Ótrúlegar frammistöður hjá Isabellu Ósk og Ariel Hearn er Breiðablik og Fjölnir lönduðu góðum sigrum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2021 21:45 Isabella Ósk átti ótrúlegan leik í kvöld. Hún skoraði 21 stig og tók 28 fráköst. Vísir/Daniel Thor Breiðablik og Fjölnir unnu leiki sína í Dominos-deild kvenna í kvöld. Breiðablik vann Snæfell örugglega í Smáranum, 93-76. Fjölnir vann Skallagrím í hörkuleik í Grafarvoginum, lokatölur 98-90. Breiðablik vann nokkuð öruggan sigur á Snæfelli í kvöld. Heimastúlkur höfðu alltaf yfirhöndina en stungu að endingu af og unnu öruggan sigur í Smáranum í kvöld. Lokatölur 93-76 í annars skemmtilegum leik. Jessica Kay Loera var stigahæst í liði Blika með 22 stig. Þar á eftir kom Ísabella Ósk Sigurðardóttir með 21 stig og 28 fráköst hvorki meira né minna. Ótrúlegar tölur. Haiden Denise Palmer var stigahæst í liði Snæfells með 23 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Breiðablik er nú með átta stig í sjötta sæti deildarinnar en Snæfell er með fjögur stig í því sjöunda. Fjölnir vann góðan sigur á bikarmeisturum Skallagríms í hörkuleik í Dalhúsum í kvöld. Leikurinn var mjög jafn framan af en gestirnir frá Borgarnesi voru fjórum stigum yfir í hálfleik, staðan þá 51-47 gestunum í vil. Fjölnisliðið mætti vel gírað inn í síðari hálfleik og náði fljótlega góðum tökum á leiknum. Sóknarleikur Fjölnis sprakk svo út í síðasta fjórðung þar sem liðið skoraði 31 stig, lokatölur 98-90 Fjölni í vil. Ariel Hearn átti sannkallaðan stórleik í liði Fjölnis. Hún skoraði 46 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Sara Carina Vaz Djassi kom þar á eftir með 19 stig. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var frábær í liði Skallagríms en það dugði ekki til í kvöld.Vísir/Andri Marinó Hjá Skallagrími var Keira Breeanne Robinson stigahæst með 39 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kom þar á eftir með 25 stig. Fjölnir er nú með 16 stig í fjórða sæti deildarinnar á meðan Skallagrímur er sæti neðar með 12 stig. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Fjölnir Breiðablik Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Fleiri fréttir Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Sjá meira
Breiðablik vann nokkuð öruggan sigur á Snæfelli í kvöld. Heimastúlkur höfðu alltaf yfirhöndina en stungu að endingu af og unnu öruggan sigur í Smáranum í kvöld. Lokatölur 93-76 í annars skemmtilegum leik. Jessica Kay Loera var stigahæst í liði Blika með 22 stig. Þar á eftir kom Ísabella Ósk Sigurðardóttir með 21 stig og 28 fráköst hvorki meira né minna. Ótrúlegar tölur. Haiden Denise Palmer var stigahæst í liði Snæfells með 23 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Breiðablik er nú með átta stig í sjötta sæti deildarinnar en Snæfell er með fjögur stig í því sjöunda. Fjölnir vann góðan sigur á bikarmeisturum Skallagríms í hörkuleik í Dalhúsum í kvöld. Leikurinn var mjög jafn framan af en gestirnir frá Borgarnesi voru fjórum stigum yfir í hálfleik, staðan þá 51-47 gestunum í vil. Fjölnisliðið mætti vel gírað inn í síðari hálfleik og náði fljótlega góðum tökum á leiknum. Sóknarleikur Fjölnis sprakk svo út í síðasta fjórðung þar sem liðið skoraði 31 stig, lokatölur 98-90 Fjölni í vil. Ariel Hearn átti sannkallaðan stórleik í liði Fjölnis. Hún skoraði 46 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Sara Carina Vaz Djassi kom þar á eftir með 19 stig. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var frábær í liði Skallagríms en það dugði ekki til í kvöld.Vísir/Andri Marinó Hjá Skallagrími var Keira Breeanne Robinson stigahæst með 39 stig ásamt því að taka tíu fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kom þar á eftir með 25 stig. Fjölnir er nú með 16 stig í fjórða sæti deildarinnar á meðan Skallagrímur er sæti neðar með 12 stig. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Fjölnir Breiðablik Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Fleiri fréttir Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Sjá meira