Píratar til sigurs Magnús D. Norðdahl skrifar 12. mars 2021 11:31 Píratar hafa einstakt tækifæri til árangurs í næstu alþingiskosningum. Á meðan núverandi ríkisstjórn gerist ítrekað sek um lítt hugsaðar geðþóttaákvarðanir verður ákallið um heiðarleika og gagnsæi sterkara með hverjum deginum sem líður. Íslendingar eru orðnir langþreyttir á fréttum á borð við pólitíska skipun dómara eða ráðningu eins umdeildasta lögmanns landsins til þess að endurskoða refsivörslukerfið. Dæmi um handhófskenndar ákvarðanir og sérhagsmunagæslu eru því miður of mörg í íslenskri stjórnmálasögu til lengri og skemmri tíma. Grunnstefna Pírata er í senn svarið við geðþóttaákvörðunum og spillingu annarra flokka og lykillinn að farsælu gengi Pírata í komandi alþingiskosningum. Píratar eru í eðli sínu framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Erindi Pírata á sviði íslenskra stjórnmála hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Píratísk umbótastjórn næsta kjörtímabils Við myndun ríkisstjórnar eftir næstu kosningar er mikilvægt að Píratar sýni sveigjanleika en gefi á sama tíma ekki afslátt af sínum píratísku gildum. Grunnstefna Pírata leggur áherslu á beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt, gagnsæi, ábyrgð og vel upplýstar ákvarðanir þannig að ávallt sé gætt að eflingu og vernd borgararéttinda, friðhelgi einkalífs og frelsi til tjáningar og upplýsinga. Takist Pírötum að koma á frjálslyndri og umbótasinnaðri ríkisstjórn þar sem grunnstefna Pírata fær að njóta sín mætti með sanni tala um píratíska ríkisstjórn. Arfleið slíkrar ríkisstjórnar væri að marka skil á milli eldri tíma, þar sem frændhygli, spilling og sérhagsmunir réðu för, og nýrri tíma með áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnsæi og ábyrgð. Píratísk umbreyting samfélagsins er tímabær og felur í sér mótun samfélags þar sem réttindi minnihluta- og jaðarhópa eru virt, þar sem rekin er mannúðleg stefna í málefnum flóttafólks og annarra sem eiga um sárt að binda, þar sem notendur heilbrigðisþjónustu, ekki síst geðheilbrigðisþjónustu, fá alla þá aðstoð sem þeir þurfa óháð búsetu í landinu og síðast en ekki síst samfélagi þar sem allir íbúar búa við mannsæmandi kjör. Mannréttindabarátta á sviði stjórnmálanna Á umliðnum árum hef ég sem sjálfstætt starfandi lögmaður tekið þátt í mannréttindabaráttu fyrir hönd einstaklinga og hópa sem hafa átt undir högg að sækja. Sú barátta hefur skilað árangri, meðal annars fyrir fjölda hælisleitenda sem horfðu fram á brottvísun úr landi en fengu tækifæri til að setjast hér að og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Það er von mín og vilji að mér auðnist að útvíkka störf mín og baráttu á nýjum og stærri vettvangi íslenskra stjórnmálaþannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir alla þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Baráttan er í eðli sínu sú sama en tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni. Ég er stoltur af því að tilheyra hreyfingu Pírata og ekki síst þeim öfluga hópi sem hefur gefið kost á sér í prófkjöri hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég er reiðubúinn að bjóða fram krafta mína og allan minn baráttuvilja til þess að stuðla að góðu gengi Pírata í kjördæminu og á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting samfélagsins er handan við hornið. Höfundur er lögmaður og sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Píratar hafa einstakt tækifæri til árangurs í næstu alþingiskosningum. Á meðan núverandi ríkisstjórn gerist ítrekað sek um lítt hugsaðar geðþóttaákvarðanir verður ákallið um heiðarleika og gagnsæi sterkara með hverjum deginum sem líður. Íslendingar eru orðnir langþreyttir á fréttum á borð við pólitíska skipun dómara eða ráðningu eins umdeildasta lögmanns landsins til þess að endurskoða refsivörslukerfið. Dæmi um handhófskenndar ákvarðanir og sérhagsmunagæslu eru því miður of mörg í íslenskri stjórnmálasögu til lengri og skemmri tíma. Grunnstefna Pírata er í senn svarið við geðþóttaákvörðunum og spillingu annarra flokka og lykillinn að farsælu gengi Pírata í komandi alþingiskosningum. Píratar eru í eðli sínu framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Erindi Pírata á sviði íslenskra stjórnmála hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Píratísk umbótastjórn næsta kjörtímabils Við myndun ríkisstjórnar eftir næstu kosningar er mikilvægt að Píratar sýni sveigjanleika en gefi á sama tíma ekki afslátt af sínum píratísku gildum. Grunnstefna Pírata leggur áherslu á beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt, gagnsæi, ábyrgð og vel upplýstar ákvarðanir þannig að ávallt sé gætt að eflingu og vernd borgararéttinda, friðhelgi einkalífs og frelsi til tjáningar og upplýsinga. Takist Pírötum að koma á frjálslyndri og umbótasinnaðri ríkisstjórn þar sem grunnstefna Pírata fær að njóta sín mætti með sanni tala um píratíska ríkisstjórn. Arfleið slíkrar ríkisstjórnar væri að marka skil á milli eldri tíma, þar sem frændhygli, spilling og sérhagsmunir réðu för, og nýrri tíma með áherslu á fagleg vinnubrögð, gagnsæi og ábyrgð. Píratísk umbreyting samfélagsins er tímabær og felur í sér mótun samfélags þar sem réttindi minnihluta- og jaðarhópa eru virt, þar sem rekin er mannúðleg stefna í málefnum flóttafólks og annarra sem eiga um sárt að binda, þar sem notendur heilbrigðisþjónustu, ekki síst geðheilbrigðisþjónustu, fá alla þá aðstoð sem þeir þurfa óháð búsetu í landinu og síðast en ekki síst samfélagi þar sem allir íbúar búa við mannsæmandi kjör. Mannréttindabarátta á sviði stjórnmálanna Á umliðnum árum hef ég sem sjálfstætt starfandi lögmaður tekið þátt í mannréttindabaráttu fyrir hönd einstaklinga og hópa sem hafa átt undir högg að sækja. Sú barátta hefur skilað árangri, meðal annars fyrir fjölda hælisleitenda sem horfðu fram á brottvísun úr landi en fengu tækifæri til að setjast hér að og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Það er von mín og vilji að mér auðnist að útvíkka störf mín og baráttu á nýjum og stærri vettvangi íslenskra stjórnmálaþannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir alla þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði. Baráttan er í eðli sínu sú sama en tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni. Ég er stoltur af því að tilheyra hreyfingu Pírata og ekki síst þeim öfluga hópi sem hefur gefið kost á sér í prófkjöri hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ég er reiðubúinn að bjóða fram krafta mína og allan minn baráttuvilja til þess að stuðla að góðu gengi Pírata í kjördæminu og á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting samfélagsins er handan við hornið. Höfundur er lögmaður og sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun