Bjargar erfðafræðin dæmdum raðmorðingja?: Fékk 30 ára dóm fyrir að myrða börnin sín en vísindamenn segja hana saklausa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2021 12:10 Folbigg ber vitni fyrir rannsóknarnefnd árið 2019. Á efri myndinni er Patrick og Laura þar fyrir neðan. Níutíu virtir vísindamenn og læknar hafa skrifað undir áskorun til ríkisstjóra Nýju Suður-Wales og skorað á hann að náða Kathleen Folbigg og láta hana umsvifalaust lausa. Folbigg hefur setið í fangelsi í 18 ár fyrir að hafa myrt fjögur börn sín, eitt af öðru, en sérfræðingarnir segja að dauða barnanna megi líklega rekja til erfðagalla. Folbigg hefur verið kölluð „versti kvenraðmorðingi Ástralíu“ en árið 2003 var hún dæmd í 30 ára fangelsi fyrir að kæfa börn sín; Caleb, fæddan 1989, Patrick, fæddan 1990, Söruh, fædda 1992, og Lauru, fædda 1997. Við réttarhöldin lagði ákæruvaldið meðal annars fram dagbækur Folbigg, þar sem hún virðist álasa sjálfri sér fyrir dauða barnanna en stuðningsmenn hennar hafa bent á að hún tali aldrei um að hafa valdið dauða þeirra, heldur séu skrif hennar til marks um sektarkennd móður sem gat ekki verndað börnin sín frá dauðanum. Öll börnin með hættulegar genabreytingar Folbigg hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og ítrekað freistað þess að fá dómnum snúið. Vegna þess hversu umdeilt málið hefur verið sáu yfirvöld í Nýju Suður-Wales sig tilneydd til að gefa út yfirlýsingu fyrir tveimur árum þar sem þau sögðu það hafa verið skoðað til hlítar. Nú segja vísindamenn hins vegar að nýuppgötvuð stökkbreyting hafi líklega valdið dauða stúlknana tveggja, Söruh og Lauru. Stúlkurnar erfðu hið stökkbreytta gen, CALM2 G114R, frá móður sinni en breytingar á því eru þekktar fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Báðar stúlkurnar voru með sýkingu þegar þær létust, sem vísindamennirnir telja hafa orðið til þess að hjarta þeirra stöðvaðist. Þá voru drengirnir báðir með tvær breytingar á geninu BSN, sem vitað er að veldur banvænni flogaveiki hjá músum. Caleb hafði verið greindur með flogaveiki þegar hann lést. Sérfræðingarnir, þeirra á meðal tveir Nóbelsverðlaunahafar, segja ekkert benda til þess að börnin hafi verið kæfð og að dauða allra megi rekja til náttúrulegra orsaka. Ástralía Dómsmál Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Folbigg hefur setið í fangelsi í 18 ár fyrir að hafa myrt fjögur börn sín, eitt af öðru, en sérfræðingarnir segja að dauða barnanna megi líklega rekja til erfðagalla. Folbigg hefur verið kölluð „versti kvenraðmorðingi Ástralíu“ en árið 2003 var hún dæmd í 30 ára fangelsi fyrir að kæfa börn sín; Caleb, fæddan 1989, Patrick, fæddan 1990, Söruh, fædda 1992, og Lauru, fædda 1997. Við réttarhöldin lagði ákæruvaldið meðal annars fram dagbækur Folbigg, þar sem hún virðist álasa sjálfri sér fyrir dauða barnanna en stuðningsmenn hennar hafa bent á að hún tali aldrei um að hafa valdið dauða þeirra, heldur séu skrif hennar til marks um sektarkennd móður sem gat ekki verndað börnin sín frá dauðanum. Öll börnin með hættulegar genabreytingar Folbigg hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og ítrekað freistað þess að fá dómnum snúið. Vegna þess hversu umdeilt málið hefur verið sáu yfirvöld í Nýju Suður-Wales sig tilneydd til að gefa út yfirlýsingu fyrir tveimur árum þar sem þau sögðu það hafa verið skoðað til hlítar. Nú segja vísindamenn hins vegar að nýuppgötvuð stökkbreyting hafi líklega valdið dauða stúlknana tveggja, Söruh og Lauru. Stúlkurnar erfðu hið stökkbreytta gen, CALM2 G114R, frá móður sinni en breytingar á því eru þekktar fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Báðar stúlkurnar voru með sýkingu þegar þær létust, sem vísindamennirnir telja hafa orðið til þess að hjarta þeirra stöðvaðist. Þá voru drengirnir báðir með tvær breytingar á geninu BSN, sem vitað er að veldur banvænni flogaveiki hjá músum. Caleb hafði verið greindur með flogaveiki þegar hann lést. Sérfræðingarnir, þeirra á meðal tveir Nóbelsverðlaunahafar, segja ekkert benda til þess að börnin hafi verið kæfð og að dauða allra megi rekja til náttúrulegra orsaka.
Ástralía Dómsmál Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira