Síðustu átta mánuðirnir í banni James eru skilorðsbundnir. Auk þess að fá árs bann hafa stig verið dregin af honum.
James iðraðst gjörða sinna. „Ég vil biðjast afsökunar á athæfinu sem var algjörlega óviðeigandi og ruddalegt,“ sagði Írinn í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.
Myndbandið af James á dauða hestinum er frá 2016. Merin í myndbandinu drapst eftir að hafa fengið hjartaáfall sama ár.
Í síðustu viku var þjálfari James, Gordon Elliott, var dæmdur í árs bann fyrir sama athæfi og James. Myndir af honum sitja á dauðum hesti birtust á samfélagsmiðlum.