Stefnum áfram í rétta átt Jódís Skúladóttir skrifar 11. mars 2021 16:31 Það eru mörg góð og vegleg verk sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur staðið fyrir á kjörtímabilinu, ekki síst þegar horft er til þeirra flóknu tíma sem við lifum á í skugga heimsfaraldurs. Margar góðar lausnir hafa verið kynntar af ríkistjórninni. Ekki einungis til að bregðast við þeirri flóknu stöðu sem við erum í heldur til að byggja upp jafnara og betra samfélag til framtíðar. Af þeim mörgu verkum er vert að nefna tæpa fimm milljarða innspýtingu til sveitarfélaga sem nú eru í kröggum vegna tekjusamdráttar auk þess sem 200 milljón króna aukning verður til sóknaráætlanna. Ákveðið hefur verið að veita 4,6 milljörðum til ferðaþjónustunnar sem er sú grein sem orðið hefur fyrir hvað mestum skaða í heimsfaraldrinum. 3000 sumarstörf eru ráðgerð fyrir námsmenn og frítekjumark námsmanna hefur verið fimmfaldað. Stórsókn er í mennta og menningarmálum og svona mætti lengi telja, svo ekki sé nú minnst á þær öflugu aðgerðir sem komið hefur verið á í heilbrigðiskerfinu, í jafnréttismálum og umhverfisvernd. Eitt af úrræðum ríkistjórnarinnar sem mig langar að nefna sérstaklega eru hin svo kölluðu hlutdeildarlán sem bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum. Úrræðinu er ætlað að mæta þörfum þeirra tekjulágu og styðja við fyrstu íbúðakaup. Þetta er mikið framfaraskref þó að úrræðið henti ekki öllum. Þess vegna hefur verið unnið að mörgum og mismunandi úrlausnum því eðli máls samkvæmt eru þarfir fólks ólíkar. Eitt mikilvægt atriði við hlutdeildarlánin er sá hvati að amk 20% af þeim 4 milljörðum sem ætluð eru í verkefnið árlega skuli úthlutað til kaupa á húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta gríðarlega mikilvæga skref styður við byggðaþróun í landinu og er til þess fallið að styðja við þau sem geta og velja að að flytja á landsbyggðina. Þessu hefur verið snúið upp í andhverfu sína og líkt við hreppaflutninga fyrri alda sem lýsir auðvitað fordómum og talar niður þau ótal tækifæri og oft og tíðum forréttindi sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða. Þegar líður að kosningum fara frambjóðendur mikinn í umræðunni og það virðist sem sum ætli einfaldlega að ná pólitískum frama með því að úthúða núverandi ríkissjórn og þá ekki síst Katrínu Jakobsdóttur, frekar en að leggja málefni sín og hugmyndir á borðið. Allir vildu Lilju kveðið hafa. Undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur málum verið þokað í rétta átt. Hvort gamlir hrunflokkar eða nýjar poppúlýskar hreyfingar blási í lúðra og finni Katrínu og Vinstri grænum allt til foráttu segja hin góðu verk meira en þúsund orð. Við viljum gera betur, við ætlum að standa með þeim málefnum sem nútíminn kallar eftir. Breytingarnar eiga sér ekki stað á einni nóttu, og ekki endilega á einu kjörtímabili þar sem enginn flokkur er einráður, en Ísland er á betri leið með Katrínu Jakobsdóttur í brúnni. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og situr í 3 sæti á lista VG í Norðaustur kjördæmi fyrir komandi alþingskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Skoðun: Kosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Norðausturkjördæmi Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Það eru mörg góð og vegleg verk sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur staðið fyrir á kjörtímabilinu, ekki síst þegar horft er til þeirra flóknu tíma sem við lifum á í skugga heimsfaraldurs. Margar góðar lausnir hafa verið kynntar af ríkistjórninni. Ekki einungis til að bregðast við þeirri flóknu stöðu sem við erum í heldur til að byggja upp jafnara og betra samfélag til framtíðar. Af þeim mörgu verkum er vert að nefna tæpa fimm milljarða innspýtingu til sveitarfélaga sem nú eru í kröggum vegna tekjusamdráttar auk þess sem 200 milljón króna aukning verður til sóknaráætlanna. Ákveðið hefur verið að veita 4,6 milljörðum til ferðaþjónustunnar sem er sú grein sem orðið hefur fyrir hvað mestum skaða í heimsfaraldrinum. 3000 sumarstörf eru ráðgerð fyrir námsmenn og frítekjumark námsmanna hefur verið fimmfaldað. Stórsókn er í mennta og menningarmálum og svona mætti lengi telja, svo ekki sé nú minnst á þær öflugu aðgerðir sem komið hefur verið á í heilbrigðiskerfinu, í jafnréttismálum og umhverfisvernd. Eitt af úrræðum ríkistjórnarinnar sem mig langar að nefna sérstaklega eru hin svo kölluðu hlutdeildarlán sem bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum. Úrræðinu er ætlað að mæta þörfum þeirra tekjulágu og styðja við fyrstu íbúðakaup. Þetta er mikið framfaraskref þó að úrræðið henti ekki öllum. Þess vegna hefur verið unnið að mörgum og mismunandi úrlausnum því eðli máls samkvæmt eru þarfir fólks ólíkar. Eitt mikilvægt atriði við hlutdeildarlánin er sá hvati að amk 20% af þeim 4 milljörðum sem ætluð eru í verkefnið árlega skuli úthlutað til kaupa á húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta gríðarlega mikilvæga skref styður við byggðaþróun í landinu og er til þess fallið að styðja við þau sem geta og velja að að flytja á landsbyggðina. Þessu hefur verið snúið upp í andhverfu sína og líkt við hreppaflutninga fyrri alda sem lýsir auðvitað fordómum og talar niður þau ótal tækifæri og oft og tíðum forréttindi sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða. Þegar líður að kosningum fara frambjóðendur mikinn í umræðunni og það virðist sem sum ætli einfaldlega að ná pólitískum frama með því að úthúða núverandi ríkissjórn og þá ekki síst Katrínu Jakobsdóttur, frekar en að leggja málefni sín og hugmyndir á borðið. Allir vildu Lilju kveðið hafa. Undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur málum verið þokað í rétta átt. Hvort gamlir hrunflokkar eða nýjar poppúlýskar hreyfingar blási í lúðra og finni Katrínu og Vinstri grænum allt til foráttu segja hin góðu verk meira en þúsund orð. Við viljum gera betur, við ætlum að standa með þeim málefnum sem nútíminn kallar eftir. Breytingarnar eiga sér ekki stað á einni nóttu, og ekki endilega á einu kjörtímabili þar sem enginn flokkur er einráður, en Ísland er á betri leið með Katrínu Jakobsdóttur í brúnni. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og situr í 3 sæti á lista VG í Norðaustur kjördæmi fyrir komandi alþingskosningar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun