Kosning þingkonu og umboð hennar til starfa Katrín Sif Sigurgeirsdóttir skrifar 11. mars 2021 07:31 Ég er Katrín Sif Sigurgeirsdóttir og er í framboði í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata. Þar sækist ég eftir oddvitasæti. Hvað ert þú kona, að vilja á þing ? Jú sjáðu, ég á erindi þangað. Ég er tilbúin til að láta til mín taka þar með grunngildi Pírata að leiðarljósi. Ég fann nefnilega samleið með hópi fólks sem aðhyllist og fylgir ákveðnum prinsippum, grunnstefnu sem ég finn svo góðan samhljóm með. Ég hef nefnilega hugsjónir um gagnsæja stjórnsýslu. Upplýsingar á mannamáli. Hugsjónir um traust heilbrigðiskerfi og skilvirkt félagskerfi. Allir einstaklingar eru jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til allra mannréttinda. Ég er tilbúin til að vinna að því hörðum höndum að standa vörð um þau réttindi. Standa vörð um réttindi barna okkar til að alast upp í réttlátu samfélagi þar sem allir hafa sömu tækifærin, óháð stétt eða stöðu foreldranna. Standa vörð um réttindi aldraðra. Ég vill samfélag þar sem aldraðir fá að njóta ævikvöldsins eins og þeim þóknast best, án þess að vera sett undir falskan ölmusuhatt. Okkur ber að sýna öldruðum virðingu fyrir þeirra lífsverki, án þeirra værum við ekki hér. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þar þurfum við verulega að bæta í. Íslensk stjórnvöld undirrituðu samninginn árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Það þarf að lögfesta samninginn og vinna markvisst að jöfnum rétti og tækifærum allra. Nú og þessi hópur sem ég er að segja ykkur frá, Píratar. Þetta er ungur óspilltur hópur, óraskaður af íþyngjandi gildum og óháður fjármálaöflum. Hópur sem byggir á lýðræði fyrir alla, jöfnum tækifærum, gagnsærri stjórnsýslu og gagnrýninni hugsun. Hópur sem býður upp á mikla aðlögunarhæfni. Hefur svigrúm fyrir vaxtaverki sem felast í því að gera mistök, skipta um skoðun, biðjast afsökunar og gera betur. Hópur sem forðast óþarfa forræðishyggju. Þetta er hópur sem ég hef tekist höndum við og óska nú eftir umboði frá til að starfa í þeirra nafni á alþingi Íslendinga. Fái ég til þess tækifæri vill ég að það sé alveg ljóst að ég geri mér fulla grein fyrir því að stjórnvöld starfa í umboði þjóðarinnar. Það hefur virst sem svo að það sé ekki almenn þekking á því á þinginu og því sé ég ástæðu til að taka það sérstaklega fram. Það er þjóðarinnar að leggja línurnar. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Stjórnarskráin er okkar æðsta plagg og hún skilgreinir það vald sem þjóðin lætur stjórnvöldum í té. Árið 2012 kusu tveir þriðju hlutar þjóðarinnar með því að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Þjóðin hefur talað – stjórnvöld hafa hunsað. Til að standa vörð um þennan hornstein lýðræðisins og jafnframt hefja störf þingsins aftur til einhverrar virðingar væri ráð að byrja á því að virða vilja þjóðarinnar og lögfesta nýja stjórnarskrá. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og sækist eftir 1. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Norðvesturkjördæmi Katrín Sif Sigurgeirsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég er Katrín Sif Sigurgeirsdóttir og er í framboði í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata. Þar sækist ég eftir oddvitasæti. Hvað ert þú kona, að vilja á þing ? Jú sjáðu, ég á erindi þangað. Ég er tilbúin til að láta til mín taka þar með grunngildi Pírata að leiðarljósi. Ég fann nefnilega samleið með hópi fólks sem aðhyllist og fylgir ákveðnum prinsippum, grunnstefnu sem ég finn svo góðan samhljóm með. Ég hef nefnilega hugsjónir um gagnsæja stjórnsýslu. Upplýsingar á mannamáli. Hugsjónir um traust heilbrigðiskerfi og skilvirkt félagskerfi. Allir einstaklingar eru jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til allra mannréttinda. Ég er tilbúin til að vinna að því hörðum höndum að standa vörð um þau réttindi. Standa vörð um réttindi barna okkar til að alast upp í réttlátu samfélagi þar sem allir hafa sömu tækifærin, óháð stétt eða stöðu foreldranna. Standa vörð um réttindi aldraðra. Ég vill samfélag þar sem aldraðir fá að njóta ævikvöldsins eins og þeim þóknast best, án þess að vera sett undir falskan ölmusuhatt. Okkur ber að sýna öldruðum virðingu fyrir þeirra lífsverki, án þeirra værum við ekki hér. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þar þurfum við verulega að bæta í. Íslensk stjórnvöld undirrituðu samninginn árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Það þarf að lögfesta samninginn og vinna markvisst að jöfnum rétti og tækifærum allra. Nú og þessi hópur sem ég er að segja ykkur frá, Píratar. Þetta er ungur óspilltur hópur, óraskaður af íþyngjandi gildum og óháður fjármálaöflum. Hópur sem byggir á lýðræði fyrir alla, jöfnum tækifærum, gagnsærri stjórnsýslu og gagnrýninni hugsun. Hópur sem býður upp á mikla aðlögunarhæfni. Hefur svigrúm fyrir vaxtaverki sem felast í því að gera mistök, skipta um skoðun, biðjast afsökunar og gera betur. Hópur sem forðast óþarfa forræðishyggju. Þetta er hópur sem ég hef tekist höndum við og óska nú eftir umboði frá til að starfa í þeirra nafni á alþingi Íslendinga. Fái ég til þess tækifæri vill ég að það sé alveg ljóst að ég geri mér fulla grein fyrir því að stjórnvöld starfa í umboði þjóðarinnar. Það hefur virst sem svo að það sé ekki almenn þekking á því á þinginu og því sé ég ástæðu til að taka það sérstaklega fram. Það er þjóðarinnar að leggja línurnar. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Stjórnarskráin er okkar æðsta plagg og hún skilgreinir það vald sem þjóðin lætur stjórnvöldum í té. Árið 2012 kusu tveir þriðju hlutar þjóðarinnar með því að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Þjóðin hefur talað – stjórnvöld hafa hunsað. Til að standa vörð um þennan hornstein lýðræðisins og jafnframt hefja störf þingsins aftur til einhverrar virðingar væri ráð að byrja á því að virða vilja þjóðarinnar og lögfesta nýja stjórnarskrá. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og sækist eftir 1. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun