar á allra næstu dögum þá gerist ekki neitt, ég get alveg lofað því.“ Starfsmenn fara örþreyttir inn í helgina Þá minnir Elín á að þeir sem njóti aðstoðar fagaðila á borð við endurskoðenda og bókara við skilin hafi frest fram til 1. apríl. Hún segir mikla vertíðarstemningu vera hjá Skattinum á þessum tíma ársins og margir starfsmenn uppgefnir eftir síðustu tvær vikur. Ekki er síður um að ræða álagstíma hjá fagaðilum. Fyrir skömmu fékk vararíkisskattstjórinn þau skilaboð frá vinkonu sinni í faginu að síminn hafi ekki stoppað eftir að Elín ræddi framtalsskil í hádegisfréttum RÚV í dag. Þegar Vísir talaði við hana á fimmta tímanum var búið að skila inn framtölum fyrir um það bil 210 þúsund kennitölur sem er svipað hlutfall og á sama tíma og í fyrra. „Til viðbótar eru einhverjir tugir þúsunda sem skila í gegnum fagaðila og hafa lengri frest. Þetta er bara mjög góð staða. Svo eigum við eftir að fá eitthvað meira inn í dag og svo fáum við örugglega eitthvað yfir helgina líka.“ Skattar og tollar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Það þarf enginn að fara á límingunum þó hann nái þessu ekki í dag einhverja hluta vegna, en það er aðalatriði að ganga frá þessu sem fyrst,“ segir Elín Alma Arthursdóttir, vararíkisskattstjóri og sviðsstjóri álagningarsviðs, í samtali við Vísi. Þá sé í góðu lagi að bíða með skilin fram yfir helgi ef þörf er á. Ekki er hægt að sækja um sérstakan viðbótarfrest þetta árið. „Við tökum auðvitað á móti framtölum eins lengi og þau berast, fresturinn er vissulega út daginn í dag en sumir lenda kannski í einhverjum vandræðum og við erum hætt að veita aðstoð um helgar. Ef þú klárar á allra næstu dögum þá gerist ekki neitt, ég get alveg lofað því.“ Starfsmenn fara örþreyttir inn í helgina Þá minnir Elín á að þeir sem njóti aðstoðar fagaðila á borð við endurskoðenda og bókara við skilin hafi frest fram til 1. apríl. Hún segir mikla vertíðarstemningu vera hjá Skattinum á þessum tíma ársins og margir starfsmenn uppgefnir eftir síðustu tvær vikur. Ekki er síður um að ræða álagstíma hjá fagaðilum. Fyrir skömmu fékk vararíkisskattstjórinn þau skilaboð frá vinkonu sinni í faginu að síminn hafi ekki stoppað eftir að Elín ræddi framtalsskil í hádegisfréttum RÚV í dag. Þegar Vísir talaði við hana á fimmta tímanum var búið að skila inn framtölum fyrir um það bil 210 þúsund kennitölur sem er svipað hlutfall og á sama tíma og í fyrra. „Til viðbótar eru einhverjir tugir þúsunda sem skila í gegnum fagaðila og hafa lengri frest. Þetta er bara mjög góð staða. Svo eigum við eftir að fá eitthvað meira inn í dag og svo fáum við örugglega eitthvað yfir helgina líka.“
Skattar og tollar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira