Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 74-77 | Stólarnir komnir í 8. sætið en Njarðvík í veseni Atli Arason skrifar 12. mars 2021 22:30 Tindastóll vann góðan sigur í Njarðvík í kvöld. Vísir/Bára Njarðvíkingar hófu leikinn töluvert betur en það var þó aðallega vegna þess hve slakir Stólarnir voru í upphafi. Tindastóll var að kasta boltanum allt of oft bara eitthvað í burtu. Skotnýting Njarðvíkur var 44% í fyrsta leikhluta gegn 20% skotnýtingu gestanna. Tindastóll var með fimm tapaða bolta en Njarðvík aðeins einn. Staðan var 20-10 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhlutanum snerist dæmið hins vegar við þegar allt annað Tindastóls lið mætti út á gólfið. Skotnýting Njarðvíkinga hrakaði verulega og liðið tapaði allt of mörgum boltum. Um miðjan leikhlutan hafði Tindastóll náð forystunni í leiknum. Næstu mínútur í kjölfarið voru spennandi þar sem liðin skiptust á að ná forustunni af hvoru öðru. Stólarnir sigu svo fram úr undir lok leikhlutans og unnu annan leikhluta að lokum með 16 stiga mun, 14-30, og staðan í hálfleik var 34-40 í hálfleik fyrir Tindastól. Þriðji leikhlutinn var þó frekar jafn en Njarðvíkingar minnkuðu muninn minnst niður í 1 stig áður en Tindastóll setti aftur í sjötta gír. Gestirnir gerðu 5 síðustu stig leikhlutans og staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var 48-55. Stólarnir héldu áfram svona jafnt og þétt að bæta í forskot sitt með Nikolas Tomsick og Flenard Whitfield í fararbroddi. Mest komust gestirnir í 15 stiga forystu þegar staðan var 58-73 en þá hættu þeir nánast að skora. Njarðvík svaraði þá með 13 stigum í röð og tveimur stigum munaði á liðunum þegar 32 sekúndur voru eftir og lokamínútan var æsispennandi. Njarðvíkingar gerðu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en tókst það ekki því að lokum fór það svo að Tomsick kláraði leikinn fyrir gestina af vítalínunni með 4 stigum úr jafn mörgum skotum á milli þess sem Logi Gunnars sendi niður rosalega þriggja stiga körfu. Lokatölur, 74-77. Af hverju vann Tindastóll? Þrátt fyrir að hafa hitt illa í byrjun leiks þá lagaðist skotnýting Tindastóls eftir því sem á leið leikinn. Þegar leik lauk var Tindastóll með 40% skotnýtingu gegn 35% skotnýtingu heimamanna. Stólarnir voru ofan á það duglegri í fráköstunum, þeir náðu 49 fráköstum gegn 40 hjá Njarðvík. Hverjir stóðu upp úr? Nýi maðurinn Flenard Withfield átti mjög flottan leik, hann ásamt Nikolas Tomsick kaffærðu Njarðvíkingum í seinni hálfleik og bjuggu til forskot sem heimamenn náður ekki að brúa. Tomsick endaði leikinn stigahæstur með 28 stig og Whitfield var alls með 17 stig. Í liði heimamanna stóðu Hester og Johnson upp úr. Hester með 21 stig og 13 fráköst og Johnson með 23 og 8 fráköst. Maciek Baginski og Rodney Glasgow þurfa að gera töluvert betur en báðir enduðu þeir leikinn með -4 framlags puntka. Rodney var hitti ekki úr einu einasta skoti af þeim 10 sem hann tók og Maciek hitti bara úr einu af sjö. Hvað gerist næst? Tindastóll fer næst í heimsókn til Vals á Hlíðarenda á meðan Njarðvík er að fara í stórleik gegn Keflavík í baráttunni um Reykjanesbæ. Njarðvík þarf nauðsynlega á sigri að halda í þeim leik. Einar Árni: Við hittum náttúrlega ekki helvítis sjóinn af bryggjunni. Einar Árni er þjálfari NjarðvíkurVÍSIR/ANTON „Ég er gríðarlega svekktur. Það er eiginlega ekkert flóknara en það, þetta voru mikil vonbrigði,“ sagði Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur, í viðtali eftir tapið í kvöld. „Varnarlega missum við dampinn í öðrum leikhluta og þeir skora 30 stig sem er allt of mikið.“ „Sóknarlega missum við tempóið sem við ætlum að halda uppi og svo hittum við náttúrlega ekki helvítis sjóinn af bryggjunni. Við erum 20% fyrir aftan þriggja stiga línuna og fullt af góðum skotum sem voru víðs fjarri í dag. Á sama tíma ná þeir rönni og Tomsick að setja skot með menn í sér. Þetta er gömul saga og ný því aftur erum við að ná hörku fínum mómentum í þessum leik eins og síðustu tveimur leikjum en það vantar eitthvað upp á.“ Einar var annan leikinn í röð ekki ánægður með frammistöðu Rodney Glasgow en Glasgow endaði leikinn með -4 framlagspunkta. „Það er erfitt að vera með leikstjórnanda sem hefur verið með 15 stig í leik og vera með 0 stig frá honum í dag er blóðugt. Hann er 0 af 10 skotum sem dæmi. Það er svona einn punktur sem er fjandi erfiður. Það hefur ekkert upp á sig að væla og horfa hvorki til baka né á aðra leiki. Við þurfum bara að mæta í næsta leik og sýna betri heildar frammistöðu heldur en við gerðum í dag.“ Það stefnir í sjaldséða fallbaráttu í Njarðvíkinni í ár. Liðið er nú í tíunda sæti deildarinnar aðeins tveimur stigum frá fallsætinu eftir að Þór Akureyri vann óvæntan sigur gegn Stjörnunni í hinum leik kvöldsins. „Það síðasta sem við getum gert er að hugsa um aðra leiki en þá sem við erum að spila. Það eru mikil vonbrigði að tapa hérna í dag. Staðan er vissulega snúinn og langt frá því að vera eins og við viljum hafa hana en við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfa og hvað við getum gert til að bæta okkar leik,“ svaraði Einar aðspurður út í það hvort Njarðvík yrði að fara að horfa á liðin í kringum sig. Næsti leikur Njarðvíkur er Reykjanes slagurinn við Keflavík á útivelli. Miðað við hvað mótið hefur spilast þétt þá er óvænt heil vika í næsta leik. Einar er ánægður að fá smá pásu en er þó frekar pirraður yfir því hvað stutt er í næsta leik þar á eftir gegn Val og vandar hann KKÍ ekki kveðjurnar. „Það er kærkomið að fá þessa viku en á sama tíma alveg glatað að við lendum í því, svo ég leyfi mér að væla yfir því, í bæði fyrri og seinni umferð erum við mæta Val með einn dag á milli. Spilum við Keflavík á föstudegi og Val á sunnudegi. Í bæði skiptin er Valur með auka dag að spila á fimmtudegi og sunnudegi. Við óskuðum eftir því að þessu yrði breitt, bentum á að þetta hefði verið svona í fyrri umferðinni og hvort það væri ekki hægt að svissa á leikjum en við fengum sáralítill viðbrögð og verðum að lifa með því. Það þýðir kannski ekki mikið að vera að grenja það en ágætt að koma þessu í loftið. Það hefði verið sanngjarnt að flippa þessu á milli umferða. Við þurfum að nýta þessa viku fyrir Keflavíkur leikinn vel. Við vitum vel að hver einasti leikur fyrir okkur er úrslitaleikur og við þurfum að ná okkur í 2 stig. Það er ekkert flóknara en það. Við þurfum að sækja stig sem allra, allra fyrst,“ sagði Einar Árni að lokum. Baldur: Deildin er öll erfið og það skiptir ekki máli hvern þú ert að spila við Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari TindastólsVÍSIR/BÁRA „Ég er hrikalega ánægður með sigur á útivelli,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í viðtali strax eftir leik áður en hann bætti við, „Varnarleikurinn var góður en svo er þetta bara gaman. Það er skemmtilegt að vera saman, það er skemmtilegt að vera í liði. Liðsandinn er þannig að menn eru gefa hvorum öðrum orku. Menn eru skemmtilegir og það bara skilar þessu.“ Flenard Whitfield er nýi Kani Tindastóls eftir að Shawn Glover yfirgaf liðið og Baldur er gífurlega ánægður með það hvernig Whitfield kemur inn í liðið. „Þetta er allt annað líf, allt annað kemestrí. Þetta er gaman,“ svaraði Baldur aðspurður um Whitfield. Stólarnir eru eftir þennan sigur í kvöld búnir að jafna Val að stigum í sjöunda til áttunda sæti en næsti leikur Tindastóls er einmitt gegn Val á Hlíðarenda. „Í sjálfu sér er þetta bara einn leikur í einu. Deildin er öll erfið og það skiptir ekki máli hvern þú ert að spila við. Valsmenn eru að koma út úr tveimur góðum sigrum og ég reikna bara með hörku leik,“ sagði Baldur að lokum. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Íslenski körfuboltinn
Njarðvíkingar hófu leikinn töluvert betur en það var þó aðallega vegna þess hve slakir Stólarnir voru í upphafi. Tindastóll var að kasta boltanum allt of oft bara eitthvað í burtu. Skotnýting Njarðvíkur var 44% í fyrsta leikhluta gegn 20% skotnýtingu gestanna. Tindastóll var með fimm tapaða bolta en Njarðvík aðeins einn. Staðan var 20-10 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhlutanum snerist dæmið hins vegar við þegar allt annað Tindastóls lið mætti út á gólfið. Skotnýting Njarðvíkinga hrakaði verulega og liðið tapaði allt of mörgum boltum. Um miðjan leikhlutan hafði Tindastóll náð forystunni í leiknum. Næstu mínútur í kjölfarið voru spennandi þar sem liðin skiptust á að ná forustunni af hvoru öðru. Stólarnir sigu svo fram úr undir lok leikhlutans og unnu annan leikhluta að lokum með 16 stiga mun, 14-30, og staðan í hálfleik var 34-40 í hálfleik fyrir Tindastól. Þriðji leikhlutinn var þó frekar jafn en Njarðvíkingar minnkuðu muninn minnst niður í 1 stig áður en Tindastóll setti aftur í sjötta gír. Gestirnir gerðu 5 síðustu stig leikhlutans og staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var 48-55. Stólarnir héldu áfram svona jafnt og þétt að bæta í forskot sitt með Nikolas Tomsick og Flenard Whitfield í fararbroddi. Mest komust gestirnir í 15 stiga forystu þegar staðan var 58-73 en þá hættu þeir nánast að skora. Njarðvík svaraði þá með 13 stigum í röð og tveimur stigum munaði á liðunum þegar 32 sekúndur voru eftir og lokamínútan var æsispennandi. Njarðvíkingar gerðu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en tókst það ekki því að lokum fór það svo að Tomsick kláraði leikinn fyrir gestina af vítalínunni með 4 stigum úr jafn mörgum skotum á milli þess sem Logi Gunnars sendi niður rosalega þriggja stiga körfu. Lokatölur, 74-77. Af hverju vann Tindastóll? Þrátt fyrir að hafa hitt illa í byrjun leiks þá lagaðist skotnýting Tindastóls eftir því sem á leið leikinn. Þegar leik lauk var Tindastóll með 40% skotnýtingu gegn 35% skotnýtingu heimamanna. Stólarnir voru ofan á það duglegri í fráköstunum, þeir náðu 49 fráköstum gegn 40 hjá Njarðvík. Hverjir stóðu upp úr? Nýi maðurinn Flenard Withfield átti mjög flottan leik, hann ásamt Nikolas Tomsick kaffærðu Njarðvíkingum í seinni hálfleik og bjuggu til forskot sem heimamenn náður ekki að brúa. Tomsick endaði leikinn stigahæstur með 28 stig og Whitfield var alls með 17 stig. Í liði heimamanna stóðu Hester og Johnson upp úr. Hester með 21 stig og 13 fráköst og Johnson með 23 og 8 fráköst. Maciek Baginski og Rodney Glasgow þurfa að gera töluvert betur en báðir enduðu þeir leikinn með -4 framlags puntka. Rodney var hitti ekki úr einu einasta skoti af þeim 10 sem hann tók og Maciek hitti bara úr einu af sjö. Hvað gerist næst? Tindastóll fer næst í heimsókn til Vals á Hlíðarenda á meðan Njarðvík er að fara í stórleik gegn Keflavík í baráttunni um Reykjanesbæ. Njarðvík þarf nauðsynlega á sigri að halda í þeim leik. Einar Árni: Við hittum náttúrlega ekki helvítis sjóinn af bryggjunni. Einar Árni er þjálfari NjarðvíkurVÍSIR/ANTON „Ég er gríðarlega svekktur. Það er eiginlega ekkert flóknara en það, þetta voru mikil vonbrigði,“ sagði Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur, í viðtali eftir tapið í kvöld. „Varnarlega missum við dampinn í öðrum leikhluta og þeir skora 30 stig sem er allt of mikið.“ „Sóknarlega missum við tempóið sem við ætlum að halda uppi og svo hittum við náttúrlega ekki helvítis sjóinn af bryggjunni. Við erum 20% fyrir aftan þriggja stiga línuna og fullt af góðum skotum sem voru víðs fjarri í dag. Á sama tíma ná þeir rönni og Tomsick að setja skot með menn í sér. Þetta er gömul saga og ný því aftur erum við að ná hörku fínum mómentum í þessum leik eins og síðustu tveimur leikjum en það vantar eitthvað upp á.“ Einar var annan leikinn í röð ekki ánægður með frammistöðu Rodney Glasgow en Glasgow endaði leikinn með -4 framlagspunkta. „Það er erfitt að vera með leikstjórnanda sem hefur verið með 15 stig í leik og vera með 0 stig frá honum í dag er blóðugt. Hann er 0 af 10 skotum sem dæmi. Það er svona einn punktur sem er fjandi erfiður. Það hefur ekkert upp á sig að væla og horfa hvorki til baka né á aðra leiki. Við þurfum bara að mæta í næsta leik og sýna betri heildar frammistöðu heldur en við gerðum í dag.“ Það stefnir í sjaldséða fallbaráttu í Njarðvíkinni í ár. Liðið er nú í tíunda sæti deildarinnar aðeins tveimur stigum frá fallsætinu eftir að Þór Akureyri vann óvæntan sigur gegn Stjörnunni í hinum leik kvöldsins. „Það síðasta sem við getum gert er að hugsa um aðra leiki en þá sem við erum að spila. Það eru mikil vonbrigði að tapa hérna í dag. Staðan er vissulega snúinn og langt frá því að vera eins og við viljum hafa hana en við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfa og hvað við getum gert til að bæta okkar leik,“ svaraði Einar aðspurður út í það hvort Njarðvík yrði að fara að horfa á liðin í kringum sig. Næsti leikur Njarðvíkur er Reykjanes slagurinn við Keflavík á útivelli. Miðað við hvað mótið hefur spilast þétt þá er óvænt heil vika í næsta leik. Einar er ánægður að fá smá pásu en er þó frekar pirraður yfir því hvað stutt er í næsta leik þar á eftir gegn Val og vandar hann KKÍ ekki kveðjurnar. „Það er kærkomið að fá þessa viku en á sama tíma alveg glatað að við lendum í því, svo ég leyfi mér að væla yfir því, í bæði fyrri og seinni umferð erum við mæta Val með einn dag á milli. Spilum við Keflavík á föstudegi og Val á sunnudegi. Í bæði skiptin er Valur með auka dag að spila á fimmtudegi og sunnudegi. Við óskuðum eftir því að þessu yrði breitt, bentum á að þetta hefði verið svona í fyrri umferðinni og hvort það væri ekki hægt að svissa á leikjum en við fengum sáralítill viðbrögð og verðum að lifa með því. Það þýðir kannski ekki mikið að vera að grenja það en ágætt að koma þessu í loftið. Það hefði verið sanngjarnt að flippa þessu á milli umferða. Við þurfum að nýta þessa viku fyrir Keflavíkur leikinn vel. Við vitum vel að hver einasti leikur fyrir okkur er úrslitaleikur og við þurfum að ná okkur í 2 stig. Það er ekkert flóknara en það. Við þurfum að sækja stig sem allra, allra fyrst,“ sagði Einar Árni að lokum. Baldur: Deildin er öll erfið og það skiptir ekki máli hvern þú ert að spila við Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari TindastólsVÍSIR/BÁRA „Ég er hrikalega ánægður með sigur á útivelli,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í viðtali strax eftir leik áður en hann bætti við, „Varnarleikurinn var góður en svo er þetta bara gaman. Það er skemmtilegt að vera saman, það er skemmtilegt að vera í liði. Liðsandinn er þannig að menn eru gefa hvorum öðrum orku. Menn eru skemmtilegir og það bara skilar þessu.“ Flenard Whitfield er nýi Kani Tindastóls eftir að Shawn Glover yfirgaf liðið og Baldur er gífurlega ánægður með það hvernig Whitfield kemur inn í liðið. „Þetta er allt annað líf, allt annað kemestrí. Þetta er gaman,“ svaraði Baldur aðspurður um Whitfield. Stólarnir eru eftir þennan sigur í kvöld búnir að jafna Val að stigum í sjöunda til áttunda sæti en næsti leikur Tindastóls er einmitt gegn Val á Hlíðarenda. „Í sjálfu sér er þetta bara einn leikur í einu. Deildin er öll erfið og það skiptir ekki máli hvern þú ert að spila við. Valsmenn eru að koma út úr tveimur góðum sigrum og ég reikna bara með hörku leik,“ sagði Baldur að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti