Sigurjón dæmdur í skilorðsbundið fangelsi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2021 13:10 Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að Elín hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar dómara við Hæstarétt. Mál Sigurjóns við MDE var vísað frá eftir sátt við ríkið á sömu forsendum. Vísir Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í dag dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti í endurupptöku á svokölluðu Ímon-máli. Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, var ekki gerð sérstök refsing. Þá var Sigurjón einnig dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í endurupptöku svokallaðs markaðsmisnotkunarmáls. Ríkissjóður greiðir helming málskostnaðar vegna málsmeðferðar við héraðsdóm en að fullu fyrir málsmeðferðina við Hæstarétt og enduupptöku. Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti klukkan 13 í dag. Sigurjón og Elín voru ákærð fyrir markaðsmisnotkun vegna lánveitinga til félagsins Imon ehf. til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum í miðju bankahruninu, eða þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Þau voru sýknuð í héraðdómi árið 2014 en dæmd sek af Hæstarétti árið 2015. Sigurjón var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik og Elín í átján mánaða fangelsi. Mannréttindadómstóll Evrópu komst seinna að þeirri niðurstöðu að Elín hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem einn dómaranna, Viðar Már Matthíasson, hefði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans. Þá var mál Sigurjóns fyrir MDE fellt niður á dögunum eftir að íslenska ríkið féllst á að hann hefði ekki heldur fengið réttláta málsmeðferð og var meðal annars vísað til dóms MDE í máli Elínar. Hékk allt á „ásýnd“ hæfis dómara Áður, eða í maí 2019, hafði endurupptökunefnd fallist á endurupptöku mála Sigurjóns og Elínar fyrir Hæstarétti. Þar var vísað í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í máli Péturs Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu, þar sem meðal annars var fjallað um hlutlægt mat á hæfi dómara. „Samkvæmt hinu hlutlæga viðmiði verður að ákvarða, án nokkurs tillits til gerða dómarans, hvort fyrir hendi séu atvik sem kunna að vekja vafa um óhlutdrægni hans. Í þessu efni kann ásýndin ein jafnvel að öðlast nokkuð mikilvægi. Það sem hér er í húfi er það traust, sem dómstólar í lýðræðisþjóðfélagi verða að vekja meðal almennings,“ sagði í dóminum. Endurupptökunefnd féllst einnig á beiðni Sigurjóns um endurupptöku í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða á sömu forsendum. Í því máli var Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi í héraðsdómi árið 2014 en átján mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016. Var honum gert að sök að hafa, ásamt þremur öðrum starfsmönnum bankans, blekkt almenning með því að handstýra verði hlutabréfa í bankanum í aðdraganda hrunsins. Hrunið Dómsmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Þá var Sigurjón einnig dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í endurupptöku svokallaðs markaðsmisnotkunarmáls. Ríkissjóður greiðir helming málskostnaðar vegna málsmeðferðar við héraðsdóm en að fullu fyrir málsmeðferðina við Hæstarétt og enduupptöku. Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti klukkan 13 í dag. Sigurjón og Elín voru ákærð fyrir markaðsmisnotkun vegna lánveitinga til félagsins Imon ehf. til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum í miðju bankahruninu, eða þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Þau voru sýknuð í héraðdómi árið 2014 en dæmd sek af Hæstarétti árið 2015. Sigurjón var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik og Elín í átján mánaða fangelsi. Mannréttindadómstóll Evrópu komst seinna að þeirri niðurstöðu að Elín hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem einn dómaranna, Viðar Már Matthíasson, hefði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans. Þá var mál Sigurjóns fyrir MDE fellt niður á dögunum eftir að íslenska ríkið féllst á að hann hefði ekki heldur fengið réttláta málsmeðferð og var meðal annars vísað til dóms MDE í máli Elínar. Hékk allt á „ásýnd“ hæfis dómara Áður, eða í maí 2019, hafði endurupptökunefnd fallist á endurupptöku mála Sigurjóns og Elínar fyrir Hæstarétti. Þar var vísað í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í máli Péturs Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu, þar sem meðal annars var fjallað um hlutlægt mat á hæfi dómara. „Samkvæmt hinu hlutlæga viðmiði verður að ákvarða, án nokkurs tillits til gerða dómarans, hvort fyrir hendi séu atvik sem kunna að vekja vafa um óhlutdrægni hans. Í þessu efni kann ásýndin ein jafnvel að öðlast nokkuð mikilvægi. Það sem hér er í húfi er það traust, sem dómstólar í lýðræðisþjóðfélagi verða að vekja meðal almennings,“ sagði í dóminum. Endurupptökunefnd féllst einnig á beiðni Sigurjóns um endurupptöku í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða á sömu forsendum. Í því máli var Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi í héraðsdómi árið 2014 en átján mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016. Var honum gert að sök að hafa, ásamt þremur öðrum starfsmönnum bankans, blekkt almenning með því að handstýra verði hlutabréfa í bankanum í aðdraganda hrunsins.
Hrunið Dómsmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?