Isabella Ósk sló Íslandsmetið í fráköstum í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 10:30 Isabella Ósk Sigurðardóttir er frábær frákastari og hér sést hún taka eitt slíkt í Domino´s deildinni í vetur. Samsett/S2Sport&Vilhelm Isabella Ósk Sigurðardóttir setti nýtt frákastamet í efstu deild kvenna í gærkvöldi þegar hún hjálpaði Breiðabliki að vinna sautján stiga sigur á Snæfelli í Domino´s deildinni. Isabella Ósk tók alls 28 fráköst í leiknum sem er það mesta sem íslenskur leikmaður hefur tekið í einum leik í efstu deild kvenna. Isabella var einnig með 21 stig í leiknum og náði því svokallaðri tröllatvennu. Isabella Ósk tók þar með metið af tveimur leikmönnum en það var áður í eigu þeirra Signýjar Hermannsdóttur og Helgu Jónasdóttur. Helga Jónasdóttir átti metið ein í rúm sjö ár en hún tók 27 fráköst í leik með Njarðvík á móti KR 27. janúar 2001. Helga var einnig með 11 stig í leiknum. Signý Hermannsdóttir jafnaði síðan metið þegar hún tók 27 fráköst í leik með Val á móti Keflavík 21. janúar 2009. Signý var einnig með 18 stig og 10 varin skot í leiknum. Isabella var í raun aðeins einu frákasti frá því að jafna karlametið en Grindvíkingurinn Guðmundur Bragason og Njarðvíkingurinn Helgi Rafnsson náðu báðir að taka 29 fráköst í einum leik á sínum tíma, Guðmundur árið 1988 en Helgi ári síðar. Siarre Evans á enn frákastametið í efstu deild kvenna en hún tók 31 frákast í leik með Haukum í febrúar 2013 og bætti þá hálf árs met LeLe Hardy um eitt. Keflvíkingurinn Daniela Wallen Morillo var nálægt því að jafna það á dögunum þegar hún tók 30 fráköst í framlengdum leik Keflavíkur og Hauka. Isabella Ósk er 23 ára gömul og er með 10,5 stig og 14,8 fráköst að meðaltali í leik. Í síðustu tveimur leikjum hefur hún aftur á móti skoraði 40 stig og tekið 45 fráköst auk þess að verja 6 skot. Flest fráköst íslensks leikmanns í einum deildarleik í efstu deild kvenna: 28 - Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðabliki á móti Snæfelli 2021 27 - Helga Jónasdóttir, Njarðvík á móti KR 2001 27 - Signý Hermannsdóttir, Val á móti Keflavík 2009 25 - Margrét Kara Sturludóttir, Stjörnunni á móti Hamri 2015 24 - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík á móti Grindavík 2002 24 - Svandís Sigurðardóttir, ÍS á móti Grindavík 2004 23 - Gréta María Grétarsdóttir, KR á móti Keflavík 2004 23 - Helena Sverrisdóttir, Haukum á móti Keflavík 2005 23 - Signý Hermannsdóttir, ÍS á móti Grindavík 2005 23 - Signý Hermannsdóttir, KR á móti Grindavík 2009 23 - Signý Hermannsdóttir, Val á móti Hamri 2009 Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Isabella Ósk tók alls 28 fráköst í leiknum sem er það mesta sem íslenskur leikmaður hefur tekið í einum leik í efstu deild kvenna. Isabella var einnig með 21 stig í leiknum og náði því svokallaðri tröllatvennu. Isabella Ósk tók þar með metið af tveimur leikmönnum en það var áður í eigu þeirra Signýjar Hermannsdóttur og Helgu Jónasdóttur. Helga Jónasdóttir átti metið ein í rúm sjö ár en hún tók 27 fráköst í leik með Njarðvík á móti KR 27. janúar 2001. Helga var einnig með 11 stig í leiknum. Signý Hermannsdóttir jafnaði síðan metið þegar hún tók 27 fráköst í leik með Val á móti Keflavík 21. janúar 2009. Signý var einnig með 18 stig og 10 varin skot í leiknum. Isabella var í raun aðeins einu frákasti frá því að jafna karlametið en Grindvíkingurinn Guðmundur Bragason og Njarðvíkingurinn Helgi Rafnsson náðu báðir að taka 29 fráköst í einum leik á sínum tíma, Guðmundur árið 1988 en Helgi ári síðar. Siarre Evans á enn frákastametið í efstu deild kvenna en hún tók 31 frákast í leik með Haukum í febrúar 2013 og bætti þá hálf árs met LeLe Hardy um eitt. Keflvíkingurinn Daniela Wallen Morillo var nálægt því að jafna það á dögunum þegar hún tók 30 fráköst í framlengdum leik Keflavíkur og Hauka. Isabella Ósk er 23 ára gömul og er með 10,5 stig og 14,8 fráköst að meðaltali í leik. Í síðustu tveimur leikjum hefur hún aftur á móti skoraði 40 stig og tekið 45 fráköst auk þess að verja 6 skot. Flest fráköst íslensks leikmanns í einum deildarleik í efstu deild kvenna: 28 - Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðabliki á móti Snæfelli 2021 27 - Helga Jónasdóttir, Njarðvík á móti KR 2001 27 - Signý Hermannsdóttir, Val á móti Keflavík 2009 25 - Margrét Kara Sturludóttir, Stjörnunni á móti Hamri 2015 24 - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík á móti Grindavík 2002 24 - Svandís Sigurðardóttir, ÍS á móti Grindavík 2004 23 - Gréta María Grétarsdóttir, KR á móti Keflavík 2004 23 - Helena Sverrisdóttir, Haukum á móti Keflavík 2005 23 - Signý Hermannsdóttir, ÍS á móti Grindavík 2005 23 - Signý Hermannsdóttir, KR á móti Grindavík 2009 23 - Signý Hermannsdóttir, Val á móti Hamri 2009
Flest fráköst íslensks leikmanns í einum deildarleik í efstu deild kvenna: 28 - Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðabliki á móti Snæfelli 2021 27 - Helga Jónasdóttir, Njarðvík á móti KR 2001 27 - Signý Hermannsdóttir, Val á móti Keflavík 2009 25 - Margrét Kara Sturludóttir, Stjörnunni á móti Hamri 2015 24 - Anna María Sveinsdóttir, Keflavík á móti Grindavík 2002 24 - Svandís Sigurðardóttir, ÍS á móti Grindavík 2004 23 - Gréta María Grétarsdóttir, KR á móti Keflavík 2004 23 - Helena Sverrisdóttir, Haukum á móti Keflavík 2005 23 - Signý Hermannsdóttir, ÍS á móti Grindavík 2005 23 - Signý Hermannsdóttir, KR á móti Grindavík 2009 23 - Signý Hermannsdóttir, Val á móti Hamri 2009
Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira